Kreppublogg

Það hefur að sjálfsögðu ekki verið mikil stemming að blogga undanfarið. Skiljanlega. Við erum að upplifa tíma sem eiga sér enga hliðstæðu. Maður tekur hvern dag eins og hann kemur án þess að hafa hugmynd hvað næsti dagur geymir. Á þessum tíma þakkar maður líka fyrir þá hluti sem maður á. Fjölskylda og vinir koma þar fyrst. Það er ég ríkur og engin kreppa tekur það í burtu. Það hefur verið mikið æðruleysi hjá mér og mínum undanfarið og samstaða og kærleikur ráðið ríkjum. Mágur Thelmu minnar lenti í alvarlegu bílslysi í gær og hugur okkar hefur legið með honum og hans fjölskyldu. Það virðist sem betur fer ætla að fara á besta veg miðað við aðstæður þó það sé frekar snemmt að segja 100%. Ég hef trú á að hann nái sér enda ótrúlega harður af sér.

Tónlist og góðar bækur er líka ómetanlegir hlutir að snúa sér að á þessum tímum. Enn meira en vanalega. Ég er líka haldinn þeirri vissu og trú á manneskjuna að hún komi síðar sterkari úr hremmingum. Það er eðli mannskepnunar að aðlaga sig aðstæðum. Það sem ég vona svo innilega að úr þessum hremmingum komi sterkara og mannúðlegra samfélag. Það hefur skort á það á síðustum tímum og græðgisvæðingin hefur verið ansi sterk að mínu áliti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sendi baráttukveðjur, sammála á svona stundum er ein kreppa til eða frá ekki það stærsta, þótt vissulega séu til fórnarlömb sem láta kreppuna taka af sér sálarró og jafnvel eitthvað meira.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.10.2008 kl. 12:49

2 Smámynd: Gulli litli

Styrkja innviði fjölskyldu og vina. Lífið snýst ekki um peninga...Þetta er reyndar einfallt fyrir mig að segja þar sem ég hef aldrei átt peninga til að hafa áhyggjur af. En alltaf verið flugríkur fjölskyldulega séð...Megi mágur Thelmu vera fljótur að ná sér.....

Gulli litli, 9.10.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband