Flensan

Ég lagðist í flensuna í dag. Damn ég var að vona að ég mundi sleppa. Það eru flestir í kringum mig búnir að liggja undanfarnar vikur og ég hélt ég væri sloppinn. Jæja ekkert við því að gera og ég hef notað daginn í að liggja fyrir og horft á gamlar Sherlock Holmes myndir :-) Náði að koma nokkrum aðkallandi málum í vinnunni frá enda hægt að gera orðið flest heiman frá sér. Þökk sé internetinu :-)

Enn og aftur kom í ljós kreddu hugsunarháttur löggjafans og dómstóla í dag í máli stelpunnar sem var mynduð án hennar vitnenskju og túlkun á því hvort athæfið hafi verið "lostafullt" eða ekki. Niðurlæging er misnotkun hvað sem menn vilja svo kalla þetta og ef fólk sér ekkert athugavert við þetta þá er eitthvað að hjá fólki. Það er nákvæmlega ekkert sem réttlætir þetta mál. Eitt komment sem ég sá einhverstaðar var að maðurinn mátti alveg mynda hana þar sem hún var á hans heimili. Er þá í lagi að misnota fólk þegar það er inná heimilnu þínu? Púff hvað fólk getur verið bilað!

Örn sagði svo í kommenti hér fyrir neðan að lögin væru alveg skýr. Þetta er löglegt! Það eru bara feministar og svoleiðis lið sem sjá það ekki! Úff stundum heldur maður að maður búi ekki á sömu plánetu.

Svo eru mjög áhugaverðar umræður um heimilslausa og heimilisofbeldi á síðunni hjá Thelmu (Sjá bloggvini til hliðar) Mjög þörf umræða.

Það er ágætis greinar um þessi mál líka á bloggi Ágúst Ólafar og Árna Þórs sem vert er að kíkja á. Það veitir greinilega ekki af að fara setja þessi mál í forgrunn. Þessi mál eru í algerum ólestri. Held líka að það þurfi hugarfarsbreytingu hjá mörgum og upplýsta umræðu um þessi mál.

Jæja heilinn á mér er steiktur :-) Best að leggjast aftur í bælið :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Og ekki viljum við hafa heilann á þér steiktan Kiddi .  Annars finnst mér svolítið merkilegt, næstum skondið að þeir sem eru alltaf að tala um brjálaða femíninsta virðast yfirleitt vera þeir brjáluðustu og æstustu sjálfir.  En rétt hjá þér Kiddi að svona komment dæma sig sjálf.  Farðu nú vel með þig.  Knús

Thelma Ásdísardóttir, 28.3.2007 kl. 17:20

2 Smámynd: Jens Guð

Það góða við menn eins og umræddan Örn er að maður veit hvernig hugarfar þeirra er.  Meðan sá siðblindi reynir ekki að leyna siðblindu sinni er hann minna hættulegur en sá sem gerir sér grein fyrir að vera afbrigðilegur og villir á sér heimildir. 

Jens Guð, 28.3.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband