Færsluflokkur: Kvikmyndir

Engisprettur og Græna ljósið

Skellti mér í Þjóðleikhúsið í vikunni og sá leikritið Engisprettur. Það er eftir Serbeskann höfund,  Biljana Srbljanovic, fyrsta leikrit sem ég sé eftir Serba held ég. Í stuttu máli var þetta stórfínt leikrit. Allir leikarar stóðu sig með prýði, sérstaklega Sólveig Arnarsdóttir. Uppsetningin var alveg frábær. Sviðsetningin einstaklega vel heppnuð. Mæli með þessari sýningu.

 

Keypti svo kort á kvikmyndahátíð Græna ljóssins og hef séð fjórar sýningar. Þar stendur uppúr stórgóð heimildarmynd um Darfur. Loksins náði maður að sjá atburði heildrænt og skilja betur fáráðleikann bakvið þennan harmleik.

 

Verð að vera duglegur í næstu viku því ég á átta myndir eftir Smile

 

Skellti mér á kvikmyndatónleika með sinfóníunni á laugardag og það var skemmtilegt. Gaman að sjá öðruvísi tónleika með þeim. Star Wars kom alveg sérstaklega vel út Smile

 

Fór síðan út að borða með elskunni minni á La Primavera á laugardagskvöldið. Ég mæli mjög með þeim stað. Úrvalsmatur og frábær þjónusta. Var að borða þarna í fyrsta skifti en kem alveg örugglega aftur Smile

 

 

 

 

 


Skínandi ljós

Ég fór á forsýningu á mynd Martin Scorsese "Shine a light" áðan. Ég hafði miklar væntingar til myndarinnar þar sem Scorsese er snillingur að ná fram stemmingu á tónleikum. "The last waltz" var gott dæmi um það.

 

Ég var ekki fyrir vonbrigðum. Myndir er alveg frábær. Rolling Stones í banastuði. Það sem mér fannst flott var að Scorsese nær fram stemmingunni hjá Stones á tónleikum. Myndin einbeitir sér af tónleikunum sjálfum og það er ekki mikið um annað efni í myndinni. Það litla sem er nær fram karakter hljómsveitirnar mjög vel. Það er náttúrlega sérstakt að sjá Stones spila í litlu leikhúsi og reyndar ekki vanalegt fyrir hljómsveitina þar sem þeir spila oftast á risastöðum. Í staðinn fáum við hljómsveitina í nærmynd, hrukkur og allt! Prógrammið var mjög flott. Nokkrir gestir komu fram og snilldar leikstjórn Scorsese gerir myndina eftirminnilega skemmtun.

 

Ég hvet alla til að reyna sjá myndina í bíó. Stórt tjald og frábær hljómgæði gefa myndinni auka vægi. Það er allt of sjaldan orðið að það sé hægt að horfa á góðar tónleikamyndir í bíó.

 

Rokk og roll Smile

 

 


Gethsemane

Ég hef alltaf haft gaman af kvikmyndinni Jesus Christ Superstar. Innilega hippaleg og flott kóreografíuð. Þetta lag hér fyrir neðan er toppurinn finnst mér Smile

 

Gleðilega páska kæru bloggvinir.

 

 


Kowalski

Var loksins að horfa á fræga 70's mynd sem heitir Vanishing Point. Þessi mynd er greinilega með áhrifum frá Easy Rider. Söguþráðurinn var í raun enginn. Gaur að reyna keyra bíl milli fylkja á einhverjum stuttum tíma (aldrei kemur í ljós af hverju) með lögguna á hælunum allan tímann. Hittir á leiðinni allskonar furðutýpur. Það skemmtilega við þessa mynd er hve rosalega hún endurspeglar enda hippatímabilsins í byrjun 70's áratugarins. Margir kunnuglegir karakterleikarar frá þessum tíma koma fram í myndinni ásamt Delanie & Bonnie. Cleavon Little sem leikur Dj Super Soul er eftirminnilegur. Blindur plötusnúður sem leiðbeinir Kowalski aðalhetjunni í gegnum myndina. Tónlistin í myndinni er æðisleg. Allt frá Big Mama Thornton til Mountain. Mæli með þessari mynd fyrir áhugamenn um þetta tímabil Smile

 

Hljómsveitin Primal Scream tók þessa mynd uppá sína arma fyrir nokkrum árum. Hér er lagið Kowalski þar sem þeir nota hljóðbrot úr myndinni. Kate Moss leikur aðalhlutverkið í myndbandinu.

 

 


Kung Fu Dansinn!

 

Ha Ha ég fékk ansi mikinn kjánahroll þegar ég rakst á þetta myndband. Bruce Lee hefur væntanlega farið marga hringi í gröfinni!

 

 


I'm Not There

Var að sjá myndinina "I'm not there" eftir Todd Haynes. Mæli mjög með þessari mynd. Haynes lætur 6 leikara túlka hinar ýmsu persónuleika Bob Dylan (Sem er aldrei nefndur á nafn í myndinni) og útkomar er frábær. Ég er ekki sérfræðingur um líf Bob Dylan en þessi mynd gaf mér innsýn í tónlist og lífshlaup snillings. Af öllum þeim leikurum í myndinni stóð að mínu mati Cate Blanchett uppúr. Stórleikur hjá þessari frábæru leikkonu.

 

Ég er líka að hlusta mikið á diskinn sem kom út meðfram myndinni þar sem hinir ýmsu listamenn flytja lög Dylans og það er engin spurning að hér er á ferðinni einn besti "Cover" lagadiskur sem komið hefur. Venjulega er ég ekki hrifinn af svona plötum en þessi er rosalega góður. Hér er lagalistinn.

 

Disc One

  1. "All Along the Watchtower" by Eddie Vedder and the Million Dollar Bashers
  2. "I'm Not There" by Sonic Youth
  3. "Goin' To Acapulco" by Jim James and Calexico
  4. "Tombstone Blues" by Richie Havens
  5. "Ballad of a Thin Man" by Stephen Malkmus and the Million Dollar Bashers
  6. "Stuck Inside of Mobile with the Memphis Blues Again" by Cat Power
  7. "Pressing On" by John Doe
  8. "Fourth Time Around" by Yo La Tengo
  9. "Dark Eyes" by Iron & Wine and Calexico
  10. "Highway 61 Revisited" by Karen O and the Million Dollar Bashers
  11. "One More Cup of Coffee" by Roger McGuinn and Calexico
  12. "The Lonesome Death of Hattie Carroll" by Mason Jennings
  13. "Billy" by Los Lobos
  14. "Simple Twist of Fate" by Jeff Tweedy
  15. "Man in the Long Black Coat" by Mark Lanegan
  16. "Señor (Tales of Yankee Power)" by Willie Nelson and Calexico

Disc Two

  1. "As I Went Out One Morning" by Mira Billotte
  2. "Can't Leave Her Behind" by Stephen Malkmus and Lee Ranaldo
  3. "Ring Them Bells" by Sufjan Stevens
  4. "Just Like a Woman" by Charlotte Gainsbourg and Calexico
  5. "Mama You've Been on My Mind" / "A Fraction of Last Thoughts on Woody Guthrie" by Jack Johnson
  6. "I Wanna Be Your Lover" by Yo La Tengo
  7. "You Ain't Goin' Nowhere" by Glen Hansard and Markéta Irglová
  8. "Can You Please Crawl Out Your Window?" by The Hold Steady
  9. "Just Like Tom Thumb's Blues" by Ramblin' Jack Elliott
  10. "Wicked Messenger" by The Black Keys
  11. "Cold Irons Bound" by Tom Verlaine and the Million Dollar Bashers
  12. "The Times They Are a-Changin'" by Mason Jennings
  13. "Maggie's Farm" by Stephen Malkmus and the Million Dollar Bashers
  14. "When the Ship Comes In" by Marcus Carl Franklin
  15. "Moonshiner" by Bob Forrest
  16. "I Dreamed I Saw St. Augustine" by John Doe
  17. "Knockin' on Heaven's Door" by Antony & the Johnsons
  18. "I'm Not There" by Bob Dylan

Ótrúlega vel heppnaður diskur!

 


Ekki bara Bond

Þó að Louis Maxwell verði vissulega helst minnst fyrir Miss Moneypenny í Bond myndunum lék hún í nokkrum fínum myndum sem vert er að nefna.

Þar fer fremst í flokki að mínu áliti "The Haunting" frá 1963 sem að mínu áliti er ein besta hrollvekja allra tíma ásamt "The Exorcist". Einnig man ég eftir henni í ágætri Agatha Christie mynd sem hét "Endless night". Einnig lék hún í mynd Stanley Kubrick "Lolita".

En í hugum allra verður hún alltaf Miss Moneypenny og á sess í kvikmyndasögunni þar :-)


mbl.is „Moneypenny" látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heima er best

Ég fór á setningu kvikmyndahátíðar í kvöld. Eftir nokkrar misskemmtilegar ræður var frumsýnd heimildarmynd um tónleikaferð Sigur Rósar um landið í fyrra. Myndin hetir "Heima" og var alveg frábær!

Þessi mynd er mjög vel heppnuð. Hún lýsir tónleikaferðinni mjög vel en hún verður einhvernveginn ekki aðalatriðið. Landið verður í forgrunni og ég hef aldrei séð jafnfallega mynd um Ísland. Hún er þjóðleg án þess að vera þjóðremba. Maður er bæði glaður og sorgmæddur að horfa á landið. Glaður yfir náttúrufegurðinni og fólkinu. Það vað æðislegt að sjá fólk á öllum aldri á tónleikum og við leik og störf. Sorgmæddur yfir því hve margar byggðir eru að deyja og margar sem eru lagðar í auðn. Einnig yfir náttúruspjöllum vegna stóriðju. Myndin sýndi allar þessar hliðar án þjóðrembu og ég held við sjáum varla betri landskynningu. Myndin er á ensku og alveg víst að þessi mynd á eftir að auka hróður Íslands enn meir á erlendri grund.

Ég hvet alla til að sjá þessa mynd. Skapandi fólk í fallegu landi. Frábær tónlist, góð hljómgæði,

Til hamingju Sigur Rós og takk fyrir mig :-)


Munið þið eftir...

...Airheads myndinni. Frábær mynd þar sem Steve Buscemi Adam Sadler og Brendan Fraser tóku útvarpsstöð í gíslingu til að spila demóið sitt LoL

 

Þetta atriði vær frábært

 

Chazz: Who'd win in a wrestling match, Lemmy or God?
Chris Moore: Lemmy.
[Rex imitates a game show buzzer]
Chris Moore: ... God?
Rex: Wrong, dickhead, trick question. Lemmy *IS* God. 

 

 Hér er svo lag úr myndinni með Motorhead (En ekki hverjum) Ice-T og Whitfield Crane

 

Born to raise hell, Elska þetta lag Smile

 

 

 

 



Rokk og roll Devil


Smá kvikmyndatónlist

Jæja ég komst á ról í dag eftir flensukastið Smile Næg verkefni sem hafa hlaðist upp í vinnunni. Dagurinn flaug enda áfram og mjög gaman. Er að fíla nýju Jan Mayen plötuna mjög vel. Hún vinnur á við hverja hlustun.

 

Mér finnst svo ægiilega gaman að setja inn lög á síðuna mína að ég ætla að halda því aðeins áfram og í dag eru það nokkur kvikmyndalög sem eru í uppáhaldi Smile

 

Fyrst er það lag úr myndinni Arizona Dream. Innilega vanmetin mynd finnst mér. Johhny Depp lék aðalhlutverkið og Goran Bregovic gerði tónlistina.

 

 



Næst er lag eftir kónginn Ennio Morricone sem er að mínu áliti besta kvikmyndatónskáld sögunnar. Þetta er lagið Ecstacy of gold úr myndinni Good bad and the ugly. Metallica gerðu kóver af þessu lagi sem nýlega kom út á sanfdisk sem heitir We all love Ennio Morricone. Þetta er upptaka af tónleikum Smile




Að lokum lag úr myndinni House of the flying daggers. Kathleen Battle syngur. Gæsahúð Smile




Segið svo að það sé bara rokk hjá mér Tounge



Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.