Karl R. Emba

Ég tók eftir að Hörður Torfa er búinn að gefa út nýja plötu. Fæ hana væntanlega á morgun og hlakka til að heyra hana. Ég ber mikla virðingu fyrir Herði sem söngvaskálds eins og hann vill kalla sig.

Ég man þegar ég var yngri þá var okkur krökkunum hótað að senda Hörð Torfa á okkur ef við værum ekki þæg. Hann var fyrstur íslendinga til að viðurkenna opinberlega að hann væri samkynhneigður og þurfti að flýja land vegna ofsókna sem hann hlaut vegna þess.

Síðan þegar maður komst til vits og ára og lærði að samkynhneigt fólk er alveg jafngott og slæmt eins og "við öll hin" þá er mér hugsað til þessa tíma þegar við börnin voru hrædd til hlýðni með svona fordómum, Tek samt fram að foreldrar mínir notuðu þetta ekki.

Síðan eftir að ég byrjaði í tónlistarbransanum og kynnist Herði persónulega varð þessi æskuminning enn fáráðlegri.

Einn skemmtilegasti texti Harðar finnst mér alltaf þessi hér:

Karl R. Emba
Hörður Torfa

Ég er fæddur hjá frjálsri þjóð, í ljómandi fallegu landi,
sem laust er við heimskingja, afætur, gula og svarta.
En nú sækir stíft að oss aríum mikill voði og vandi,
þessi vesældarlýður hefur birst hér að betla og kvarta.

Mér finnst ekki rétt þegar heimurinn hagar sér svona.
Hefnd vofir yfir. - Jafnvel forsetinn sjálfur var kona !
Í örvænting minni ég hrópaði á alvaldsins herra:
Hvað get ég gert ! - Svarið það minnti á hnerra.

Gefðu þeim blóm.
Gefa þeim blóm ! ?
Já, gefðu þeim blómavönd og rúsínupoka með hnetum.

Því miður er fluttur í götuna okkar kornúngt kynvillingsgrey.
Karlmönnum, einsog mér, verður illt við það eitt að sjá’ann.
Ég spurð’ann útí búð svo allir heyrðu hvort’ann væri hrein mey.
Helvítis auminginn roðnaði og mig langaði langmest að slá ‘ann.
Hann dillar sér alv’einsog graðnaut með grettum og hlær.
Ég greip hann hér niðrá horni í myrkrinu í gær.
Þegar ég ætlaði að berja ‘ ann duglega og kýl’ann í klessu.
Þá kallaði til mín þessi rödd eins og prestur við messu:

Gefð ’onum blóm.
Gef ’onum blóm! ?
Já, gefð ‘onum blómavönd og rúsínupoka með hnetum.

Ég er ekki með neina fordóma eða fornaldarviðhorf í neinu.
Aðeins frábrugðinn mönnum sem þora ekki að taka af skarið.
Mér finnst það sjálfgefið viðhorf að halda landinu hreinu,
hreinsa burt mannlífssorann svo við föllum ekki í sama farið
og stórþjóðir margar sem vandann vilja ekki sjá.
Slík viðhorf mega aldrei hérlendis fótfestu ná.
En ef maður segir eitthvað gegn þessum múhameðs durtum og dóti
þá drynur þessi rödd fyrir ofan alltaf á móti.

Gefðu þeim blóm.
Gefa þeim blóm!?
Já, gefðu þeim blómavönd og rúsínupoka með hnetum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Snilldar texti, hlustaði einmitt á eitt lagið af nýju plötunni í þættinum hjá Óla Palla í dag og Andrea var að fjalla um CD, hún var mjög hrifin, ég ætla að kaupa diskinn á morgun.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 19:50

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hörður Torfa er snilldar textahöfundur.

Óskar Þorkelsson, 20.9.2007 kl. 20:23

3 identicon

Hjartanlega sammála þér Kiddi, einn skemmtilegasti texti Harðar og á alltaf erindi, eins og reyndar höfundurinn sjálfur. Kveðjur að norðan Bubbi J.

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 21:50

4 Smámynd: Gulli litli

Hörður Torfa er bara snilld og þetta er það fyrsta sem ég sé um þennan nýja disk. Ég vissi ekki að hann væri væntanlegur. Spennandi!

Gulli litli, 21.9.2007 kl. 14:51

5 identicon

Þegar maður talar um trúbator/söngvaskáld, þá er það Hörður Torfason og síðan koma allir hinir. Hann er einfaldlega sá sem allir aðrir þurfa að miða sig við.

viðar (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 21:42

6 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Innilega sammála Viðar.

Kristján Kristjánsson, 26.9.2007 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband