Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Gay Pride

Í dag fer ég í bæjinn og fylgist með gleðigöngunni eins og alltaf. Ég man ekki eftir að hafa misst af neinni göngu frá upphafi. Gay pride er orðinn ómissandi hlutur bæjarlífsins finnst mér eins og menningarnótt og þorláksmessa og Iceland Airwaves og fleiri ómissandi viðburðir. Að sjálfsögðu styð ég baráttu samkynhneigðra heils hugar. Það að fólki sé mismunað vegna kynhneigðar, trúarbragða, litarhátts eða kynferðis er mér algerlega óskiljanlegt og okkur mannkyninu til skammar.

 

Þó ég teljist sjálfur vera Gagnkynhneigður hefur samkynhneigð alltaf verið hluti af mínu lífi því svo margir sem eru mér náin eru samkynhneigðir. Kannski ekkert skrýtið þar sem mér líður alltaf best með frjóu og opnu fólki. Samkynhneigð er reyndar það eðlilegur hluti af mínu lífi að sjaldnast tek ég eftir því hvort fólk sé samkynhneigt eða ekki. Enda hvaða máli skiftir það? Þegar Freddie Mercury dó og það varð opinbert að hann væri gay þá sá maður það að sjálfsögðu eins með Rob Halford o.fl sem hafa opinberað samkynhneigð en þetta er einhvernveginn ekkert sem maður spáir í dags daglega. Sennilega út af því að mér finnst ekkert óeðlilegt við það :-)

 

Til hamingju með daginn og hlakka til að taka þátt í gleðinni í dag. Af tilefni dagsins set ég hér með nokkur lög sem hafa einhverja Gay tengingu

 

 

 

Spamalot

SpamalotÉg er að fara til London í október að sjá Rush og Dream Theater. Ég hef bloggað um það nokkrum sinnum enda mikið spenntur. Ég hef mikið verið að velta fyrir mér undanfarið hvaða leikrit ég ætti að sjá í London því það er ófrávíkjanegur siður hjá mér að fara alltaf í leikhús í London. Það er orðið allt of langt síðan ég fór síðast þannig það var mikið úr að velja. Ég áhvað að lokum að skella mig á Monty Python's Spamalot. Það er örugglega þrælskemmtilegt stykki LoL

 

Ég læt það nú vera að draga ferðafélaga mína með. Fólk sem ég þekki hefur ekki jafn gaman að leikhúsferðum eins og ég. Ég er reyndar í óopinberum leikhúsferðaklúbbi hér heima en er sennilega langduglegastur af hópnum að fara í leikhús.

 

Ég man samt eftir að í einni hópferð sem ég var fararstjóri á rokktónleika í Englandi, þá dró ég slatta af hópnum að sjá "Cats" og fannst flestum það mjög gaman. Það var samt fyndið að sjá hóp af síðhærðum þungarokkurum á Cats og við vöktum þó nokkra athygli Grin

 P.S.

Í minningu Lee Hazlewood sem var að deyja setti ég nokkur lög hér til hliðar í dálkinn lag dagsins. Ég á allar plötur sem eru fáanlegar með kallinum og fannst hann æðislegur. Mæli sérstaklega með "These Boots Are Made for Walkin': Complete MGM Recordings" "Cowboy in Sweden" og góðri safnplötu með Lee og Nancy Sinatra. 

H.I.F.

 


Draugasigling

Við fórum nokkrir félagar í menningar og bókaklúbbnum Skruddunum í drauga og hamfarasiglingu í kvöld. Það var siglt frá höfninni við tryggvagötu og fram hjá Örfirisey og í kringum eyjarnar og sagt frá draugagangi á svæðinu og ýmis konar hamförum í gegnum aldirnar.

 

Þetta var mjög gaman. Við vorum geysilega heppin með veður og það var sérstaklega fallegur himininn í kvöld. Blóðrautt sólarlag og mikil litadýrð. Smile

 

 


Mínus tónleikar í kvöld

Mér sýnist vera komið gott plan á kvöldið. Fyrst dinner svo DVD kvöld. Síðan ætla ég og Grumpa að skella okkur á tónleika með Mínus á Grand Rokk. Hlakka til að sjá hvernig nýja skipanin á sveitinni kemur út. Ég er mjög ánægður með nýju plötuna og hlakka til að heyra lög af henni "live".

Annars eru þessir dagar undanfarið alveg ótrúlegir. Maður er farinn að halda að maður búi ekki lengur á Íslandi. Ég man satt að segja ekki eftir öðrum eins blíðveðrakafla. Fór í gönguferð um Elliðardalinn í dag með i-podd og bók og naut blíðunnar. Lagðist við ána og var næstum sofnaður við plötu með Tangerine Dream (Thief) í poddinum :-)


Yndislegur dagur

Ég er svo heppinn að vinna í miðbænum Smile Auðvitað notar maður öll tækifæri sem gefst að kíkja út enda ýmislegt að stússa utandyra Smile Mér finnst æðislegt að labba laugarveginn í hádeginu, setjast á kaffihús og fylgjast með mannlífinu. Túristarnir eru mjög áberandi þessa dagana og lita mannlífið Smile Svo eftir vinnu fær maður sér góðann göngutúr, kíkir í sund eða ræktina. Ég er farinn að stunda yoga tvisvar í viku núna og finnst það æðislegt. Það er ein besta líkamsrækt sem ég hef prófað því maður er algerlega endurnærður á líkama og sál eftir tímana. 

Í kvöld eftir ræktina er það svo kökur og kruðerí hjá Grumpu sem er víst orðin örlítið eldri en hún var. Hlakka til Smile Njótið dagsins kæru vinir Heart


Afmæli

Ég er að undirbúa smá veislu í kvöld á Hringbrautinni af tilefni ** (Ritskoðað) ára afmæli mínu í dag :-) Mér finnst svooo skemmtilegt að undibúa svona gilli. Ætla búa til fullt af smáréttum og er að setja saman playlista fyrir kvöldið :-)

Vonandi sjá sem flestir sig fært um að mæta og hlakka til að sjá ykkur í kvöld!


Kveðja Susie Rut

Mig langar til að benda á áhrifamikið bréf frá foreldrum Susie Rut litlu frænku minnar sem mér barst ekki gæfa til að kynnast. Mamma Susie er dóttir bróðir pabba míns og hugur minn er með fjölskyldunni á þessum erfiða tíma. Missir þeirra er meiri en hægt er að ímynda sér. Útförin er í dag.

 

Þau tóku þá ákvörðun að segja söguna til þess að reyna að forða öðrum frá sömu örlögum. 

 

Hér er bréfið 

 

 


Jónsmessuganga

Ég var að koma úr Jónsmessugöngu um Elliðardalinn. Það var gengið frá Árbæjarsafni niður gömlu þjóðleiðina niðrí dal. Við komum við í æðislegum garði þar sem elsti greniskógur landsins er og það var upplifun. Maður trúir því varla að svona sé til rétt hjá manni. Ábúandinn gékk með okkur um garðinn og fræddi okkur um garðinn. Síðan var gengið niður að virkjuninni á Orkuveitunni og á leiðinni fræddu tveir leiðsögumenn okkur um sögu dalsins o.fl.

Þetta var æðislega gaman. Einn af þessum hlutum sem maður gerir allt of sjaldan.


Heilsudrekinn

Ég ákvað fyrir um 3 vikum að taka átak í ræktinni. Ég stunda reyndar mikið hefðbundna rækt, sund, göngur og tek stundum á í tækjum í líkamsræktarstöðvum. En ég hef fundið fyrir óvenjumiklum stirðleika í skrokknum undanfarið og ákvað að kaupa mér kort í Heilsudrekanum sem er kínversk heilsurækt í Skeifunni. Ég hef verð það áður og þekki sæmilega til þar. 

 

Og það var ekkert smá! Eftir fyrstu tímana í leikfiminni verkjaði mig í öllum mögulegum og ómögulegum stöðum í líkamanum. Ég fann svo greinilega hvað ég var í litlu formi og var næstum búinn að gefast upp eftir fyrstu 3 til 4 tímana. En þá kom upp þrjóskan. "Ég skal sko ekki gefast upp" hugsaði ég og mætti í alla tíma. Fyrstu 2 vikurnar voru hræðilegar. Mig verkjaði í baki, fótum, hausnum og allstaðar. Tók einhverja tíma í nuddi til að slaka á. Og nú loks er þetta eitthvað að skila sér tilbaka og lærdómurinn er að sjálfsögðu skýr. Maður verður að halda sér í formi. Punktur! En ég verð að viðurkenna að næstum öll orkan mín hefur farið í þetta undanfarið ásamt miklu álagi í vinnu en ég er allur að koma til baka núna Smile

 Það datt uppfírir fundurinn á akureyri hjá rokkklúbbnum en við héldum æðislegan fund hjá bókaklúbbnum Skruddunum á Eyrarbakka í gær Smile Blogga betur um hann fljótlega. 

 

SmileSmileSmile

 


Slen

Það er búið að vera hálfgert slen yfir mér síðustu daga. Sennilega einhver sumarpest. Slappleiki án þess að vera beint fárveikur. Þoli ekki þannig pestir. Maður verður eitthvað svo orkulítill Angry

 Morbid angel

Náði samt að fara í skemmtilegt viðtal á föstudaginn. Það voru aðilar að gera heimildarmynd um dauðarokk. Það var þrælskemmtilegt viðtal þar sem ég lýsti dauðarokksbylgjunni frá mínu sjónarhorni. Lýsti upplifun mína á sínum tíma þegar svokallað "Thrash metal" þróaðist í "Dauðarokk" með hljómsveitum á borði við Morbid Angel, Death o.fl. Einnig fór ég aðeins yfir Íslensku senuna eins og ég upplifði hana á þessum tíma. Hlakka mikið til að sjá þessa mynd Smile

 

 

Robert Mitchum

 

Annars er ég aðallega búinn að ligga yfir gömlum Robert Mitchum myndum yfir helgina. Mitchum er ekkert smá svalur leikari. Hans "méreralvegsamaumalltogalla" taktar eru æðislegir og mér finnst hann líka betri leikari en margir vilja ætla honum Smile Það er líka augljóst hvaðan leikarar á borð við Michael Madsen hafa tekið sinn leikarastíl. Mitchum engin spurning Cool

 

 

 

 

AC DC

Ég er mest svekktur að hafa ekki komsit til akureyrar um helgina en bæti það upp næstu helgi. Þá mæti ég norður á fund hjá Rokkklúbbnum mínum. Við ætlum líka að halda kveðjugilli fyrir Sigga Sverris sem er á leið til Glasgow í nám. Ætli það verði ekki splað eitt eða tvö AC/DC lög þar Wink

 

 

 

 

Yakuza

Jæja best að halda áfram með Mitchum kallinn. Er að fara setja mynd í spilarann sem heitir "The Yakuza" með kallinum og ef ég man rétt þá er hún frábær Smile

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.