Deep Purple & Uriah Heep í kvöld

Í kvöld verður svo sannarlega rokk og roll af gamla skólanum í höllinni þar sem kempurnar í Deep Purple og Uriah Heep spila. Það þarf lítið að kynna þessar sveitir enda báðar orðnar goðsagnir í rokkheiminum. Sérstaklega Deep Purple.

 

Uriah HeepUriah Heep voru stofnaðir 1970 í London Englandi og áttu sín gullnu ár frá 1970-1975 með David Byron sem söngvara. Hann hætti 1977 og hafa Heep lítið gert að viti síðan þá en lifa enn á gömlum tímum. Þeir spiluðu hér á landi fyrir einhverjum árum í Broadway minnir mig en ég missti af þeim tónleikum og þeir þóttu ekkert sérstakir. En þeir hafa verið að fá ágæta dóma fyrir túrinn þeirra sem stendur núna yfir og verður gaman að rifja upp slagara á borð við Easy Living o.fl. 

Í dag eru meðlimir Uriah Heep eftirfarandi

Mick Box - guitar, vocals
Trevor Bolder - bass, vocals
Bernie Shaw - lead vocals
Phil Lanzon - keyboards, vocals
Russell Gilbrook - drums, vocals

 

Aðeins einn gítarleikarinn Mick Box er eftir frá gullaldartímabili sveitarinnar.

 

Deep PurpleDepp Purple þarf ekki að fara mörgum orðum yfir. Þeir sýndu það og sönnuðu í laugardalshöllinni síðast að þeir eru í fantaformi og betri hljómsveit af gamla skólanum er vart hægt að biðja um. Þeir gáfu út í fyrra stórfína plötu "Rapture of the deep" og verður eflaust eitthvað flutt af þeirri plötu í kvöld ásamt gömlum slögurum.

Þetta er síðasti lagalisti af tónleikum sem ég komst yfir sem þeir spiluðu á þessum túr-

Pictures of home
Things I never said
Into the Fire
Strange kind of Woman
Rapture of the Deep
Fireball
Wrong Man
Steve Morse solo and Well Dressed Guitar
When a Blind Man Cries
Don Airey solo
Lazy
The Battle Rages on
Don Airey solo
Perfect strangers
Space Truckin’
Highway Star
Smoke on the Water

Encore:
Hush with Ian Paice solo
Roger Glover solo
Black Night

 

Það er ekki víst að sami listi verði í kvöld en þetta ætti að gefa einhverja mynd af hvaða lög verða spiluð í kvöld,

 

Ég er allavega spenntur Wizard

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekkert græn af öfund hérna núna, meira svona eiturgræn - bara viku seinna og ég hefði komist líka!  

Vona bara að þú (og allir hinir) skemmtir þér konunglega og takir hressilega undir -  Deep Purple voru æðislegir síðast!!   

Guðrún Finnsd. (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 16:10

2 identicon

Skemmtu þér vel í kvöld, við hjónin fórum þegar þeir komu síðast (fengum þá auðvitað ekki Heep eins og var búið að lofa okkur), við skemmtum okkur frábærlega.
Sjáum hvaða íslenska slagara þeir eru búnir að stúdera í þetta skiptið.

Maja Solla (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 17:41

3 identicon

Oh hvað ég er fúl yfir því að komast ekki.  En ég hugga mig þó við það að hafa séð Deep Purple áður á tónleikum, það var æði!

Ragga (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband