Mínus tónleikar í kvöld

Mér sýnist vera komið gott plan á kvöldið. Fyrst dinner svo DVD kvöld. Síðan ætla ég og Grumpa að skella okkur á tónleika með Mínus á Grand Rokk. Hlakka til að sjá hvernig nýja skipanin á sveitinni kemur út. Ég er mjög ánægður með nýju plötuna og hlakka til að heyra lög af henni "live".

Annars eru þessir dagar undanfarið alveg ótrúlegir. Maður er farinn að halda að maður búi ekki lengur á Íslandi. Ég man satt að segja ekki eftir öðrum eins blíðveðrakafla. Fór í gönguferð um Elliðardalinn í dag með i-podd og bók og naut blíðunnar. Lagðist við ána og var næstum sofnaður við plötu með Tangerine Dream (Thief) í poddinum :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hljómar vel, góða skemmtun.

sammála með veðrið, sólarlönd hvað? 

Ragga (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 17:58

2 identicon

Þetta sumar hefur bara verið alveg frábært. Byrjaði seint, en kom svo bara með stæl.

Maja Solla (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband