Setið við ána

seti_vi_elli_ara_1.jpgÉg settist við Elliðarána í kvöld eftir langan göngutúr í blíðunni. Það er yndislegt að sitja í náttúrunni og hugsa um lífið og tilveruna. Ég er smá sorgmæddur vegna þess að köttur elskunnar minnar dó óvænt í dag. Mér þótti líka óendanlega vænt um hann. En hann átti gott líf og dauðinn er auðvitað hluti af lífinu. Hann var yndislegur karakter og verður saknað.

 

En mér var líka í huga þakklæti og auðmýkt yfir hve yndislega kærustu ég á. Æðislega fjölskyldu og frábæra vini. Þetta eru þeir hlutir sem skipta öllu máli í tilverunni. Þetta fallega veður í dag minnir líka á hve heppin við erum að búa ekki við stríð eða örbyggð. Mér finnst oft skorta að við getum sett okkur í spor þeirra sem minna mega sín. Við megum ekki vera það sjálfhverf að gleyma náunganum.

 

Gleðilegt sumar elsku vinir Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gleðilegt sumar til þín líka Kiddi :)  þetta var frábær dagur.

Óskar Þorkelsson, 14.5.2008 kl. 22:19

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er ótrúlega sárt að missa dýrið sitt, man þegar ein kisan mín dó árið 2000 ég grét í marga daga.   Falleg skrif hjá þér, maður getur verið ótrúlega heppin með ástina og þá verður maður að muna það og vera þakklátur. 

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 22:32

3 Smámynd: Gulli litli

Mundu bara ad bestu hlutirnir í lífinu eru ekki hlutir.........gledilegt sumar.

Gulli litli, 15.5.2008 kl. 01:19

4 identicon

Gleðilegt sumar Kiddi... falleg og sönn færsla.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 15:19

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Já, gleðilegt sumar, gamli. Leiðinlegt með köttinn, en samt ertu fullur af gleði - sem er sjaldséð hjá annars nöldrandi bloggheimi.

Hardegott.

Ingvar Valgeirsson, 15.5.2008 kl. 19:07

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Samhryggist ykkur vegna kisa, við hér á heimilinu syrgjum nokkra góða karaktera sem hafa búið með okkur um lengri eða skemmri tíma. Samgleðst yfir öllu hinu ;-)

Gleðilegt sumar og eflaust farið þið að rifja upp góða tíma með kisa fljótlega.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.5.2008 kl. 19:45

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gleðilegt sumar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.5.2008 kl. 16:23

8 Smámynd: Þráinn Árni Baldvinsson

Gleðilegt sumar félagi!

Þráinn Árni Baldvinsson, 16.5.2008 kl. 20:37

9 Smámynd: Grumpa

Bíddu, datt kattarkvikindið út um gluggann eina ferðina enn ?!

Grumpa, 19.5.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband