London

Er á leiðinni til London eftir nokkrar klukkustundir. Hlakka til að sjálfsögðu. Flýg með Iceland Express að þessu sinni og kem aftur á sunnudag.

Það verður smá viðtal við mig í 24 stundum á morgun um ferðina. Skemmtilegt viðtal fannst mér.

Fer annað kvöld í leikhús. Ætla að sjá Glengarry Glen Ross eftir David Mamet. Jonathan Pryce leikur aðalhlutverkið og á ég von á góðri kvöldstund þar. Sá myndina með Al Pacino á sínum tíma og fannst hún fín.

Svo er það Black Sabbath, Lamb of God og Iced Earth á laugardag!

Annars er lítið að frétta. Brjálað að gera og það verður gott að komast út í afslöppun og rokk og roll :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

góda ferd og keep on rockin!

Gulli litli, 9.11.2007 kl. 02:09

2 identicon

Góða skemmtun. Rock and roll!!

Ásgeir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 19:04

3 Smámynd: Grumpa

að menn á miðjum aldri séu að flandrast til útlanda á þungarokkstónleika er vissulega fréttaefni. Það væri m.a.s fréttaefni eitt út af fyrir sig að menn á miðjum aldri viti hvað Lamb of God er :)

...nei, ég öfunda þig ekki baun að vera að fara;)

Góða skemmtun

Grumpa, 9.11.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband