Villirósir

Hér er ein morðballaða frá meistara Cave.

 

Ég man þegar ég var að vinna í plötubúð um það leiti sem þetta lag var vinsælt. Það kom ungt par og voru að leita af fallegu lagi fyrir brúðkaupið sitt. Þau spurðu m.a. um þetta lag. Ég spurði þau hvort þau hefðu nokkuð spáð í textann í laginu. Það kom smá skrýtinn svipur þegar ég útskýrði textann í stuttu máli.

 

Þau keyptu ekki plötuna LoL

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ji, þú hefur gert góðverk með því að útskýra fyrir þeim textan, hefði verið skelfilegt brúðkaupslag þótt lagið sé vissulega fallegt.

Ragga (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 17:24

2 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Já lagið er mjög fallegt en gott að þau notuðu það ekki sem brúðkaupslagið sitt, það hefði verið algjör skandall

Thelma Ásdísardóttir, 11.1.2008 kl. 18:15

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 
 







Ásdís Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 18:41

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Haha, þetta er fyndið. Þetta er reyndar mjög algengt held ég. Fólk hlustar á melodíuna en ekki textann. Sérstaklega Íslendingar. Ég held að það sé vegna þess að við byrjum að hlusta á lög á ensku áður en við kunnum ensku nógu vel til þess að skilja um hvað lagið fjallar og við lærum því ekki að hlusta á textann á sama hátt og ef við værum alltaf að hlusta á íslensk lög með íslenskum texta. Veit að þetta á við um mig. Fyrir nokkrum árum hlustaði ég t.d. mikið á plötuna Maroon með Barenaked Ladies og þar var lag sem mér fannst alveg dásamlegt. Ég veit ekki hvað ég var búin að hlusta oft á lagið þegar ég fattaði að það fjallaði um síðustu mínúturnar í lífi manns sem var að deyja eftir bílslys. Hefði ég lesið nafnið á laginu hefði ég áttaði mig strax því lagið heitir: The night I fell asleep at the wheel.

Mér finnst reyndar 'Where the wild roses grow' alveg dásamlegt lag og reyndar flest á 'Murder ballads'. Hlustaði meðal annars mikið á 'Henry Lee'. Fyrsta árið mitt í Kanada bað hins vegar þáverandi samleigjandi mig um að spila ekki þessa plötu meðan hún var heima. Henni fannst hún of krípi. Síðan þá hlusta ég bara á 'Murder Ballads' þegar ég er ein. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 13.1.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.