Dylan Morðingjar og fleira skemmtilegt

Það er búið að vera mikið að gera undanfarið og ekki mikill bloggandi yfir undirrituðum Smile Fullt skemmtilegt að gerast. Átti yndislega páskahelgi með fjölskyldunni og náði að kúpla mig algerlega út úr hinu daglega amstri. Átti góðan tíma á Eyrarbakka þar sem ég kem allt of sjaldan.

Er búinn að kaupa miða á Dylan. Þó ég sé ekki ánægður með staðsetninguna er ekki hægt að sleppa tónleikum með meistaranum.

Er kominn með frábæra plötu með Morðingjunum sem mig hlakkar til að heyra hvernig venst.

Fæ mér miða á Fogerty eftir helgi. Tími ekki 10.900 í stúku þannig ég læt gólfið nægja þar. Ég var að skoða lagalista hjá kallinum sem hann flytur í þessari tónleikaferð og fékk í magann hve mörg frábær lög eru á tónleikaskránni. Sleppi Clapton að sinni. Hann er að spila í London á sama tíma og ég er úti í sumar. The Police reyndar líka þannig að ég næ alveg fullt af "gömlum" tónlistarmönnum í sumar Smile

Mér finnst stundum skondið þegar er verið að gera grín af "gömlum" tónlistarmönnum. Það er góðir og lélegir tónlistarmenn á öllum aldri. Ef að fólk líkar ekki tónlistin skiptir litlu máli hvort listamenn séu ungir eða gamlir Wink

 Það er svo ferming um helgina og næsta helgi er bæði skruddufundur og afmæli hjá elskunni minni. 

 

Lífið er gott Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég á enn eftir að næla mér í Morðingjana en mig dauðlangar að kíkja á plötuna, fíla þá. Náði mér í miða á Dylan, get ekki látið hann framhjá mér fara en ég sleppi Clapton og Fogerty í þetta skiptið.

Ragga (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 16:47

2 Smámynd: Eyþór Árnason

Búinn að kaupa miða á Clapton. Er enn að hugsa um Dylan. Og það er rétt hjá þér þetta með aldurinn...

Eyþór Árnason, 29.3.2008 kl. 17:15

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll Kiddi!

Nei, tónlist hefur nákvæmlega ekkert með aldur að gera eða öfugt!

Þú ert til dæmis nýbúin að sjá Magic Slim, hann er nú eldri en þeir allir Clapton, Dylan og Fogerty, en ekki vantaði nú fjörið hjá þeim manni!

En eins og bubbi og fleiri hafa bent á með Clapton, þá er hann ekki alveg nógu spennandi fyrir mjög marga, dagskráin með þessu "besta" ekki alveg nógu aðlaðandi.

Fogerty ættu allir að fara á.

Magnús Geir Guðmundsson, 29.3.2008 kl. 23:55

4 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Það er bara dásamlegt að fá alla þessa meistara hingað...hugsið ykkur forréttindin að fá að lifa á sama tíma og Dylan?????Og að geta séð hann tvisvar á Íslandi. Ég var rétt í þessu að fá bootlegg með konsertinum sem hann hélt í laugardalshöll 1990.

Guðni Már Henningsson, 30.3.2008 kl. 01:00

5 identicon

Ég er hrifinn af nýju Morðingjaplötunni, hressandi gripur.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 21:03

6 Smámynd: Grumpa

að skoða listann yfir þess annars ágætu tónlistarmenn sem ætla að koma hingað í sumar er svolítið eins og að skoða handritalistann í Árnastofnun....

...en ætli ég skelli mér ekki samt á Whitesnake

Grumpa, 30.3.2008 kl. 21:27

7 identicon

Ég sá Fogerty síðasta sumar. Kallinn er í hörkuformi. Klárlega peninganna virði.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband