Áfram bílstjórar

Ég styð heilshugar mótmæli atvinnubílstjóra. Mér finnst fyndin pirringurinn í fólki sem tefst í smá tíma og segja að þessar hækkanir séu náttúrulögmál og fólk eigi bara að þegja og haga sér. Þvert á móti þurfa Íslendingar að fara mun oftar á afturfæturnar þegar þeim finnst sér ofboðið. Þetta á bæði við óeðlilegar verðhækkanir (Lækkun virðisaukans gott dæmi) samráð, fákeppni, væga dóma í kynferðismálum og ofbeldismálum o.fr. Ráðamenn eru allt of vanir því að þessi mótmæli fara fram á kaffistofum landsins og treystir á skammtímaminni okkar. Mótmæli atvinnubílstjóra hafa orðið til þess að opna eyrum á fólki og hefur vakið athygli á málaflokknum. Einmitt það sem mótmæli eiga að gera.

 

Hér eru nokkur lög tileinkuð bílstjórum Smile

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að vera svolítið ósammála þér í þessu máli Kiddi minn. Þetta er ekki spurning um smá tafir og pirring í fólki. Ef ég væri á leiðinni á bráðamóttöku barna með barnið mitt eins og ég hef þurft að gera og lenti í svona töf þá yrði ég ekki pirraður, ég yrði brjálaður. Mér þætti afskaplega leitt ef þér þætti það fyndinn pirringur.

Mótmælin eiga að beinast að öðrum en hinum almenna borgara. Atvinnubílstjórar ættu því að hindra aðkomuleiðir að bensínstöðvum og alþingishúsinu frekar en vera að þessu.

Þess utan er þetta vitlaust að því leyti að þessi mótmæli stuðla að auknum bensínkaupum. Ef fólk þarf að bíða í bílaröð svo og svo lengi, eyðir bifreiðin  meira bensíni og fólk fer á næstu bensínstöð og kaupir meira bensín.

Raunveruleg mótmæli væru að leggja bílnum í nokkra daga, nota almenningssamgöngur eða hjóla eða ganga og á þann hátt minnka bensínnotkun.

Ingimundur H Hannesson (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 16:57

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ingimundur.. lífið er fullt af efum og ef nema ef skyldi og efast um það..

Áfram Trukkar

Óskar Þorkelsson, 1.4.2008 kl. 18:06

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hefði alveg viljað vera með Kris Kristoffersson í Convoy, fílaði myndina geðveikt, öfundaði sumar þá. Thumbs Up  Langar bara að senda smákveðju. Er að hressa mig við á smá blogg lestri.   Double Kiss 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.4.2008 kl. 18:12

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Skrýtið að mótmæla háu bensínverði með því að valda umferðarteppu og níðast þannig enn meira á almenningi, sem er jú líka fórnarlömb bensínokursins. Svipað og að berja einhvern til að mótmæla vægum dómum í ofbeldismálum.

Ingvar Valgeirsson, 1.4.2008 kl. 18:20

5 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ingi: Að sjálfsögðu fyndist mér það ekki fyndinn pirringur!

Kristján Kristjánsson, 1.4.2008 kl. 19:18

6 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég ætla líka að taka undir með Inga að það er kominn tími að almenningur taki við sér. Ef fólk mundi taka sig saman og minnka keyrslu. Leggja bílnum í nokkra daga o.fr þannig að það kæmi við budduna hjá ríkissjóði og olíufélögunum. En því miður næst þannig samstaða sjaldan hjá okkur Íslendingum. Við erum svo vön þægindunum.

Kristján Kristjánsson, 1.4.2008 kl. 19:39

7 Smámynd: Gulli litli

tad er målid......tad er nåttúruløgmål å Íslandi ad allt hækki!!!!!tví tarf ad breyta...

Gulli litli, 1.4.2008 kl. 22:40

8 identicon

Ég mótmæli með þeim og ef ég er á hraðferð dauðans og lendi í þeirra lest ætla ég að blasta þessu og slaka á og njóta, gleyma flýtinum.

Ragga (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 22:47

9 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Góður pistill hjá þér Kiddi. Þeir sem eru á móti þessum mótmælum koma margir með þessi rök að neyðarbílar komist ekki leiðar sinnar. En eru einhverjar fréttir um það? Ég veit ekki betur en að einn af talsmönnum bílstjóranna hafi sagt að þeir myndu sjálfir ryðja leið fyrir neyðarbíla ef á þyrfti að halda. Bara hressandi að fólk láti í sér heyra, áfram bílstjórar!!!

Thelma Ásdísardóttir, 3.4.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband