Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Skruddufundur í kvöld

Jæja þá er komið að næsta fundi hjá bóka og menningarklúbbnum Skruddunum í kvöld. Einhvernveginn grunar mig að kosningaúrslitin eigi eftir að hafa hug allra í kvöld en kannski komumust við að til að ræða bók mánaðarins sem var Zorró eftir Isabel Allende. Ég á auðvitað von á að allir verði búnir að lesa hana spjaldanna á milli Wink

 

 Annars ætla ég að vera á tónleikum í Þjóðleikhúsinu í dag þar sem Áshildur Haralds flautuleikari og fleiri flytja verk eftir Atla Heimi Sveins. 

 

Sjáumst hress í kvöld kæru Skruddufélagar Smile

 


Konono í kvöld :-)

Það verður örugglega frábær stemming í Hafnarhúsinu í kvöld þar sem hljómsveitin Konono n 1 frá Kongó er að spila. Þetta er akkúrat rétta stemmingin finnst mér. Fyrsti alvöru sumarstemmingsdagurinn í bænum í dag. Það var æðislegt að labba í sólinni það stutta sem maður náði í dag. Það var brjálað í vinnunni þannig maður náði ekki alveg að njóta dagsins. Vonandi verður svona veður á morgun. Þá fer maður snemma að kjósa og síðan í bæjinn Smile 

 

Ég ætla að sofa á því í nótt hvort ég kjósi VG eða Samfó. Það verður annað hvort. Ég er farinn að hallast örlítið meira að Samfó síðustu daga en kemur í ljós á morgun Smile

 

Það verður allavega afríkönsk stemming hjá undirrituðum í kvöld Wizard

 

 


Voltadagur

VoltaÞað var rosalega gaman í vinnunni í dag. Volta platan með Björk kom til landsins og við vorum að undirbúa útgáfudaginn á mánudaginn og stemmingin var æðisleg. Platan var á blasti allann daginn og mikill erill :-) Það er góð stemming hjá fólki fyrir plötunni finnst mér. Hún er að fá fína dóma víðast erlendis. Ég er viss um að hún á eftir að teljast til merkilegri tónverka poppsögunnar. Útsetningarnar á plötunni eru æfintýralegar. Lagasmíðarnar með því betra sem Björk hefur gert. Ég ætla samt ekki að tíunda of mikið um plötuna en er spenntur að heyra viðbrögð bloggvina minna og annarra um plötuna. Þó hún sé vissulega mun aðgengilegri en síðustu verk Bjarkar þá þarf hún samt góða hlustun.

 

Ég hlakka svo til helgarinnar. Tveir góðir dagar framundan. Samblanda af afslöppun og heimsóknum er á dagskránni og nokkrar góðar myndir á leið í DVD tækið auk þess sem ég var að fá fullt af góðum diskum. Segji frá því nánar í næstu bloggum :-)


Til hamingju með daginn við öll :-)

Í dag er frídagur kenndur við verkalýðinn sem að sjálfsögðu er dagur okkar allra. Það er þá siður að mæta í kröfugöngu og krefjast betri lífskjara. En staðreyndin er samt sú að flestir nota daginn í faðmi fjölskyldu og vina :-) Það er þó aðeins að aukast aftur áhuginn fyrir kröfugöngum. Fyrir örfáum árum þóttu þær ekki "inni" fannst mér.Gæti það verið að ójöfnuður sé að aukast? Kannski?

Mér finnst samt andrúmsloftið í þjóðfélaginu vera á þann veg að flestir vilja aukinn jöfnuð og meiri félagslega þjónustu en eru hræddir við að missa spón úr sínum aski. Sjálfstæðismenn hafa verið duglegir við að segja að allt fari til fjandans ef vinstri menn komast að og vinstri menn segja að ójöfnuðurinn eigi eftir að aukast ef stjórnin heldur. Ég hef aðeins verið að spá í landslagið miðað við skoðannakannanir (Sem eru allt of margar og ólíkar "by the way") Mér finnst einhvernveginn allt í járnum. Stjórnin gæti haldið en þá væntanlega með litlum meirihluta og varla vænlegt að fara í stjórn með vængbrotnum Framsóknarflokki ef svo fer sem skoðannakannanir sýna. Enda á Framsókn að fara í frí þeirra sjálfs vegna. Reyna að byggja upp flokkinn á ný.

Stjórnarandstaðan gæti náð naumum meirihluta en vegna ótrúlega framkomu Frjálslyndra í málum innflytjenda og fleiri málum gæti það orðið veik stjórn. Steingrímur J gengur út frá því að Frjálslyndir eru ásamt Samfylkingu fyrsti kostur á nýrri stjórn. Ég sem félagshyggjumaður get ekki sætt mig við það. Frjálslyndir hafa komið fram sem hægri öfgaflokkur með þjóðernisrembu og útlendingahatri (þó þeir reyni að telja okkur trú um annað) í forgrunni. Þessi ótrúlega "umhyggja" fyrir útlendingum er ekki trúverðug og hefur fyrir mér gert Frjálslynda óstjórnhæfa. Ég á erfitt með að kjósa VG ef það yrði til að Frjálslyndir kæmust í stjórn.

Ég þekki marga góða sem ætla samt að kjósa Frjálslynda og virði það að sjálfsögðu en fyrir mér eru þeir algerlega úti. Framsókn er úti að sjálfsögðu. Hjarta mitt segjir að ég get ekki kosið Sjálfstæðisflokk. Ég segji eins og Egill Harðar bloggvinur minn, maður gæti alveg eins farið að hlusta á FM, gerast hnakki og haldið með KR :-)

Þá er það spurning með VG Samfó og Íslandshreyfinguna. Ég á marga vini í framboði hjá VG og gæti komist í klípu ef ég kýs þá ekki :-) En það er margt sem hræðir mig frá þeim. Mér finnst kraftur í yngri frambjóðendum flokksins og mér finnst styrkur þeirra liggja þar. Ég hef oftast kosið Samfó en hef fundist þeir ekki nógu markvissir í sínum stefnumálum. Það er aðeins að lagast núna á síðustu metrum. En sjálfsumgleði þeirra á undan hruni þeirra í skoðannakönnunum fór ægilega í mig ásamt þeirri óþolandi áráttu að vera hvorki með eða á móti í mörgum mikilvægum málum. Íslandhreyfingin sýnist mér vera andvæna fædd og virðist ekki ætla að ná flugi.

Ég hef sterkann grun um að eftir kosningar fari Sjálfstæðisflokkurinn í stjórn með annaðhvort Samfó eða VG. Aðrir möguleikar verði einfaldlega of veikir fyrir meirihlutastjórn. Næsta kjörtímabil verður ábyggilega erfitt fyrir hvaða stjórn sem er. Það verður niðursveifla. Þá er mjög mikilvægt að félagslegir þættir verði bættir og það verði ekki reynt að "redda" málum með enn meiri stóriðju. Þess vegna finnst mér að félagshyggjuöflin þurfa að hafa áhrif á næsta kjörtímabili. Það er bara einhvernveginn svo flókin staða á öllu núna finnst mér.

En jæja :-) ætlaði nú ekki að fara svona djúpt í stjórnmálapælingar :-) Eigið öll góðann dag. Ég ætla í bæjinn í dag og fylgjast með mannlífinu :-)


Ég vil vera stelpan hans Bobby's

 Ég verð að birta þennann snilldar texta fyrir vinkonur mínar. Þessi texti var saminn 1962 held ég og sem betur fer erum við eitthvað komin lengra í jafnréttisbaráttunni þó langt sé í land. 

Söngkonan sem flutti þetta lag heitir Susan Maugham og ég veit ekkert um hana Smile

 Bobby's girl

Njótið Grin

 

I wanna be Bobby's girl
I wanna be Bobby's girl
That's the most important thing to me-ee
And if I was Bobby's girl
If I was Bobby's girl
What a grateful, thankful girl I'd be

When people ask of me
What would you like to be
Now that your not a kid anymore-ore
(You're not a kid anymore)
I know just what to say
I answer right away
There's just one thing I've been wishin' for-or

I wanna be Bobby's girl
I wanna be Bobby's girl
That's the most important thing to me-ee
And if I was Bobby's girl
If I was Bobby's girl
What a grateful, thankful girl I'd be

Each day I stay at home
Hopin' that he will phone
But I think Bobby has someone e-else
(You're not a kid anymore)
Still in my heart I pray
There soon will come a day
When I will have him all to myse-elf

I wanna be Bobby's girl
I wanna be Bobby's girl
That's the most important thing to me-ee
And if I was Bobby's girl
If I was Bobby's girl
What a grateful, thankful girl I'd be
What a grateful, thankful girl I'd be-ee

 

Ha ha ha Hallærislegt?????? 

 


Nouvelle Vague

300px-NouvellevaguebandÆtla á tónleika í Hafnarhúsinu í kvöld og sjá Nouvelle Vague Smile Verð væntanlega að selja einhverja diska líka Wink Veit lítið reyndar hvernig Nouvelle eru á tónleikum en mér finnst plöturnar þeirra mjög skemmtilegar. Taka þekkt 80's popplög og flytja þau í "Lounge" útsetningum Smile

Ef ég væri ekki þar hefði ég farið á Nasa þar sem Ólöf Arnalds, Pétur Ben og Lay Low eru að spila í kvöld. 

 

Svo verður vinna á morgun. Endalaus vinna þessa dagana en það er allt í lagi það er svo gaman hjá okkur Happy Hlakka samt til sunnudagsins þá ætla ég að liggja heilalaus og horfa á einhverjar góðar myndir og hlusta á góða tónlist, liggja í heitum potti og hafa það ótrúlega næs Sleeping

 Góða helgi Smile

 


Gleðilegt sumar

Þá er sumarið komið samkvæmt dagatalinu :-)

Þetta sumar leggst rosalega vel í mig. Margt að gerast á lista og menningarsviðinu. Fullt af áhugaverðum tónleikum framundan. Spennandi kosningar. Svo er lífið bara svo yndislegt. Æðislegir vinir og fjölskylda.

Lífið er gott :-)

Gleðilegt sumar öll sömul :-) :-) :-) :-)


Skruddufundur

Í gærkveldi var haldinn fundur í menningar og lestrarklúbbnum Skruddunum. Fundurinn var frábær eins og alltaf. Við ræddum bók mánaðarins sem var Hroki og hleypidómar eftir Jane Austen. Ég varð að viðurkenna að ég náði ekki að klára bókina fyrir fundinn. Mér fannst hún alls ekki leiðinleg en hún var erfið lesa. Sögumátinn og viðhorfin á þessum tíma eru mér mjög framandi og stundum varð ég bara reiður yfir fordómum sem voru uppi á þessum tíma gagnvart náunganum. Á móti kom að mér fannst þessi hugsunarháttur mjög áhugaverður og gaman að pæla í hugsunargangi fyrir 200 árum. En allavega umræðurnar um bókina voru mjög fjörugar og áhugaverðar og flestir voru ánægðir með valið á viðfangsefninu :-)

Að sjálfsögðu voru önnur mál rædd sem spannaði allt frá Tíbeskum múnkum, Eurovision, SMS kynslóðina, pólítik, trúmál, passíusálmana, Keith Richards, uppeldismál, matargerð, actionary, leikhús og margt margt fleira.

Næsta bók sem var valin var Zorro eftir Isabel Allende og stóð valið á milli hennar og "The Dirt" æfisögu Mötley Crue :-) Sú bók ásamt æfisögu Keith Richards er reyndar skyldulesning fyrir alla áhugamenn og konur um ólifnað poppstjarna. Ótrúleg frásögn.

Næsti fundur verður svo haldinn hjá undirrituðum eftir 4 vikur. Takk fyrir æðislega kvöldstund og Lolla, þetta flan er vanabindandi :-)


Hallelújah helgi

Maður fyllist næstum tár í auga með að fylgjast með blogginu í dag. Eins og Simmi benti réttilega á í sínu bloggi. "Gríðarleg gæsahúð" "Gríðaleg stemming" "Magnað andrúmsloft" "Tilkomumikil samkoma". Hallelúja það mætti halda að maður væri að lesa um samkomur hjá Krossinum. Maður sér fyrir sig reykmettað sviðið, áhrifamikla tónlist og fram stíga í ljósashowi hetjurnar miklu sem ætla að stýra okkur almúganum næstu árum. Áhorfendur tárfella og klappa eins og mörgæsir og hreyfa hausinn hægt til hægri og vinstri með aðdáunarsvip í andliti. Ha ha maður fær dálítinn kjánahroll að fylgjast með þessu. Hvernig er annað hægt en að kjósa þessa dásamlega fólk. Verst maður getur bara kosið einn flokk!

En ég sé fram á góða helgi. Þarf að vinna eitthvað í dag en svo verður DVD kvöld hjá Sigga í kvöld. Við horfum væntalega fyrst á einhverja góða tónleika, svo einhverja skemmtilega mynd. Ég vona að eitthvað kraftmikið rokk verði fyrir valinu í kvöld, helst Megadeth eða Motorhead, ég er í þannig skapi í dag :-)

Á morgun er svo Skruddufundur þar sem við í Lesklúbbnum hittumst og ræðum menninguna frá öllum sjónarhornum. Ætli pólítíkin komi ekki líka til tals :-) Gruna það.

Fór á tónleika með Peter Björn & John á Nasa í gærkveldi. Það voru fínir tónleikar, fullt hús og góð stemming. Ég var að selja diska líka og tók í sölu einhverja boli fyrir hljómsveitina líka og fannst mjög fyndið hvað margir íslendingar voru að reyna tala við mig á bjagaðri ensku. Héldu greinilega að ég væri sænski bolanördinn :-)


Yndisleg helgi í Kjarnholti

Þá er yndislegri helgi í sveitinni lokið. Við gistum í Kjarnholti nálægt Gullfossi og helgin var í einu orði sagt frábær.

Það var góður kjarni sem var alla helgina og síðan var stöðugur gestagangur alla helgina af fólki sem kom og heimsótti hana Thelmu.

Þetta var mjög fjölbreyttur hópur af krökkum, unglingum og fullorðnum og að sjálfsögðu skemmtilegur hópur,

Það var svo yndislegt hvað helgin var eitthvað tímalaus, ekkert netsamband og maður einhvernveginn hvíldist svo vel. Fór í gönguferðir, heita pottinn, eldaði, spiluðum actionary, fórum í skoðunarferðir og áttum bara yndislegar samverustundir.

Hápunktarir voru að sjálfsögðu afmælið hennar Thelmu sem var glæsileg að vanda og fékk til sín ógrynni af skemmtilegu fólki alla helgina. Maturinn hennar Lollu er alltaf frábær og það var gaman af því við vorum svo mörg að við elduðum öll saman hitt og þetta svo var gengið í allt. Actionary leikurinn var frábær og ég fékk að leika Svarthöfða, Loga Geimgengil, Jarðskjálfta, Lindu að elta börnin sín, lús o.fl og ég er stoltur að mitt lið gat giskað á allt rétt sem ég lék :-) Og okkar lið vann :-)

Við fórum og skoðuðum Gullfoss og fengum góðar viðtökur í Gullfosskaffi þar sem okkur var boðið íslenska kjötsúpu og brauð sem smakkaðist ótrúlega vel. Mér var hugsað til náttúruna okkar og var hugsað til sögunnar þegar ég las um sögu Sigríðar Tómasdóttiur kjarnakonu frá Brattholti sem í byrjun síðustu aldar var að berjast á móti virkjun Gullfoss sem erlend fyrirtæki voru að sækjast eftir og fékk lítinn skilning frá stjórnvöldum. Voðalega hefur lítið breyst á þessum árum ekki satt? Gullkornið átti svo unglingurinn í hópnum sem sagði eftir smá tíma "Gullfoss er fallegur boring foss" :-) :-)

Við fórum á Geysi að sjálfsögðu og skoðuðum Skálholtskirkju. Gullkornið kom þar frá litlu stelpunni í hópnum sem sagði "Jæja þá erum við búin að skoða Kálholt" :-) :-) :-)

Takk Thelma fyrir yndislega helgi :-)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.