2 Góđar

Ţađ eru 2 sérstakalega góđar plötur sem hafa veriđ mikiđ í spilararnum hjá mér ţessa vikuna.

Ţađ eru frekar ólíkar plötur. Önnur er međ hljómsveitinni CocoRosie og heitir "The Adventures of Ghosthorse and Stillborn". Ţessi plata kom út fyrir stuttu og spái ég henni sem einni af plötum ársins. Ţađ er Valgeir í Gróđurhúsinu sem er upptökustjóri plötunnar og nćr mjög flottum ferskum hljóm í plötuna. Platan er mjög fjölbreitt, samblanda af indí popptónlist međ smá krútt ívafi. Flottar ballöđur, skemmtilegt popp"beat" og frumlegar lagasmíđar eru ađall ţessarar eđalskífu.

Hin platan er svo međ tónlistarmanninum ódauđlega Richard Thompson sem gerđi garđinn frćgann m.a. međ ţjóđlagasveitinni Fairport Convention. Platan kemur ađ vísu ekki út fyrr en í nćsta mánuđi en mér barst kynningareintak af henni í vikunni og ég kolféll. Ég hef ekki mikiđ veriđ ađ fylgjast međ ferli Thompson undanfarin ár en ef ţetta er eitthvađ líkt ţví sem hann hefur veriđ ađ gera hef ég greinilega misst af miklu. Platan er mjög grípandi og einsaklega vel spiluđ. Gítarhljómurinn er frábćr og hef ég ekki heyrt jafn flott gítarspil mjög lengi. Samt án ţess ađ vera sýna sig neitt. Fellur algerlega inní laglínur. Ţoli ekki ţegar gítarleikarar eru ađ spila "heyrđu hvađ ég er góđur lagiđ" Platan heitir "Sweet Warrior".

:-)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.