Spenntur

Frábært að fá Þursana saman aftur. Þessi hljómsveit var í miklu uppáhaldi hjá mér en ég sá þá aldrei á tónleikum þannig að hér rætist gamall draumur.

Að vísu verður það væntanlega ekki það sama að hafa ekki Kalla Sighvats með. Hammondsándið hans var órjúfanlegur hluti af Þursaflokknum en upplifun samt að fá að sjá sögulega hljómsveit Smile

 


mbl.is Þursaflokkurinn og CAPUT í Laugardalshöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Orri Harðarson

Jamm, Kalli var ótrúlegur. En það er nú heldur djúpt í árinni tekið að segja hann hafa verið órjúfanlegan hluta af Þursaflokknum. Ef mig misminnir ekki þá var Kalli aðeins á einni af þremur stúdíóplötum Þursanna, þ.e. Þursabit. Þetta var annars alveg yndislegt band.

Orri Harðarson, 1.8.2007 kl. 15:39

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Þetta er rétt Orri. Í minningunni er hann svona stór hluti af bandinu. Hitti annars Egil Ólafs rétt áðan eftir að ég skrifaði færsluna og hann var mjög spenntur. Sagði að þeir væru byrjaðir að útsetja með Caput og það væri mjög spennandi. Honum fannst þeir væru komnir það langt frá þessu tímabili að þeir geta tekið efnið með ferskum huga og það væri geysilega góð stemming í herbúðum þeirra

Kristján Kristjánsson, 1.8.2007 kl. 16:03

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

frábært alveg... skari ætlar að redda sér miða   

Óskar Þorkelsson, 1.8.2007 kl. 17:21

4 identicon

Þetta er rétt munað, nafni.

Hrafnkell Orri (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 17:29

5 Smámynd: Jens Guð

  Þó að Kalli hafi aðeins verið á Þursabit-plötunni þá setti hann sterkan svip á sögu Þursaflokksins.  Fyrstu tvær plötur Þursaflokksins voru mjög áberandi á sínum tíma.  Enda fátt að gerast í íslenskri músík á þeim tíma.  þar fyrir utan var Þursabiti fylgt eftir með hljómleikaferð um landið.  Og gott ef ekki hljómleikaferð um meginland Evrópu. 

  Á hljómleikum voru Þursarnir miklu skemmtilegri en á plötum.  Húmor Kalla spilaði þar stóra rullu. 

Jens Guð, 2.8.2007 kl. 00:49

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kiddi og þið öll sem bíðið spennt, þá finnst mér samt í lagi að halda einu til haga, án þess þó að ætla að vera mjög leiðinlegur eða skemma fyrir!

Þursarnir komu jú aftur saman fyrir ekki mjög mörgum árum, allavega einu sinni, þarna á þessu reykjavík eitthvað Festivali, þar sem Bloodhound Gang og Ray DAvies komu fram, ef mig misminnir ekki!? Allir sem ég heyrði tjá sig um frammistöðu þeirra þá, lýstu yfir vonbrigðum og þarna hefði verið allt of mikið af einhverjum nýjum lögum eftir Egil!? En núna verður vonandi bara gaman, þótt þetta verði nú augljóslega ekki alveg eins og með Þursunum formum daga, með eða án Kalla snillings!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.8.2007 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.