Ammæli

Mars volta

 

 

 

Var að fá í hendur nýja Mars Volta diskinn í dag og hún hljómar mjög vel við fyrstu hlustun. Þeir hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér. 

 

Útgáfa þeirra af Birthday eftir Sykurmolana er æðisleg. Hér er linkur til að hlusta. :-) Það mætti halda að þetta væri Björk að syngja Smile

 

 

 

Hér er svo myndband við lagið Goliath af nýju plötunni: Æðislegt! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grumpa

svakalega fín hljómsveit en maður þarf að vera sérstaklega stemmdur til að hlusta á þá

Grumpa, 7.2.2008 kl. 21:29

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Við hjónin erum núna að hlusta á DVD diskinn !Just

Ásdís Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 23:31

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

doing it   live.  Ferlega góður hávaðinn svo mikill að ég mundi ekki heyra í símanum, rosa stuð, erum að spá í tónleika næsta sumar.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 23:32

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

videoið er farið :(

Óskar Þorkelsson, 9.2.2008 kl. 12:58

5 identicon

Ég vil koma því að hversu mikið mig hlakkar til að heyra í þér í Metall! á fimmtudagskvöldið Kiddi.

Ég skora á þig að spila eitthvað með Manowar! Þeir eiga það skilið. 

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 23:19

6 Smámynd: Jens Guð

  Þegar ég heyrði fyrst Ammæli með Mars Volta velti ég því fyrir mér hvort að þar væri söngur Bjarkar "samplaður".  Frábær flutningur hjá frábærri hljómsveit.  Ég er annars ekki mikið fyrir "prog" en Mars Volta er toppur.  Þegar ég hlustaði með syni mínum á aðra plötu Mars Volta varð mér að orði:  "Ég er ekki sáttur við það að lög séu svona helvítí löng.".  Strákurinn svaraði:  "Það eiga ekki að vera neinar reglur um lengd laga.   Lög eru bara eins löng og þau þurfa að vera."

Jens Guð, 10.2.2008 kl. 02:54

7 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Takk Aðalsteinn. Ég var einmitt með Manowar í huga sem eitt af lögunum í Metal þættinum. Hlakka til að sitja með Arnari á fimmtudaginn. Ræði örugglega Maiden tónleikana :-)

Gott svar hjá stráknum þínum Jens :-)

Kristján Kristjánsson, 10.2.2008 kl. 03:50

8 Smámynd: Haukur Viðar

Sá Mars Volta eftir fyrstu plötuna þeirra.

Þeir spiluðu í klukkutíma en tóku samt bara tvö lög. Alveg eitt mest nötts gigg sem ég hef séð! 

Haukur Viðar, 11.2.2008 kl. 02:58

9 identicon

Ég er alveg að fíla þessa útgáfu þeirra af afmæli!

Hlakka til að hlusta á allan diskinn. 

Ragga (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.