Ekki Ecco

Ég og spúsa mín fórum í kringluna á föstudag í verslunarleiðangur. Við ákváðum að kaupa okkur bæði skó og fórum í Ecco búðina þar sem við bæði kaupum oftast skó frá þeim. Þar fengum við ótrúlega lélega þjónustu. Konan spurði unga stúlku hvort hún ætti skó í fleiri litum. "Ef þeir eru ekki í hillunum eru þeir ekki til" svaraði stúlkan önuglega. Mín varð bylt við og spurði hvort þeir gætu kannski verið væntanlegir. "Nei ég er verslunarstjóri hér og ég panta inn þannig að ég ætti að vita það" sagði stúlkan og sneri uppá sig. Við litum á hvort annað með og hugsuðum bæði það sama. Hér verslum við ekki! Það má taka það fram að það var enginn pirringur eða dónaskapur hjá okkur. Við bara spurðum um hvort ákveðin vara væri til.

 

Við fórum svo í skóverslun við hliðina Skór.is og fengum þar liðlega og ljúfa þjónustu og keyptum okkur bæði skó.

 

Ég furða mig oft á því að verslanir sem selja sérhæfða vandaða vöru líkt og Ecco skuli ekki sjá hag í því að vera með gott starfsfólk. Það er engin afsökun fyrir starfsfólk að vera með pirring og dónaskap. Við hjúin höfum bæði verið verslunarstjórar í verslunum og þekkjum þetta inn og út og þessi stúlka ætti að hugsa sinn feril betur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þessi þjónutulund er að hverfa svo rosalega víða, því miður. Ég hefði líka labbað út.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.2.2008 kl. 20:07

2 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

En Ecco skór eru nú samt alveg fínir, það er að minnsta kosti mín reynsla. Reyndar svara ég nú ansi oft viðskiptavinum á þann veg sem að ofan greinir þ.e.a.s. að ef varan er ekki í hillunni þá er hún ekki til. En þetta á bara við um vöru sem ég veit að er ekki á lager. Oftar leita ég nú samt í hillunni. Ekki vil ég á nokkurn hátt verja ofangreinda framkomu enda veit ég vel að Kiddi og hans spúsa eru vandaðasta fólk sem til er. En í tilefni þessa bloggs er kannski rétt að ég fari að blogga um ókurteisa viðskiptavini því það er svo oft bloggað um ókurteisa starfsmenn. Til dæmis er gott að byrja á þeim mikla misskilningi að viðskiptavinurinn hafi alltaf rétt fyrir sér.

Gréta Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 17.2.2008 kl. 21:18

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Já já Grétar minn. Við vitum það sem höfum unnið í verslunum að það eru til kúnnar frá helvíti :-) En það afsakar ekki dónaskap gagnvart kúnnum að starfmaður sé eitthvað pirraður. Það er óskup einfalt af minni hendi ef ég fæ lélega þjónustu þá versla ég annarstaðar og pæli lítið meira í því. Ég ber líka mikla virðingu fyrir starfsfólki verslana því ég þekki það starf inn og út :-) Í þessu tilfelli fengum við lélega þjónustu og versluðum því ekki. Einfalt mál en hlítur að vera vont fyrir verslunina.

Kristján Kristjánsson, 17.2.2008 kl. 21:38

4 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Sammála, þessi afgreiðsludama og verslunarstjóri hefur alls ekki farið á sölunámskeið.  Ef þá hefur hún ekki actað á þennan hátt. 

Áslaug Sigurjónsdóttir, 17.2.2008 kl. 22:00

5 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Það skiptir heldur ekki alltaf öllu máli HVAÐ er sagt heldur HVERNIG. Viðmót þessarar konu var bara svo ægilega leiðinlegt, hrokafull, pirruð og gaf engar upplýsingar. Framboð á vörum er alveg nóg, maður þarf ekkert að taka við þessu. Við fengum frábæra þjónustu hjá Skór.is við hliðina og ég keypti voða fína strigaskó fyrir New York þrammið :)

Thelma Ásdísardóttir, 18.2.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband