Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Oumou Sangare

Það er skammt viðburða á milli þessa dagana og næsti atburður á dagskrá hjá mér eru tónleikar Oumou Sangare á Nasa næsta fimmtudag.

 

Hér er kynning á Oumou frá Hr. Örlygi. 

 Oumou 2

Oumou er oft kölluð „Söngfugl Wassoulou tónlistarinnar“, en svo nefnist hin suður-Malíska tónlistarstefna sem hún hefur gert að sinni eigin. 

Malí hefur löngum skipað sérstakan sess hjá unnendum heimstónlistar. Það mikla og metnaðarfulla tónlistarlíf sem þar er að finna byggir á ríkri, aldagamalli hefð landsins í bland við alþjóðlegar stefnur og strauma svo úr verður seiðandi blanda sem erfitt er að standast, líkt og þeir sem á hafa hlýtt geta vitnað um. Og í gróskumiklu landslagi Malískrar tónlistar stendur Oumou Sangaré uppúr eins og tindur, enda helsta söngstjarna landsins allt frá því hún gaf út sína fyrstu skífu, Moussolou („Konur“), árið 1990, aðeins 21 ára að aldri. Oumou er oft kölluð „Söngfugl Wassoulou tónlistarinnar“, en svo nefnist hin suður-Malíska tónlistarstefna sem hún hefur gert að sinni eigin. 

Frá upphafi ferils síns hefur Oumou barist ötullega fyrir því að bæta stöðu kvenna í Malí, sem og þeirra sem minna mega sín um allan heim; hafa sumir söngtextar hennar því verið umdeildir í hinu oft-íhaldssama samfélagi Malíbúa. Umfjöllunarefni á borð við kynlífsnautnir kvenna og kröfu þeirra  til sjálfstæðis og menntunar hafa ekki alltaf fallið í ljúfan jarðveg hjá öldungum landsins. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að hún er ein virtasta og vinsælasta söngkona landsins og einn helsti fulltrúi þess að alþjóðavettvangi heimstónlistarinnar, en breiðskífurnar Ko Sira (1993) og Worotan (1996) auk safnskífunnar Oumou (2004) komu allar út hjá hinu virta plötufyrirtæki World Circuit og hlutu einróma lof gagnrýnenda allra þjóða. Hún hefur og farið vel heppnaðar tónleikaferðir um heiminn með listamönnum á borð við Femi Kuti, Baaba Maal og Boukman Ekseryans. Það er Hr. Örlygi sérstök ánægja að standa fyrir komu þessarar frábæru listakonu á Vorblót 2007. 

Oumou Sangaré kemur fram í Nasa við Austurvöll, þann 17. maí. Tónleikar hefjast kl. 20:00

Oumou Sangaré heimasíða: www.worldcircuit.co.uk/#Oumou_Sangare::Biography
Oumou Sangaré á Wikipedia: www.en.wikipedia.org/wiki/Sangare

 

Ég held þetta verði frábærir tónleikar. Ég hef hlustað á diska með Oumou og þeir eru mjög góðir.

 


Skruddufundur í kvöld

Jæja þá er komið að næsta fundi hjá bóka og menningarklúbbnum Skruddunum í kvöld. Einhvernveginn grunar mig að kosningaúrslitin eigi eftir að hafa hug allra í kvöld en kannski komumust við að til að ræða bók mánaðarins sem var Zorró eftir Isabel Allende. Ég á auðvitað von á að allir verði búnir að lesa hana spjaldanna á milli Wink

 

 Annars ætla ég að vera á tónleikum í Þjóðleikhúsinu í dag þar sem Áshildur Haralds flautuleikari og fleiri flytja verk eftir Atla Heimi Sveins. 

 

Sjáumst hress í kvöld kæru Skruddufélagar Smile

 


Fáar konur á þingi

Það hefur ekki batnað mikið kynjaskiftingin á þingi.

 

Skoðum Skiftinguna

Framsókn 7 þingmenn 5 karlar 2 konur

Sjálfstæðisflokkur 25 þingmenn 17 karlar 8 konur

Frjálslyndir 4 þingmenn 4 karlar 0 konur

Samfylking 18 þingmenn 12 karlar 6 konur

Vinstri Græn 9 þingmenn 5 karlar 4 konur

 

Þetta gera 43 karlar og 20 konur  

 

Samt einni konu fleiri en á síðasta kjörtímabili skilst mér.

 

 

 


mbl.is 24 nýir þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konono í kvöld :-)

Það verður örugglega frábær stemming í Hafnarhúsinu í kvöld þar sem hljómsveitin Konono n 1 frá Kongó er að spila. Þetta er akkúrat rétta stemmingin finnst mér. Fyrsti alvöru sumarstemmingsdagurinn í bænum í dag. Það var æðislegt að labba í sólinni það stutta sem maður náði í dag. Það var brjálað í vinnunni þannig maður náði ekki alveg að njóta dagsins. Vonandi verður svona veður á morgun. Þá fer maður snemma að kjósa og síðan í bæjinn Smile 

 

Ég ætla að sofa á því í nótt hvort ég kjósi VG eða Samfó. Það verður annað hvort. Ég er farinn að hallast örlítið meira að Samfó síðustu daga en kemur í ljós á morgun Smile

 

Það verður allavega afríkönsk stemming hjá undirrituðum í kvöld Wizard

 

 


Spakmæli dagsins

Spakmæli dagsins eru úr Njálssögu og er tileinkað öllum stjórnmálamönnum landsins.

 

Úr Njálssögu:
Segið aldrei meira en þið getið staðið við.

 

LoLLoLLoL

 

Gangi öllum vel á lokasprettinum. Við fáum að gefa okkar dóm á laugardaginn Wink

 

 


Dýr landskynning?

line_up_londonFinnst stjórnmálamönnum 15 milljónir dýr landskynning? Það er áætlað að um 2 milljarðar horfi á tónleikana. Hve miklum tekjum hefði þetta getað skilað á ferðamönnum sem kæmu til landsins vegna tónleikanna. Mér finnst þetta ekki gott mál. Vonandi verða ný stjórnvöld skilingsríkari á að við lifum í alþjóðlegu umhverfi og ættum að nota öll góð tækifæri til að kynna ísland á jákvæðann hátt. Var þetta kannski út af því að þetta er umhverfisátakstengt verkefni? Maður hlítur að spyja sig?

 

Myndin sem er hér til hliðar er frá Live Earth tónleikunum í London. 


mbl.is Hætt við Live Earthtónleika í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarauðurinn okkar

Jakobinarina 2Hér er enn eitt dæmið um hvað við Íslendingar erum ríkir á hugviti og hvar þjóðarauður okkar liggur. Af hverju gengur stjórnvöldum svo illa að skilja hve mikilvægur listageirinn er og hve mikil verðmæti liggja í listsköpun og útflutningi á tónlist og fleiri listgreinum? Það er búið að plægja akurinn. Björk, Sigur Rós. Nú berast fréttir af velgengni Garðar Cortes sem dæmi.

 

Á sama tíma berast fréttir að Geir Haarde hafi hafnað boði um að styrkja stórtónleika væntanlega vegna hræðslu um að boðskapurinn vekji athygli á umhverfisvernd Íslendinga sem ekki er til fyrirmyndar þessa dagana. 

 

Fyrirtæki eru farin að fatta þetta og styrkja orðið listgreinar mun meir. En einhverstaðar í stjórnkerfinu er þvílík tregða og gamaldags hugsunargangur ríkjandi. Vaknið og verið velkomin á 21 öldina takk fyrir!

 

Ég óska Jakobínurínu til hamingju með samninginn og er ekki í neinum vafa að þeim eigi eftir að ganga vel á sínu sviði hér heima sem erlendis. Þeir hafa kraftinn og frumleikannn sem þarf til sköpunar.

 

Smile Smile Smile


mbl.is Jakobínarína semur við EMI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voltadagur

VoltaÞað var rosalega gaman í vinnunni í dag. Volta platan með Björk kom til landsins og við vorum að undirbúa útgáfudaginn á mánudaginn og stemmingin var æðisleg. Platan var á blasti allann daginn og mikill erill :-) Það er góð stemming hjá fólki fyrir plötunni finnst mér. Hún er að fá fína dóma víðast erlendis. Ég er viss um að hún á eftir að teljast til merkilegri tónverka poppsögunnar. Útsetningarnar á plötunni eru æfintýralegar. Lagasmíðarnar með því betra sem Björk hefur gert. Ég ætla samt ekki að tíunda of mikið um plötuna en er spenntur að heyra viðbrögð bloggvina minna og annarra um plötuna. Þó hún sé vissulega mun aðgengilegri en síðustu verk Bjarkar þá þarf hún samt góða hlustun.

 

Ég hlakka svo til helgarinnar. Tveir góðir dagar framundan. Samblanda af afslöppun og heimsóknum er á dagskránni og nokkrar góðar myndir á leið í DVD tækið auk þess sem ég var að fá fullt af góðum diskum. Segji frá því nánar í næstu bloggum :-)


Konono No 1

KononoFöstudagskvöldið 11 mai næstkomandi eru spennandi tónleikar í Hafnarhúsinu. Það er hljómsveit frá Kongó sem heitir Konono No 1. Ég heyrði plötu með þeim í fyrra sem er æðisleg. Hún heitir Congotronics og kom út 2004. Konono spila líka á nýju Bjarkarplötunni sem kemur út á mánudaginn. Tónleikarnir eru á vegum listahátíðar og nánari upplýsingar má sjá á vef listahátíðar www.artfest.is Hér er lýsing á hljómsveitinni af þeirri síðu. Konono N°1 er stórskemmtileg og óvenjuleg hljómsveit frá Kinshasa, höfuðborg Afríkuríkisins Kongó. Konono N°1 hlaut BBC verðlaunin árið 2006 sem bestu nýliðarnir í heimstónlist og spila með Björk á nýjustu plötu hennar, Volta, sem kemur út 7. maí. Konono N°1 hefur verið þekkt víða um heim frá 2005, sérstaklega í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem hljómsveitin hefur ferðast um og komið fram. Hún er engu að síður orðin rúmlega 25 ára gömul. Stofnandi hennar er tónlistarmaðurinn Mawangu Mingiedi, meistari á likembé sem er hefðbundið hljóðfæri þar í landi. Mingiedi er af Bazombo-ættflokknum sem býr við landamærin að Angóla og tónlist hans byggir því að mestu á hefðbundinni tónlist frá heimahéraðs hans. Hann hefur svo bætt við hana og rafmagnað og hefur tónlistin litast mjög af hljóðkerfi hljómsveitarinnar, sem er mjög frumstætt og að mestum hluta búið til úr gömlu dóti sem Vesturlandabúar hafa skilið eftir í landinu. Þessi heimatilbúni tæknibúnaður hefur átt mikinn þátt í að þróa sérstæðan stíl hljómsveitarinnar svo að hún hefur, nánast af slysni, komist í raðir þeirra bestu í tilraunatónlist, framúrstefnurokki og -raftónlist. Í hljómsveitinni eru, auk Mingiedi, 10 manns, þar af þrír sem spila á raflikembé, þrír söngvarar, ásláttarleikarar og dansarar. Raflikembé er heimatilbúið likembé þar sem hljóðnemar úr seglum frá gömlum bílahlutum hafa verið tengdir við hljóðfærið og það magnað upp. Ásláttarleikararnir spila bæði á hefðbundnar trommur frá Kongó og einnig potta og bílahluti og annað það sem nýtilegt þykir sem ásláttarhljóðfæri. Hljómar spennandi :-)

Til hamingju með daginn við öll :-)

Í dag er frídagur kenndur við verkalýðinn sem að sjálfsögðu er dagur okkar allra. Það er þá siður að mæta í kröfugöngu og krefjast betri lífskjara. En staðreyndin er samt sú að flestir nota daginn í faðmi fjölskyldu og vina :-) Það er þó aðeins að aukast aftur áhuginn fyrir kröfugöngum. Fyrir örfáum árum þóttu þær ekki "inni" fannst mér.Gæti það verið að ójöfnuður sé að aukast? Kannski?

Mér finnst samt andrúmsloftið í þjóðfélaginu vera á þann veg að flestir vilja aukinn jöfnuð og meiri félagslega þjónustu en eru hræddir við að missa spón úr sínum aski. Sjálfstæðismenn hafa verið duglegir við að segja að allt fari til fjandans ef vinstri menn komast að og vinstri menn segja að ójöfnuðurinn eigi eftir að aukast ef stjórnin heldur. Ég hef aðeins verið að spá í landslagið miðað við skoðannakannanir (Sem eru allt of margar og ólíkar "by the way") Mér finnst einhvernveginn allt í járnum. Stjórnin gæti haldið en þá væntanlega með litlum meirihluta og varla vænlegt að fara í stjórn með vængbrotnum Framsóknarflokki ef svo fer sem skoðannakannanir sýna. Enda á Framsókn að fara í frí þeirra sjálfs vegna. Reyna að byggja upp flokkinn á ný.

Stjórnarandstaðan gæti náð naumum meirihluta en vegna ótrúlega framkomu Frjálslyndra í málum innflytjenda og fleiri málum gæti það orðið veik stjórn. Steingrímur J gengur út frá því að Frjálslyndir eru ásamt Samfylkingu fyrsti kostur á nýrri stjórn. Ég sem félagshyggjumaður get ekki sætt mig við það. Frjálslyndir hafa komið fram sem hægri öfgaflokkur með þjóðernisrembu og útlendingahatri (þó þeir reyni að telja okkur trú um annað) í forgrunni. Þessi ótrúlega "umhyggja" fyrir útlendingum er ekki trúverðug og hefur fyrir mér gert Frjálslynda óstjórnhæfa. Ég á erfitt með að kjósa VG ef það yrði til að Frjálslyndir kæmust í stjórn.

Ég þekki marga góða sem ætla samt að kjósa Frjálslynda og virði það að sjálfsögðu en fyrir mér eru þeir algerlega úti. Framsókn er úti að sjálfsögðu. Hjarta mitt segjir að ég get ekki kosið Sjálfstæðisflokk. Ég segji eins og Egill Harðar bloggvinur minn, maður gæti alveg eins farið að hlusta á FM, gerast hnakki og haldið með KR :-)

Þá er það spurning með VG Samfó og Íslandshreyfinguna. Ég á marga vini í framboði hjá VG og gæti komist í klípu ef ég kýs þá ekki :-) En það er margt sem hræðir mig frá þeim. Mér finnst kraftur í yngri frambjóðendum flokksins og mér finnst styrkur þeirra liggja þar. Ég hef oftast kosið Samfó en hef fundist þeir ekki nógu markvissir í sínum stefnumálum. Það er aðeins að lagast núna á síðustu metrum. En sjálfsumgleði þeirra á undan hruni þeirra í skoðannakönnunum fór ægilega í mig ásamt þeirri óþolandi áráttu að vera hvorki með eða á móti í mörgum mikilvægum málum. Íslandhreyfingin sýnist mér vera andvæna fædd og virðist ekki ætla að ná flugi.

Ég hef sterkann grun um að eftir kosningar fari Sjálfstæðisflokkurinn í stjórn með annaðhvort Samfó eða VG. Aðrir möguleikar verði einfaldlega of veikir fyrir meirihlutastjórn. Næsta kjörtímabil verður ábyggilega erfitt fyrir hvaða stjórn sem er. Það verður niðursveifla. Þá er mjög mikilvægt að félagslegir þættir verði bættir og það verði ekki reynt að "redda" málum með enn meiri stóriðju. Þess vegna finnst mér að félagshyggjuöflin þurfa að hafa áhrif á næsta kjörtímabili. Það er bara einhvernveginn svo flókin staða á öllu núna finnst mér.

En jæja :-) ætlaði nú ekki að fara svona djúpt í stjórnmálapælingar :-) Eigið öll góðann dag. Ég ætla í bæjinn í dag og fylgjast með mannlífinu :-)


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband