Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Goran Bregovic

Rosalega erum við Íslendingar heppin að eiga svona æðislegt menningarlíf :-) Ég held við gerum okkur oft ekki grein fyrir því hvað það er fjölbreitt miðað við að við erum 300 þús manna þjóð :-)

Ein af þeim fjölmörgu viðburðum í vor sem mig hlakkar ekkert smá til að sjá eru tónleikar með Goran Bregovic í laugardalshöll þann 19 mai næstkomandi. Ég er einmitt að hlusta á plötuna "Arizona dream" meðan ég skrifa þetta og ég man vel eftir tónleikum með Emir Kusturica í höllinni fyrir nokkrum árum með "The No Smoking band" sem voru æðislegir. Ég dillaði mér í viku á eftir. Bregovic gerði tónlistina við myndina hans "Underground".

Á vef listahátíðar má sjá brot af tónleikum með Bregovic www.listahatid.is

Hann er með stórhljómsveit að þessu sinni og ætlar að flytja lög úr brúðkaupum og jarðarförum. Það kom út plata með því nafni árið 2002 sem var frábær og reikna ég með að hann flytji efni af þeirri plötu. Hér má sjá lista yfir plötur sem hann hefur gefið út.

http://www.google.com/musica?aid=DQi4_26kciO&sa=X&oi=music&ct=result

Tónleikanir verða hápunktur Vorblóts hátíðar sem er á vegum Listahátíðar :-)

Hér má lesar nánar um hljómsveitina á heimasíðu Bregovic

http://www.goranbregovic.co.yu/biography-england.htm


Monsters of rock 1983

Fyrsta tónleikaferðin erlendis er að sjálfsögðu minnisstæð. Við fórum nokkrir vinir með ms Eddu árið 1983 sem var farþegaskip sem ferðaðist frá Reykjavík til Newcastle í Englandi. Það var hreint æfintýraleg ferð. Í för voru m.a. Eiríkur Hauksson, Siggi Sverris og Pétur heitinn Kristjánsson. Ferðlagið með Eddunni var æfintýralegt og þar kynntist ég fólki sem er enn þann dag í dag með mínum bestu vinum.

En skipið kom of seint til Newcastle og það var ljóst að við mundum koma of seint á tónleikana og við misstum af fyrstu tveimur hljómsveitunum sem voru Diamond Head og Dio. Ég var grútspældur að missa af Dio sem var ein af aðalástæðunum fyrir ferðinni. En það gleymdist fljótt. Twisted Sisters voru á sviði þegar við mættum en ég man lítið eftir þeim tónleikum nema ég man að söngvarinn sagði mjög oft f**k :-)

En þegar ZZ Top steig á svið og ég sá mína fyrstu alvöru hljómsveit á sviði gleymdist öll svekkelsi. ZZ Top var á hápunkti ferisins og fluttu öll þekktustu lögin "Sharp dressed man" "Gimme all your loving" og mættu með kaggann sinn á sviðið :-)

Meatloaf kom svo og þótt ég hafi ekki verið mikill aðdáandi skemmti ég mér þrælvel. Fannst ótrúlegt hvernig maðurinn gat hlunkast þetta um allt svið :-)

Svo kom hápunkturinn. Whitesnake mættu og gerðu mig að þungarokkara fyrir lífstíð :-) Sviðið, ljósið, hljóðkerfið, flugeldarnir voru algerlega ný upplifun fyrir mig og þessum tónleikum mun ég aldrei gleyma :-) Ekki skrýtið að maður sé tónleikafíkill eftir svona upplifun og fyrstu tónleikarnir eru að sjálfsögðu í miklum ljóma í minningunni.

Svo fór hluti af hópnum til London og þar var ég svo frægur að sjá Black Sabbath á sviði með Ian Gillan sem stoppaði stutt við í hljómsveitinni. Þeir voru með hið fræga "Stonehenge" svið sem allir þekkja sem hafa séð Spinal Tap kvikmyndina :-) Einnig sjá ég hljómsveitina Marillion sem þó var ekki orðin þekkt á þessum tíma.

Heimferðin með Eddunni var svo skrautleg því það bilaði stöðugleikakerfi skipsins og það var brjálað veður alla ferðina og allir voru hrikalega sjóveikir nema ég :-)


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Tillitsleysi

Ættingi minn, gömul kona, hefur aldrei getað hugsað sér að nýta sér mataraðstoð sem hefur verið í boði. Henni finnst hún vera að betla og stoltsins vegna hefur hún aldrei gert það þó oft hafi verið hart í búi. Í vikunni ákvað hún að prófa þetta þar sem var óvenju erfitt hjá henni. En það var lífsreynsla sem hún ætlar aldrei að lenda í aftur. Fyrst þurfti hún að hýrast í biðröð í heillangann tíma og leið eins og betlara að eigin sögn. Svo birtist mynd af henni og fleirum á forsíðu DV. Hún grét næstum af skömm.

Fólk er stolt og vill ekki auglýsa neyð sína og það er ótrúlegt virðingarleysi og tillitsleysi sem við sýnum fólki finnst mér. Við stærum okkur af því að búa í velferðarþjóðfélagi en getum ekki gert vel við aldraða og öryrkja og þurfum að láta þeim líða eins og þeir séu baggar á okkar þjóðfélagi. Fjölmiðlar bæta svo á skömmina með því að nota neyð fólks til að selja blöð og taka ekkert tillit til þess að bak við fréttirnar eru fólk sem finnur til.

Síðan rétt fyrir kosningar rjúka stjórnmálamenn til og segjast vilja gera allt fyrir gamalt fólk og öryrkja og eru síðan búin að gleyma loforðum 5 mínútum eftir kosningar.


Úps!

Þar fór ferillinn Grin
mbl.is Bloggið gæti spillt fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvikmyndatilvitnun dagsins

Ég vil minna aftur á "Kvikmyndatilvitnun dagsins" sem ég uppfæri daglega mér og vonandi fleirum til skemmtunar :-)

Tilvitnun dagsins er ein af mínum uppáhalds setningum. Hver man ekki eftir Marlon Brando í aftursætinu á bílnum þegar hann sagði við bróður sinn:

You don't understand! I could've had class. I could've been a contender. I could've been somebody, instead of a bum, which is what I am.

:-) :-) :-)


Niðurrif ekki uppbygging

Ég hafði kosið R-listann alla tíð en kaus ekki Samfylkinguna í síðustu borgarjórnarkosningum vegna niðurrifsstefnu þeirra í gamla miðbænum. Þess vegna kemur það mér ekki á óvart að þeir standa með nýjum meirihluta að áframhaldandi niðurrifsstefnu. Þetta verður óbætanlegt tjón á götumynd gamla miðbæjarins og líklegast mesta skemmdarverk sem hefur verið framinn í sögu miðbæjarins. Svo eru þeir að reyna sannfæra mann að þeir séu "umhverfisvænn" flokkur. Það er hægt að bæta miðbæjinn án þess að rífa þessi fallegu hús. Það vantar einfaldlega hugmyndaflug og virðingu fyrir sögu borgarinnar hjá þessu fólki.


mbl.is Leggjast gegn niðurrifi húsa við Laugaveg og Vatnsstíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrktartónleikar í Fríkirkjunni í kvöld

Í kvöld eru styrktar og minningartónleikar í Fríkirkjunni.

Þar koma fram Múm, Pétur Ben og Ólöf Arnalds.

Allur ágóði fer til krabbameinsfélagsins Ljósið.

Tónleikarnir eru haldnir í minningu Margrétar Jónsdóttir.

Miðinn kostar 1200 kr og fást í 12 tónum og einhverjum útibúum Glitnis.

Gott tækifæri til að eiga ljúfa kvöldstund og styrkja gott málefni.

Nánari upplýsingar

http://www.myspace.com/ljoslifandi


Spennandi úrslit

Það verða spennandi úrslit á Músíktilraunum á laugardaginn. Tilraunirnar hefjast kl 17 sem er fyrr en vanalega og eru haldin í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu.

 

Hljómsveitir sem fram koma eru SkyReports, Shogun, Spooky Jetson, Magnyl, <3 Svanhvít!, Loobyloo, Gordon Riots, The Custom, The Portals, Hip Razical og Soðin Skinka. 

 

Hlakka til Wizard

 


mbl.is Úrslit Músíktilrauna 2007 á laugardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flensan

Ég lagðist í flensuna í dag. Damn ég var að vona að ég mundi sleppa. Það eru flestir í kringum mig búnir að liggja undanfarnar vikur og ég hélt ég væri sloppinn. Jæja ekkert við því að gera og ég hef notað daginn í að liggja fyrir og horft á gamlar Sherlock Holmes myndir :-) Náði að koma nokkrum aðkallandi málum í vinnunni frá enda hægt að gera orðið flest heiman frá sér. Þökk sé internetinu :-)

Enn og aftur kom í ljós kreddu hugsunarháttur löggjafans og dómstóla í dag í máli stelpunnar sem var mynduð án hennar vitnenskju og túlkun á því hvort athæfið hafi verið "lostafullt" eða ekki. Niðurlæging er misnotkun hvað sem menn vilja svo kalla þetta og ef fólk sér ekkert athugavert við þetta þá er eitthvað að hjá fólki. Það er nákvæmlega ekkert sem réttlætir þetta mál. Eitt komment sem ég sá einhverstaðar var að maðurinn mátti alveg mynda hana þar sem hún var á hans heimili. Er þá í lagi að misnota fólk þegar það er inná heimilnu þínu? Púff hvað fólk getur verið bilað!

Örn sagði svo í kommenti hér fyrir neðan að lögin væru alveg skýr. Þetta er löglegt! Það eru bara feministar og svoleiðis lið sem sjá það ekki! Úff stundum heldur maður að maður búi ekki á sömu plánetu.

Svo eru mjög áhugaverðar umræður um heimilslausa og heimilisofbeldi á síðunni hjá Thelmu (Sjá bloggvini til hliðar) Mjög þörf umræða.

Það er ágætis greinar um þessi mál líka á bloggi Ágúst Ólafar og Árna Þórs sem vert er að kíkja á. Það veitir greinilega ekki af að fara setja þessi mál í forgrunn. Þessi mál eru í algerum ólestri. Held líka að það þurfi hugarfarsbreytingu hjá mörgum og upplýsta umræðu um þessi mál.

Jæja heilinn á mér er steiktur :-) Best að leggjast aftur í bælið :-)


Ekki misnotkun?

Ég er ansi hræddur um að dómstólar séu ekki alveg með á nótunum ef þeir telja þetta ekki misnotkun! Ég skil ekki alveg þessa röksemdarfærslu!
mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir að taka mynd af naktri konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband