Skruddufundur

Í gærkveldi var haldinn fundur í menningar og lestrarklúbbnum Skruddunum. Fundurinn var frábær eins og alltaf. Við ræddum bók mánaðarins sem var Hroki og hleypidómar eftir Jane Austen. Ég varð að viðurkenna að ég náði ekki að klára bókina fyrir fundinn. Mér fannst hún alls ekki leiðinleg en hún var erfið lesa. Sögumátinn og viðhorfin á þessum tíma eru mér mjög framandi og stundum varð ég bara reiður yfir fordómum sem voru uppi á þessum tíma gagnvart náunganum. Á móti kom að mér fannst þessi hugsunarháttur mjög áhugaverður og gaman að pæla í hugsunargangi fyrir 200 árum. En allavega umræðurnar um bókina voru mjög fjörugar og áhugaverðar og flestir voru ánægðir með valið á viðfangsefninu :-)

Að sjálfsögðu voru önnur mál rædd sem spannaði allt frá Tíbeskum múnkum, Eurovision, SMS kynslóðina, pólítik, trúmál, passíusálmana, Keith Richards, uppeldismál, matargerð, actionary, leikhús og margt margt fleira.

Næsta bók sem var valin var Zorro eftir Isabel Allende og stóð valið á milli hennar og "The Dirt" æfisögu Mötley Crue :-) Sú bók ásamt æfisögu Keith Richards er reyndar skyldulesning fyrir alla áhugamenn og konur um ólifnað poppstjarna. Ótrúleg frásögn.

Næsti fundur verður svo haldinn hjá undirrituðum eftir 4 vikur. Takk fyrir æðislega kvöldstund og Lolla, þetta flan er vanabindandi :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er nú ekki eins og hroki og hleypidómar hafi horfið fyrir 200 árum.  Mjög háþróað og innofið fyrirbrigði í dag.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2007 kl. 22:35

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Innilega sammála því Jón Steinar. Fannst bara áhugaverð birtingarmynd þess fyrir 200 árum miðað við í dag.

Kristján Kristjánsson, 16.4.2007 kl. 23:05

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Jóni Steinari.  Nú eru hrokinn og hleypidómarnir oftast framreiddir í fallegum neytendapakkningum.

Hef lesið Zorro, Dirt og Keith bækurnar.  Allar bráðnauðsynleg lesning.  Hlýtur að vera skemmtilegt að vera í svona lestrarklúbb.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 09:54

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Já Jenný. Þessi lestrarklúbbur var bráðsnjöll hugmynd. Bæði er maður oft að lesa bækur sem maður mundi sennilega ekki lesa auk þess sem félagsskapurinn er mjög skemmtilegur

Kristján Kristjánsson, 17.4.2007 kl. 10:37

5 identicon

Smápæling varðandi titilinn á sögunni hennar Jane Austen. Pride er þýtt sem hroki en ég myndi halda að réttari þýðing væri stolt, metnaður, dramb eða stærlæti sem passar eigilega betur við týpurnar í bókinn. Hins vegar stuðla þessi orð alls ekki við hleypidóma svo þannig er það nú.  

linda (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 21:52

6 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Góður punktur Linda. Stolt er bein þýðing en titillinn hljómar ekki eins vel, það er satt :-) Kannski "Stolt og stælar" Það stuðlar betur :-)

Kristján Kristjánsson, 17.4.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband