Járnfrúin í London

Iron MaidenÉg keypti miða á tónleika með Iron Maiden í London í morgun Smile Það var forsala fyrir aðdáendaklúbbinn og ég náði miðum á besta stað í höllinni. Þetta verða risatónleikar. Þeir eru haldnir í Twinkingham höllnni í London og hún tekur hátt í 50 þúsund manns held ég.

 

Þeir kalla túrinn "Somewhere back in time" og er framhald af túrnum sem þeir spiluðu á hér heima. Þar fluttu þeir lög af fyrstu fjórum plötum sínum. Hér taka þeir næstu fjórar. Það eru þá væntanlega "Powerslave", "Somewhere in time", "Seventh son of a seventh son" og "No prayer for the dying". Mér finnst líklegt að þeir bæti "Fear of the dark" við því eftir þá plötu hætti Bruce Dickinson í sveitinni og tók við þá nýtt tímabil hjá Maiden.  En það kemur í ljós. Ég er allavega búinn að tryggja góða miða Smile

 

Tónleikarnir eru 5 júlí á næsta ári þannig að það er nægur tími til að hita upp Devil

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er einnig búinn að kaupa miða.

Setlistann fyrir kvöldið má finna í þessu viðtali við Rod Smallwood:

Rod Smallwood, Iron Maiden's Manager, further commented; "Following Bruce's various hints from on stage this last year about our plans for 2008 ("We are taking some time off to build some pyramids!"), fans have been pestering me for details of the tour and especially asking which songs from that era will be played. That may be as easy as a run in the hills but we will keep our aces close to our chest on this issue. I know it would only take a couple of minutes but at this stage of planning, I'd have to be clairvoyant to know what they will do. I'm sure though it will be no revelation for you that we intend to make up for those wasted years by visiting a large number of hallowed metal venues around the world. Historically 'Powerslave' was an incredibly important album for the band and it would be madness if we didn't give the fans a taste of the full on Iron Maiden show from that time. With our jumbo there really is no rime nor reason why the band cannot now visit fans almost everywhere as many have been real troopers to have waited this long. Heaven only knows what the band will choose but if l could and did tell you now l would have to shoot you! You'll all have to be patient and see. But it will be spectacular. No fear!!"  

Fear of the dark er ekki með og í fljótu bragði ekki 7th son heldur. En þetta er rosalegur setlisti.

Ég fór á Twinkingham í fyrra að sjá Rolling stones. Þá tók leikvangurinn 55 þúsund manns. Þá var setið á sjálfum vellinum. Nú verður staðið auk þess sem stærri hluti af stúkunni verður nothæfur fyrir áhorfendur. Það má því reikna með nokkrum þúsundum í viðbót á þessum tónleikum.

Þetta verður rosalegt! 

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 13:56

2 identicon

Nú öfunda ég þig smá.

Sá Stones á þessum sama stað, fínasta höll.

Góða skemmtun! 

Ragga (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 14:21

3 identicon

Gott ef ég er ekki að fara líka? Aðalsteinn?

Sjáumst hressir í Maiden bol Kiddi minn :)

Þráinn Árni Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 16:51

4 identicon

Heyrðu jú, þetta er klárt mál Þráb!

Búinn að redda þessu. 

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 17:41

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ja, hvur andsk... hvað ég er ánægður með kallinn. Þú hlýtur að skíta rokki og róli þessa dagana.

Annars eru menn að reyna að ljúga að mér að Maiden séu á leiðinni hingað skömmu eftir þessa tónleika. Ef rétt er verður það svakaball.

Sé þig á Nasa á laugardaginn.

Ingvar Valgeirsson, 28.11.2007 kl. 19:26

6 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Aðalsteinn: Þetta verður rosa konsert. Ég held við séum að sjá eitthvað það rosalegasta "Show" sem Maiden hefur sett upp. Það eru nóg af góðu efni frá þessum tíma og gaman að sjá þá flytja lög sem heyrist ekki alltaf á konsetum. Gaman að þú skulir vera að fara. Þurfum að hittast í London fyrir konsert og stilla saman rokkstrengi :-)

Ragga: Ég hef aldrei komið í þessa höll og það verður spennandi. Það hefur verið gaman að sjá Stones þarna :-)

Þráinn: Við sjáumst hressir í Maiden bol engin spurning. Ég var meira að segja að sérpanta áritaðann bol frá aðdáendaklúbbnum :-)

Ingvar: Sjáumst hressir á Nasa. Ég hef heyrt frá áræðalegum heimildum að þeð verði ekkert af Maiden tónleikum hér heima því miður!

Kristján Kristjánsson, 28.11.2007 kl. 23:49

7 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Viltu ekki bara flytja út....

Guðni Már Henningsson, 29.11.2007 kl. 12:39

8 identicon

Já við skulum endilega hittast fyrir gigg. Ég gæti t.d. sýnt þér hvar ég hitti Kerry King óvænt í sumar. Það var ekki ónýtt.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 21:48

9 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Líst vel á það

Kristján Kristjánsson, 30.11.2007 kl. 14:53

10 identicon

Eh...Kiddi.... Twickenham er "Wembley" þeirra krikettmanna, þ.e. ekki höll heldur krikkettvöllur. Rosalegur London-fílingur er allt í einu hlaupinn í þig....Rush, Heaven & Hell og núna Maiden (OK, næsta sumar!) Ég bendi á Glasgow :)

Siggi Sverris (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband