Færsluflokkur: Bloggar

Gleðileg Jól!

 

Gleðileg jól kæru vinir Wizard

 

 


Notum Aflið

Jens Guð vekur athygli á aðstæðum Aflsins sem eru systursamtök Stígamóta á Norðurlandi, á bloggsíðu sinni. Framlög sveitafélaganna til samtakanna eru skammarleg finnst mér. Sérstaklega Húsavíkurbær sem leggur 2000 kr á mánuði til samtakanna samhvæmt heimildum Jens.

 

En jáhvæða er að listamenn á borð við Lay Low leggur allan ágóða sinn af næstu plötu sinni "Ökutímar" til samtakanna. Einnig mun Leikfélag Akureyrar legga til alla miðasölu á leikritinu "Ökutímar" í janúar til samtakanna. Húrra fyrir þessu fólki. Það er meiri skilningur þar á ferð en hjá sveitafélögum.

 Notum aflið á blogginu og vekjum athygli á þessu málefni.

 



Hér er kynning á samtökunum sem ég fékk lánað af heimasíðu samtakanna.

 

Hvað er Aflið?

Aflið er samtök sem voru stofnuð á Akureyri árið 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta þar sem í ljós kom mikil þörf fyrir samtök af þessu tagi. Starfsemin byggir á forsendum þolenda kynferðislegs ofbeldis og/eða heimilisofbeldis.

 

Þar sem um mjög viðkvæm og persónuleg mál er að ræða er lögð rík áhersla á að fyllsta trúnaðar og þagmælsku sé gætt um öll mál og þá einstaklinga sem þangað leita.

 

Fyrir hverja er Aflið?

Aflið er fyrir alla sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og/eða heimilisofbeldi og aðstandendur þeirra s.s. maka, foreldra, systkini og vini sem óska eftir ráðgjöf.

Það þarf mikinn kjark til að leita sér aðstoðar eftir áfall af þessum toga og er sérstaklega tekið tillit til þess þegar leitað er til Aflsins, því þar starfa sem leiðbeinendur einungis þeir sem eru sjálfir þolendur ofbeldis.

Hvað er í boði?

Símavakt allan sólarhringinn.

Einstaklingsviðtöl.

Sjálfshjálparhópar fyrir þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis.

Fyrirlestrar um starfsemi Aflsins, kynferðis- og heimilisofbeldi og afleiðingar þess.

Farið er í skóla, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök eftir beiðnum.

Öll þjónusta Aflins við þolendur og aðstandendur þeirra er þeim að kostnaðarlausu.

Hversu algengt er kynferðisofbeldi?

Tölfræðin sýnir að:

· * 1 af hverjum 4 stúlkum

· * 1 af hverjum 10 drengjum

verða fyrir einhvers konar kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur.

Talið er að önnur hver kona hafi þurft að þola einhverskonar kynferðisofbeldi á lífsleiðinni.

Í hverju felst starfið?

Vinnan á Aflinu felst í því að gera einstaklinga meðvitaða um eigin styrk og aðstoða þá við að nota hann til að breyta eigin lífi og að sjá ofbeldið í félagslegu samhengi en ekki sem persónulega vankanta.

Við lítum svo á að þeir sem hingað leita séu "sérfræðingarnir" í eigin lífi, það er að segja:

Enginn þekkir betur afleiðingar kynferðisofbeldis en sá sem hefur verið beittur því.

Þar sem um sjálfshjálparstarf er að ræða ber hver einstaklingur ábyrgð á sinni vinnu en fær stuðning og samkennd frá annarri/öðrum menneskju/m með sömu reynslu.

Þeir sem leita til Aflsins eru alls staðar að af landinu en þó sérstaklega frá Norðurlandi.

 

 

 


Fyrsti jólagjafadagurinn

Stökk í hádeginu og keypti fyrstu jólagjafirnar í ár. Smile Ég er aldrei í neinum vandræðum að kaupa jólagjafir. Ég enda reyndar oft að kaupa allt of mikið fyrir sjálfann mig Blush Það var gott að labba um miðbæjinn í dag og ég var fljótur að finna gjafirnar. Verst er ef ég þarf að fara í verslunarmiðstöðvar, þá er mér oftast efst í huga að koma mér burt sem fyrst.

 

Annars dauðöfunda ég núna Óla Palla fyrir að sjá Led Zeppelin tónleikana. Það er eitthvað sem hefði verið hægt að gefa allavega annann fótinn fyrir Smile 

 

Annars á ég lítið líf þessa dagana fyrir utan vinnuna en það er alveg í lagi. Þetta er orðinn fastur hluti af tilverunni og ég veit þegar ég hætti í músíkbransanum þá á ég eftir að fá nokkra ára fráhvarfseinkenni Grin

 Hér er smá framlag í jólaundirbúninginn Wizard

 





Skrýtinn dagur

Þetta var einn af þessum dögum sem leið einhvernveginn í móðu. Eiginmaður vinnufélaga míns dó um helgina. Hann var tæplega fimmtugur. Það var sorg yfir skrifstofunni í morgun. Það var meiriháttar klúður í gangi með eina af stærri útgáfum okkar fyrir jólin en einhvern veginn virkaði það svo litilsvert þegar svona hlutir gerast. Það er allavega hægt að laga það þó það kosti mikla vinnu og óþægindi. En hvaða máli skiftir það? Ef að þessi mannlegi harmleikur hefði ekki komið upp hefði maður eflaust verið dauðstressaður og bölvað öllu í sand og ösku. En þetta minnti mann á að það er lífið sem skiftir máli. Hitt er bara vinna.

 

 


Eftirlitsmenn í Strætó!

Ég er oft að spá í hvort Strætó bs geti ekki gert neitt rétt. Það virðist allt sem þeir gera klúðrast. Eitt rétta skrefið var tekið í haust þegar ákveðið var að gefa framhaldsskólanemum frítt í strætó. Gott mál og mætti gera það sama fyrir eldri borgara og öryrkja. Ég er endilega ekki fylgjandi persónulega að það sé frítt í strætó. Ég vil frekar borga og fá góða þjónustu og gott leiðarkerfi. En Strætó tekst alltaf að fá á sig neikvæða mynd. Lélegt leiðarkerfi og hundfúlir bílstjórar og handónýt heimasíða eru nokkur atriði. Nú hefur enn eitt bætt við. EFTIRLITSMENN Í STRÆTÓ!

 

Ok mér finnst mjög gott mál að strætó ráði menn til að fylgjast með þjónustu og leiti við að þjónusta farþega. En það sem ég var vitni af í morgun var hreint fáráðlegt. Maður kom inní vagninn og kallaði valdsmannlega. Allir upp með strætókortin! Ég tók upp græna kortið mitt og skildi ekki alveg tilganginn þar sem ég hafði stuttu áður sýnt vagnstjóranum það þegar ég gékk inní vagninn. Það var útlensk kona sem skildi ekki alveg hvað maðurinn var að spyrja um og hann spurði hana "Where are you from". Bíddu fyrirgefðu; Hvað kemur starfsmönnum Strætó við hvaðan fólk kemur? Þetta er dónaskapur!

 

En ég áttaði mig svo á að aðaltilgangurinn hjá þessum manni var að athuga hvort skólafólk væri að misnota kortin sín því þeir sem voru með slík kort voru krafin um persónuskilríki!  Það er semsagt orðið málið hjá Strætó að ráða menn til að athuga hvort skólafólkið sé að misnota kortin sín! Hvað ætli þetta kosti bæði í launakostnaði og fækkun á farþegum sem eru ekki til í að lenda í dónaskapi þessara eftirlitsmanna? Það er ekki nóg með að þurfa bíða í lon og don eftir vagni, lenda svo í úrillum bílstjórum heldur er líka verið að trufla þig í miðri ferð að skoða kortið þitt? Hvað með fólk sem borgar með miðum eða peningum. Þurfa þau að útskýra það fyrir þessum mönnum? 

 

Enn og aftur er verið að líta á strætófarþega sem annars flokks fólk. Krakka, gamalmenni eða fátæklinga sem hafa ekki annann kost. Og þessir örfáu sem vilja ferðast með strætó af umhverfis og hagkvæmisátæðum fækka og fækka. Ég lýsi fullri ábyrð á stjórnendum borgarinnar. Það er skylda ykkar að bjóða uppá gott samgöngukerfi sem ALLIR GETA NOTAÐ!!!!!!!!!!!

 

Skammist ykkar!

 


Frábært

Ég sá Skid Row í höllinni í den! Það verður gaman að sjá þá aftur. Þó að Sebastian Bach sé hættur hafa þeir verið að gefa út ágætis plötur. Thickskin kom út árið 2003 og var þrælfín og svo kom plata í fyrra sem heitir "Revolutions per minute". Ekki eins góð og Thickskin fannst mér en ágæt engu að síður. Sjáumst á Nasa 1. des :-)


mbl.is Skid Row kemur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtileg bæjarstemming

Rosalega er að myndast skemmtileg stemming í kringum Airwaves Smile Verður skemmtilegri með hverju árinu. Bæði með gestum sem virðist fjölga með hverju ári og Íslendingum sem átta sig alltaf með þessarri hátíð hvað vig eigum fjölbreytta og skemmtilega flóru af frábærum listamönnum. Þegar dagskráin er skoðuð kemur svo sannarlega í ljós hvað við eigum rosalega mikið af frábærum hljómsveitum og listamönnum. Þetta er að sjálfsögðu það sem útlendingar sækja í.

 

Ég held að alltof margir Íslendingar átta sig ekki almennilega á þessu. Fólk er dálítið upptekið af einhverskonar efnishyggju og "lífsgæðakapphlaupi" til þess að átta sig á þessum geysilega mannauði sem við eigum. Bullandi menningarlíf í leikhúsi, tónlist og geysilegt hugvit er meira virði er skyndigróði að mínu áliti. Það sem skiftir máli er að sjálfsögðu að við byggjum upp þjóðfélag sem byggir á bjartsýni og þeim krafti sem við eigum. Hlúum að þeim sem minna mega sín og notum ríkisdæmi okkar, bæði menningarlegu og veraldlegum til að byggja upp ekki rífa niður! 

 

Annars er þetta búin að vera erfið en skemmtileg vika. Það var ljóst í byrjun viku að maður mundi ekki eiga mikinn tíma aflögu utan vinnu og Airwaves stússi. Það var líka reyndin Smile Í dag er ég bara búinn að liggja eins og skata og er að hlusta á tónlist og horfa á Hitchcock myndir LoL

 

Ég veit ekki einu sinni hvaða bók Skrudduklúbburinn valdi á síðasta fundi! Hmmm er þetta ekki bara það sama og ég var að röfla yfir í pistilum hér fyrir ofan. Maður gleymir vinum sínum og fjölskyldu í vinnubrjálæði LoL

 

 


Kíkjið á þetta!

Ásdís Sig bloggvinkona er að biðja um stuðning. Lesið endilega pistil hennar hér  og kíkið á undirskrifarlistann hér 

 

Ég er innilega sammála henni í þessum málum. Hve mikið á að níðast á öldruðum og öryrkjum. Ég kannast við þessi mál hjá foreldrum mínum sem eru alltaf að lenda í einhverjum skerðingum hjá TR.

 

Það er kominn tími á þjóðarátak í þessum málum!

 

 


Góð Lundúnarferð

Ég er nýkominn heim eftir skemmtilega ferð til London Smile

 

Ég tók ekki með mér tölvu né leitaði neina uppi. Ákvað að kúpla mér frá öllu og njóta ferðarinnar. Nei nei! Þá náttúrlega verður allt vitlaust heima og komin ný borgarstjórn! Hmmm maður má greinilega ekki skjóta sér aðeins frá!

 

Ég er búinn að vera flakka um á netinu í kvöld og skoða gamlar fréttir og blogg og verð að viðurkenna að ég veit ekkert hvað gerðist! Það á örugglega ýmislegt eftir að koma í ljós næstu daga og líklegt að Bingi þurfi nú eitthvað að svara fyrir sig líka. Villi greinilega kominn í marga hringi og ljóst að lygavefurinn í kringum þetta mál er orðinn ansi flókinn!

 

En hvað um það! London var æði eins og alltaf. Ég hef komið svo oft þangað að  maður þurfti ekki að eyða miklum tíma í að leita neitt uppi. Gamli fararstjórinn kom líka uppí mér og ég var í raun með allt tilbúið fyrir ferðina, alla miða og svoleiðis þannig maður gat bara slakað á á milli atburða.

 

Rush tónleikarnir voru frábærir. Ég átti von á góðu en þeir voru betri eins og ég sagði í viðtali við Óla Palla á Rás 2 daginn eftir tónleikana. Hann hringdi í mig til London þar sem ég var staddur á Regent Street og tók smá viðtal í beinni, Rush spiluðu í rúma 3 tíma með einu hléi og það sem kom mér mest á óvart var lagavalið sem var mjög skemmtilegt. Fullt af lögum sem maður átti ekki von á að heyra. Hitt var svo "showið". 3 risaskjáir fyrir ofan sviðið, ótrúlegt lasershow, eldvörpur og hljómgæðin voru hreint ótrúleg. Ég fullyrði að aldrei hef ég heyrt jafngott trommusánd á tónleikum! Ég fór heim á hótel þreyttur og sáttur eftir mikla tónleikaupplifum. Það var líka gaman að láta gamlann draum rætast með að sjá Rush á sviði og þó þeir væru alltaf að gera grín að aldri sínum á tónleikunum var ekki hægt að sjá nein þreytumerki á þeim! Takk fyrir að fagna með okkur útkomu zilljónustu plötu okkar sagði Geddy Lee LoL

Dream Theater tónleikarnir voru líka góðir. Náðu ekki jafnmiklum hæðum og Rush enda eiga þeir ekki jafnmikið af góðum lögum finnst mér. En þetta eru frábærir tónlistarmenn og það var alger unum að sjá og heyra þá spila. Ég var sérstaklega ánægður hvað þeir fluttu mikið af nýju plötunni sem mér finnst sú besta hingað til hjá þeim. En þeir eru svosem engir nýgræðingar. Búnir að starfa í meir en 20 ár Wink Hljómsveitin Symphony X hitaði upp fyrir þá en nutu sín engan veginn vegna slæmra hljómgæða. En ágætis sveit greinilega. Nýja platan þeirra hljómar vel.

 

Ég blogga svo betur um ferðina á morgun enda nóg um að tala Smile

 

p.s.

Heiða það var búið að klukka mig!  


Wembley og fleira skemmtilegt!

Nú er ekki nema rúmur sólarhringur þar til ég stekk í vél til Lundúnaborgar Smile Ætla eiga þar fimm daga í góðum félagsskap. Byrja á að sjá tónleika með hljómsveitinni Rush á Wembley. Þar rætist mjög gamall draumur að sjá þessa frábæru sveit. Þeir gáfu út þrælfína plötu á árinu og eiga mikið af góðum lögum eftir 30 ára feril Smile

 

Svo ætla ég að skella mér í leikhús, meir að segja tvisvar Smile Fyrst kíki ég á söngleik eftir Monty Python sem heitir "Spamalot" og er gerð að mestu eftir kvikmyndinni "Holy Grail" og síðan á sakamálaleikrit sem heitir "The 39 steps". Meistari Hitchcock gerði kvikmynd eftir þessari sögu fyrir löngu síðan.

 

Svo verður farið á tónleika með hljómsveitinni Dream Theater. Þeir voru að gefa út sína bestu plötu á árinu að mínu mati. Hljómsveitin Symphony X hitar upp. Verð að viðurkenna að ég þekki þá sveit lítið en er kominn með nýja plötu með þeim sem fær að rúlla í i-poddinum á leiðinni út Smile

Svo verður náttúrlega slappað af og maður er aldrei í neinum vandræðum að njóta London! 

 

Hamingja Wizard

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband