Músíktilraunir fjórða kvöld

Þá er fjórða undankvöld Músíktilrauna lokið og að sjálfsögðu tvær sveitir áfram í úrslit á laugardag. Það er geysilega mikill fjölbreytni í tónlistinni í ár og er það vel. Það var poppsveit og þjóðlagasveit með Balklenskum áhrifum sem komust áfram. Annað kvöld lýkur svo undankvöldunum og útlit fyrir skemmtilegt og spennandi úrslitakvöld í Listasafninu á laugardag Smile

 blaeti

Nafn:Blæti
Sveitarfélag:Reykjavík og Mosfellsbær
MySpace: 
Nöfn og aldur:

Borgþór Jónsson - 18 ár - Bassi
Matthías Ingiberg Sigurðsson - 18 ár - Klarinett
Óskar Kjartansson - 18 ár - Trommur
Þórður Sigurðsson - 18 ár - Hljómborð og Harmónikka

Um bandið:Við spilum mjög skemmtilega blöndu af jazz, balkan þjóðlagatónlist, einfaldar laglínur eða mjög flóknar = eitthvað sem heyrist bara hjá okkur. Allir meðlimir Blæti eru mjög færir hljóðfæraleikarar og eigum við því fyllilega skilið að vinna Músíktilraunir. Við byrjuðum saman í hljómsveit fyrir aðeins meira en ári síðan og höfum æft vel allan tímann síðan þá. Upptakan sem fylgir er aðeins minna en árs gömul og má taka fram að okkur hefur farið mikið fram sem hljómsveit síðan hún var tekin, þó hún sé alls ekki slæm.
Sýnishorn:

Litli strumpur (mp3)

 

 

Nafn:Happy Funeral
Sveitarfélag:Reykjavík
MySpace: 
Nöfn og aldur:

Dagur Sigurðsson - Söngur og gítar
Sindri Snær - gítar
Fanney Ósk - söngur
Egill Karlsson - hljómborð
Arnar Ástvaldsson - bassi
Gunnar Gunnarsson - slagverk

Um bandið:Við erum búin að vera starfandi í hálft ár c.a. tónlistar stíllinn er svona ljúf tónlist með smá fjöri einstaka sinnum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband