Iron Maiden tónleikar

maiden_595623.jpg

 

Er komin heim eftir 10 daga frábæra ferð til London. Ferðin endaði ekki amalega. Tónleikar Iron Maiden í Twickenham voru hreint frábærir.

 

 

 

img_0093_595693.jpgHitti tvo bloggvini. Þráinn og Aðalstein sem reyndust mjög skemmtilegir ferðafélagar og við höfðum nóg um að spjalla. 

Fyrst á svið steig Lauren Harris sem er dóttir bassaleikara Iron Maiden og ég fór bara að kaupa boli meðan hún spilaði. Æi greyið hún er ekki góð!

 

Næst á svið voru Without Temtation sem voru mjög góð. Væri til í að sjá þau á eigin tónleikum. Vel spilandi og skemmtileg sveit.

 

Avanged Sevenfold stigu næst á svið og ég hef lítið um þá sveit að segja. Hundleiðinlegt háskólarokk sem engan vegin höfðaði til mín.

 

Þá stigu loks Iron Maiden á svið og þvílíkir tónleikar. Lagalistinn var rosalegur.

Aces High

2 Minutes To Midnight

The Trooper

Revelation

Wasted Years

Can I Play With Madness

Number Of The Beast

Heaven Can Wait

Rime Of The Ancient Mariner

Powerslave

Run To The Hills

Fear Of The Dark

Iron Maiden

Moonchild

Clairvoyant

Hallowed Be Thy Name

 

Þetta var draumalagalisti og af öllu þessu góðgæti stóðu Rime of the Ancient, Powerslave, Moonchild og Fear of the Dark efst í kollinum eftir tónleikana. "Showið" var rosalegt og áhorfendur þvílíkt með alla texta á hreinu og stundum heyrði maður varla í hljómsveitinni fyrir áhorfendum! Æðislegt.

 

Sunnudeginum var svo vel varið með bloggvinunum og við þræddum nokkrar plötubúðir og flugum svo heim um kvöldið. 

 

Rokk og roll Devil

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Árni Baldvinsson

Takk fyrir brilljant Metal

Þráinn Árni Baldvinsson, 8.7.2008 kl. 20:50

2 Smámynd: Gulli litli

Thetta hefur verid edalkonsert....eru their hættir ad spila I´m runin free? thad var mitt fyrsta Iron uppáhalds..

Gulli litli, 9.7.2008 kl. 04:39

3 identicon

Fyrirgefðu að ég er að spyrja aftur - en fannstu Soundspell plötuna? Á nefnilega ekki heima í Reykjavík svo ég get ekki bara kíkt hvenær sem er :)

Ingimundur (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 12:30

4 identicon

Tek undir með Þráni. Þetta var óhemjugaman.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 18:00

5 identicon

Frábær lagalisti hjá Iron Maiden þarna!  Hefði alveg viljað vera þarna með ykkur...

Ég hef heyrt aðeins í þessari Lauren Harris, rambaði inn á Myspace síðuna hennar fyrir tilviljun. Jújú, hún syngur ágætlega, en mér sýnist hún ekki vera að gera neitt nýtt tónlistarlega séð. Einhvers konar Pat Benatar "Light", lol.

Talandi um Maiden-börn, þá las ég einhversstaðar að Austin Dickinson (sonur Bruce) sé farinn að syngja (lesist: öskra) í einhverju dauðarokksbandi sem ég man ekkert hvað heitir... Sel það ekki dýrara en ég keypti það þó.

Gunnhildur Reynisdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 14:37

6 Smámynd: Ketilás

Næst er það Ketilásinn!!!

Ketilás, 15.7.2008 kl. 00:15

7 identicon

Ég hafði því miður ekki tök á að sjá Konungana á þessum tónleikum, en sá þá nokkrum dögum fyrr í Bologna. Af öllum þeim skiptum sem ég hef séð þá var þetta sennilega þeirra besta frammistaða...hreint stórkostlegir tónleikar þar sem Rime stóð upp úr.

Rokk og Ról! 

Kobbi Maiden (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 12:35

8 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ingimundur: Ég verð komin með Soundspell plötuna í búðina í vikunni.

Kristján Kristjánsson, 21.7.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband