Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Ég vil vera stelpan hans Bobby's

 Ég verð að birta þennann snilldar texta fyrir vinkonur mínar. Þessi texti var saminn 1962 held ég og sem betur fer erum við eitthvað komin lengra í jafnréttisbaráttunni þó langt sé í land. 

Söngkonan sem flutti þetta lag heitir Susan Maugham og ég veit ekkert um hana Smile

 Bobby's girl

Njótið Grin

 

I wanna be Bobby's girl
I wanna be Bobby's girl
That's the most important thing to me-ee
And if I was Bobby's girl
If I was Bobby's girl
What a grateful, thankful girl I'd be

When people ask of me
What would you like to be
Now that your not a kid anymore-ore
(You're not a kid anymore)
I know just what to say
I answer right away
There's just one thing I've been wishin' for-or

I wanna be Bobby's girl
I wanna be Bobby's girl
That's the most important thing to me-ee
And if I was Bobby's girl
If I was Bobby's girl
What a grateful, thankful girl I'd be

Each day I stay at home
Hopin' that he will phone
But I think Bobby has someone e-else
(You're not a kid anymore)
Still in my heart I pray
There soon will come a day
When I will have him all to myse-elf

I wanna be Bobby's girl
I wanna be Bobby's girl
That's the most important thing to me-ee
And if I was Bobby's girl
If I was Bobby's girl
What a grateful, thankful girl I'd be
What a grateful, thankful girl I'd be-ee

 

Ha ha ha Hallærislegt?????? 

 


Nouvelle Vague

300px-NouvellevaguebandÆtla á tónleika í Hafnarhúsinu í kvöld og sjá Nouvelle Vague Smile Verð væntanlega að selja einhverja diska líka Wink Veit lítið reyndar hvernig Nouvelle eru á tónleikum en mér finnst plöturnar þeirra mjög skemmtilegar. Taka þekkt 80's popplög og flytja þau í "Lounge" útsetningum Smile

Ef ég væri ekki þar hefði ég farið á Nasa þar sem Ólöf Arnalds, Pétur Ben og Lay Low eru að spila í kvöld. 

 

Svo verður vinna á morgun. Endalaus vinna þessa dagana en það er allt í lagi það er svo gaman hjá okkur Happy Hlakka samt til sunnudagsins þá ætla ég að liggja heilalaus og horfa á einhverjar góðar myndir og hlusta á góða tónlist, liggja í heitum potti og hafa það ótrúlega næs Sleeping

 Góða helgi Smile

 


Smekkleysa Plötubúð flytur

Smekkleysa plötubúð, Gallerí Humar eða frægð og Elvis opna á nýjum stað á laugardaginn næstkomandi. Þeir hafa verið staðsettir á Klapparstíg undanfarið en flytja uppá laugaveg 28. Þar verður opnað Magasín þar sem saman eru Spúttnikk, Rokk og rósir, Smekkleysa plötubúð, Gallerí Humar eða frægð og Elvis. Plötubúðin verður í plássinu þar sem Ósama bolaverslunin var. Það verður aðstaða fyrir tónleika í magasíninu og væntanlega góð stemming :-)

Mér líst vel á þetta fyrirkomulag að hafa þessar búðir saman og innangengt á milli þeirra. Hver búð hefur að sjálfsögðu sitt svæði en það eykur á fjölbreytnina að hafa þær allar saman. Þetta svæði á laugavegnum er líka að verða ansi skemmtilegt. Flóran af litlum verslunum og stórum, fullt af góðum veitingastöðum og kaffihúsum. Skólavörðustígurinn orðinn æðislegur líka :-)

Miðbærinn rúlar! :-) :-) :-)


Motorhead

Við félagarnir horfum á tónleika með Motorhead síðasta laugardagskvöld og aftur mundi maður hvað þetta er frábær sveit :-) Kynningin hjá Lemmy segir allt "Hello we're Motorhead and we're rock n'roll". Ekki spillti fyrir að ég fékk uppáhaldslagið mitt "Killed by death" sem þeir fluttu á sinn óaðfinnanlega hátt :-)

Textinn í "Killed by death" er náttúrlega ekkert nema snilldin ein-

If you squeeze my lizard
I´ll put my snake on you
I´m a romantic adventure
And I´m a reptile too

CHORUS:
But it don´t make no difference
´cos I ain´t gonna be, easy, easy
the only time I´m easy´s when I´m
Killed by death
Killed by death
Killed by death
Killed by death

I´m a lone wolf ligger
But I ain´t no pretty boy
I´m a backbone shiver
and I´m a bundle of joy

CHORUS

But it don´t make no difference
´cos I ain´t gonna be, easy, easy
the only time I´m easy´s when I´m
Killed by death
Killed by death
Killed by death
Killed by death

Killed by death
Killed by death
Killed by death
Killed by death

Ég meina er nokkuð hægt að vera dýpri en þetta? :-) ;-) ;-) ;-)


Almennings samgöngur ekki í forgangi borgarinnar

Ég hélt satt að segja að ný borgaryfirvöld ætluðu að reyna fá fólk til að minnka notkun einkabílsins og reyna að fá fólk til að ferðast meira með strætó. Hugmyndir um að skólafólk fengi ókeypis í strætó komu fram og ég var að vona að næsta skref væri að reyna bæta lélegt strætókerfi og gera ferðalög með strætó meira aðlaðandi. En nei nei, nú á að skerða þjónustuna enn meira og síðan kannski í haust auka aftur tíðni á "vinsælustu leiðunum". Af hverju gengur borgin ekki bara alla leið og hættir að reka almennings samgöngur fyrst þeir treysta sér ekki til þess? Af hverju er Reykjavík eina stórborgin í heiminum sem á ekki alvöru almennings samgöngur?

Of dýrt segja sjálfstæðismenn. Hversu dýrt er það fyrir borgina að bílaumferð eykst enn meir? Er virkilega enginn sem hægt er að ráða til að reyna finna leiðir til að laga þetta. Eða er kannski enginn áhugi fyrir hendi. Ég er farinn að hallast að því!

Tóm strætóskýli verða alveg jafn tóm þó borgin gefi þeim öllum nöfn.


mbl.is Deilt um fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún bankar uppá

Móðir mín er alveg í skýjunum. Ingibjörg Sólrún bankaði uppá heima hjá henni áðan og gaf henni rauða rós og uppskrift af lambalæri ásamt kosningarbæklingi að sjálfsögðu. Veit ekki hvort hún ætli að kjósa Samfylkinguna útá þetta en það gæti haft áhrif. Mér finnst þetta snilldar uppákoma hjá ISG og hún á örugglega eftir að safna atkvæðum útá þetta :-)


Heyr Heyr Vilhjálmur

Ég er einstaklega ánægður með afstöðu Vilhjálms til uppbyggingar á húsunum með upprunanlegu götumynd í huga. Ég verð að segja að ég undrast mjög afstöðu margra sem hafa tjáð sig að það ætti að byggja einhver háhýsi þarna. Ég bara skil ekki af hverju fólk vill ekki láta söguleg hús standa og að borgin hafi karakter sögunnar. Er ekki nóg af nýjum hverfum þar sem háhýsi geta risið?

Vilhjálmur bendir réttilega á að þetta hefur verið gert með góðum árangri við Vonarstræti sem er hárrétt. Haldið þið að það hafi ekki verið fallegt að hafa þar eitt stykki Moggahöll eins og er við Aðalstræti?

Velkomin til reykjavíkur kæru túristar. Hér er elsta hús okkar í miðbænum. Það var byggt 2010 eftir að við náðum að rífa alla þessa kumbalda sem voru að skemma borgina okkar frá síðustu tveim öldum! Æðisleg framtíðarsýn!


mbl.is Reykjavíkurborg vill kaupa hús sem urðu eldi að bráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2 Góðar

Það eru 2 sérstakalega góðar plötur sem hafa verið mikið í spilararnum hjá mér þessa vikuna.

Það eru frekar ólíkar plötur. Önnur er með hljómsveitinni CocoRosie og heitir "The Adventures of Ghosthorse and Stillborn". Þessi plata kom út fyrir stuttu og spái ég henni sem einni af plötum ársins. Það er Valgeir í Gróðurhúsinu sem er upptökustjóri plötunnar og nær mjög flottum ferskum hljóm í plötuna. Platan er mjög fjölbreitt, samblanda af indí popptónlist með smá krútt ívafi. Flottar ballöður, skemmtilegt popp"beat" og frumlegar lagasmíðar eru aðall þessarar eðalskífu.

Hin platan er svo með tónlistarmanninum ódauðlega Richard Thompson sem gerði garðinn frægann m.a. með þjóðlagasveitinni Fairport Convention. Platan kemur að vísu ekki út fyrr en í næsta mánuði en mér barst kynningareintak af henni í vikunni og ég kolféll. Ég hef ekki mikið verið að fylgjast með ferli Thompson undanfarin ár en ef þetta er eitthvað líkt því sem hann hefur verið að gera hef ég greinilega misst af miklu. Platan er mjög grípandi og einsaklega vel spiluð. Gítarhljómurinn er frábær og hef ég ekki heyrt jafn flott gítarspil mjög lengi. Samt án þess að vera sýna sig neitt. Fellur algerlega inní laglínur. Þoli ekki þegar gítarleikarar eru að spila "heyrðu hvað ég er góður lagið" Platan heitir "Sweet Warrior".

:-)


Hljómar kunnulega

Þetta minnir mig pínu á ákveðna auðkylfinga á Norðurhveli jarðar SmileGrinWinkSmile

 

 


mbl.is Rússneskur auðjöfur greiðir JLo 130 milljónir króna fyrir tónleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varadekkið

Ég man það vel í síðustu alþingiskosningum fyrir 4 árum þegar Framsókn vann "Varnarsigur" og hélt áfram samstarfi sínu við Sjálfstæðismenn. Þá var því spáð að Framsókn yrði rústir einar eftir kjörtímabilið. Samkvæmt skoðannakönnunum virðist það vera að gerast. Því má ekki gleyma samt að Framsókn mælist oft minni í könnunum en kosningum. Síðan gerist það í borgarstjórnakosningum í reykjavík fyrir stuttu að Framsókn með örfylgi fer í stjórn með Sjálfstæðisflokki. Það er endanlega búið að festa Framsókn sem varahjól undir Sjálfstæðisfokki í hugum flestra kjósenda. Það er illa komið fyrir þessum aldagamla flokki sem má muna fífil sinn fegurri. 
mbl.is Guðni: Sjálfstæðisflokkurinn virðist stikkfrí í umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband