Tónleikadónar

Ég skemmti mér svo vel á Jethro Tull tónleikunum í gær að ég var ekki að láta nokkra hluti pirra mig. En núna eftir á finnst mér vert að geta hvað sumt fólk getur verið ótillitsamt og hreinlega dónalegt á svona samkomum.

Fyrst fyrir utan háskólabíó þá keyrðum við að bílastæði sem var að losna. Þetta var eina lausa stæðið í þessari röð. Ætluðum svo að bakka í stæðið eftir að við hleyptum bíl framhjá sem var að fara. Erum byrjuð að bakka þegar jeppi treður sér framhjá og í stæðið! Maður hefur lesið um að erlendis hafa menn verið lamdir eða verra í umferðinni fyrir svona dónaskap og ég skil það mjög vel. En ég var í svo góðu skapi að ég lét nægja að vorkenna svona mönnum sem vita ekki hvað kurteisi og tilitssemi er. Þetta kemur einhverntímann í hausinn á þeim því ég trúi að menn uppskeri sem þeir sái.

Svo á tónleikunum sjálfum. Fyrir utan þann ótrúlega ósið að mæta of seint á sitjandi tónleika og troða sér í sætin eftir að hljómsveitin er byrjuð, þá er alveg óskiljanlegt að á 3 bekk sat maður fyrir miðju og þurfti að troða sér framhjá öllum í miðju lagi til að fara fram til að ná sér í vínglas! Þetta voru rúmlega tveggja tíma tónleikar með hléi! Kommon ef menn geta ekki setið á sér í klukkutíma án þess að bæta í glasið sitt þá eiga menn að sitja heima!

Takk aftur Performer og Tull fyrir æðislega tónleika :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe ég sá þennan sama mann og vínglasið hans og var einmitt að spá í hvað það væri nú dónalegt að troðast svona yfir fólk í miðjum tónleikum.  Maður sá nú alveg að ölvun var þónokkur í nokkrum en það fór nú samt ekkert í taugarnar á mér.

Vel heppnaðir tónleikar samt og svörtu sauðirnir fáir sem betur fer. 

Ragga (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 12:40

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég segji það sama Ragga. Þetta fór ekki í taugarnar á mér á tónleikunum en ég fór að spá í það eftirá hvað fólk er eigingjarnt, þetta sér maður aldrei á tónleikum erlendis :-)

Kristján Kristjánsson, 15.9.2007 kl. 12:43

3 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Sammála þér Kiddi, Íslendingar virðast enn eiga eftir að bæta sig talsvert í kurteisinni. Ef þig langar að lesa um tillitsleysi, frekju og átroðning kíktu þá á nýjasta bloggið mitt :)

Thelma Ásdísardóttir, 15.9.2007 kl. 12:48

4 identicon

Það er ekki pláss fyrir tillitsemi og kurteisi þegar þörfin fyrir alkóhól er í fyrsta sæti. Mér sýnist augljóst að þessi hafi verið í þeirri deild úr því hann gat ekki beðið.

Mér finnst ég líka sjá svona tillitsleysi í bíó, sérstaklega með gemsanotkun og truflun af þeim.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 13:18

5 identicon

Rakst á þetta lag á you tube celluloid heroes með kings Vááá þvílík gæsahúð en annars sammála þér kiddi með stundvísi og agaleysi þetta virðist vera frekar algengt

Res (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 16:54

6 identicon

Þegar að Anna talar um bíó þá rifjast upp fyrir mér að ég fór á sýningu á mynd á vegum Grænaljóssins í vor, þeir hafa ekkert hlé á góðum myndum, vilja enga truflun en eitthvað  er það ekki að virka því bíógestir rápuðu inn og út allan tíman sem að myndin rúllaði. Það var verulegt ónæði af því, þá var ég smá pirruð.

Ragga (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 17:44

7 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Þessir tónleikar voru alveg magnaðir.... Ian Anderson er með frábæra rödd...jafnvel þó að hann hafi ekki alltaf verið í takti, en það má víst rekja til krabbameins sem hann fékk í háls eða nálæg líffæri. Hefði viljað heyra Songs from the wood og I used to know.. en það var meiriháttar að heyra þegar þeir blönduði íslenska þjóðsöngnum inn í eitt lagið... verst að hafa ekki rekist á þig Kiddi vinur og að hafa ekki séð Röggu! Frábærir tónleikar og hlómurinn fínn. Takk fyrir mig..

Guðni Már Henningsson, 16.9.2007 kl. 15:07

8 Smámynd: Guðni Már Henningsson

annnað... gaman að sjá að þú ert að hlusta á Cake or death... ég keypti mér hana út í Malmö í sumar.. Hvernig finnst þér nýja Mark Knopfler?

Guðni Már Henningsson, 16.9.2007 kl. 15:09

9 Smámynd: Kolgrima

Mig langaði svo mikið, var á tónleikunum á Akranesi á sínum tíma - gleymi því aldrei. Talandi um dónaskap á tónleikum, þá skammaðist ég mín fyrir að vera Íslendingur á tónleikum Marianne Faithful. Þar var maður sem fór hvað eftir annað fram á að hún kveikti sér í sígarettu og hinir og þessir voru með framíköll og ruddaskap. En tónleikarnir voru góðir :)

Kolgrima, 16.9.2007 kl. 21:08

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þoli ekki þennan séríslenska dónaskap að mæta of seint. 

Ásdís Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 22:27

11 Smámynd: Jens Guð

  Já,  það kemur mér ekkert á óvart í lýsingum á ókurteisum jeppaköllum.  Fyrir mörgum árum fór ég með útlendinga í Eden í Hveragerði.  Öll bílastæði voru upptekin.  Kom þá ekki veglegur jeppi og lagði í stæði merktu fötluðum.  Út úr jeppanum steig Jón Ólafsson sem nú er verðlaunaður fyrir besta vatn heims.  Ég er ennþá ekki viss um það hvar ég á að staðsetja fötlun hans. 

Jens Guð, 17.9.2007 kl. 00:46

12 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Guðni Már: Cake and death er skemmtileg og Lee Hazelwood snillingu, blessuð sé minning hans. Ég er rétt byrjaður að hlusta á Mark Knopfler plötuna og líst mjög vel á hana við fyrstu hlustun. Virkar mjög "low key" en gæti trúað að hún eigi eftir að vinna mjög mikið á við meiri hlustun.

Kristján Kristjánsson, 17.9.2007 kl. 01:02

13 identicon

Nei! hann var nú ekki á höttunum eftir alkohóli blessaður.  Var í klandri með þvagblöðruna og var ekkert sérstaklega stoltur af þessu brölti sínu.  Þessi ágæti maður sat við hliðina á mér.

Ingvar Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 02:08

14 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Já það getur gerst fyrir bestu menn Það leit bara svo asnalega út þegar hann bröltist tilbaka með vínglas í hendinni  

Kristján Kristjánsson, 17.9.2007 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband