Færsluflokkur: Menning og listir

Skruddufundur í kvöld

Jæja þá er komið að næsta fundi hjá bóka og menningarklúbbnum Skruddunum í kvöld. Einhvernveginn grunar mig að kosningaúrslitin eigi eftir að hafa hug allra í kvöld en kannski komumust við að til að ræða bók mánaðarins sem var Zorró eftir Isabel Allende. Ég á auðvitað von á að allir verði búnir að lesa hana spjaldanna á milli Wink

 

 Annars ætla ég að vera á tónleikum í Þjóðleikhúsinu í dag þar sem Áshildur Haralds flautuleikari og fleiri flytja verk eftir Atla Heimi Sveins. 

 

Sjáumst hress í kvöld kæru Skruddufélagar Smile

 


Konono í kvöld :-)

Það verður örugglega frábær stemming í Hafnarhúsinu í kvöld þar sem hljómsveitin Konono n 1 frá Kongó er að spila. Þetta er akkúrat rétta stemmingin finnst mér. Fyrsti alvöru sumarstemmingsdagurinn í bænum í dag. Það var æðislegt að labba í sólinni það stutta sem maður náði í dag. Það var brjálað í vinnunni þannig maður náði ekki alveg að njóta dagsins. Vonandi verður svona veður á morgun. Þá fer maður snemma að kjósa og síðan í bæjinn Smile 

 

Ég ætla að sofa á því í nótt hvort ég kjósi VG eða Samfó. Það verður annað hvort. Ég er farinn að hallast örlítið meira að Samfó síðustu daga en kemur í ljós á morgun Smile

 

Það verður allavega afríkönsk stemming hjá undirrituðum í kvöld Wizard

 

 


Þjóðarauðurinn okkar

Jakobinarina 2Hér er enn eitt dæmið um hvað við Íslendingar erum ríkir á hugviti og hvar þjóðarauður okkar liggur. Af hverju gengur stjórnvöldum svo illa að skilja hve mikilvægur listageirinn er og hve mikil verðmæti liggja í listsköpun og útflutningi á tónlist og fleiri listgreinum? Það er búið að plægja akurinn. Björk, Sigur Rós. Nú berast fréttir af velgengni Garðar Cortes sem dæmi.

 

Á sama tíma berast fréttir að Geir Haarde hafi hafnað boði um að styrkja stórtónleika væntanlega vegna hræðslu um að boðskapurinn vekji athygli á umhverfisvernd Íslendinga sem ekki er til fyrirmyndar þessa dagana. 

 

Fyrirtæki eru farin að fatta þetta og styrkja orðið listgreinar mun meir. En einhverstaðar í stjórnkerfinu er þvílík tregða og gamaldags hugsunargangur ríkjandi. Vaknið og verið velkomin á 21 öldina takk fyrir!

 

Ég óska Jakobínurínu til hamingju með samninginn og er ekki í neinum vafa að þeim eigi eftir að ganga vel á sínu sviði hér heima sem erlendis. Þeir hafa kraftinn og frumleikannn sem þarf til sköpunar.

 

Smile Smile Smile


mbl.is Jakobínarína semur við EMI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voltadagur

VoltaÞað var rosalega gaman í vinnunni í dag. Volta platan með Björk kom til landsins og við vorum að undirbúa útgáfudaginn á mánudaginn og stemmingin var æðisleg. Platan var á blasti allann daginn og mikill erill :-) Það er góð stemming hjá fólki fyrir plötunni finnst mér. Hún er að fá fína dóma víðast erlendis. Ég er viss um að hún á eftir að teljast til merkilegri tónverka poppsögunnar. Útsetningarnar á plötunni eru æfintýralegar. Lagasmíðarnar með því betra sem Björk hefur gert. Ég ætla samt ekki að tíunda of mikið um plötuna en er spenntur að heyra viðbrögð bloggvina minna og annarra um plötuna. Þó hún sé vissulega mun aðgengilegri en síðustu verk Bjarkar þá þarf hún samt góða hlustun.

 

Ég hlakka svo til helgarinnar. Tveir góðir dagar framundan. Samblanda af afslöppun og heimsóknum er á dagskránni og nokkrar góðar myndir á leið í DVD tækið auk þess sem ég var að fá fullt af góðum diskum. Segji frá því nánar í næstu bloggum :-)


Smekkleysa Plötubúð flytur

Smekkleysa plötubúð, Gallerí Humar eða frægð og Elvis opna á nýjum stað á laugardaginn næstkomandi. Þeir hafa verið staðsettir á Klapparstíg undanfarið en flytja uppá laugaveg 28. Þar verður opnað Magasín þar sem saman eru Spúttnikk, Rokk og rósir, Smekkleysa plötubúð, Gallerí Humar eða frægð og Elvis. Plötubúðin verður í plássinu þar sem Ósama bolaverslunin var. Það verður aðstaða fyrir tónleika í magasíninu og væntanlega góð stemming :-)

Mér líst vel á þetta fyrirkomulag að hafa þessar búðir saman og innangengt á milli þeirra. Hver búð hefur að sjálfsögðu sitt svæði en það eykur á fjölbreytnina að hafa þær allar saman. Þetta svæði á laugavegnum er líka að verða ansi skemmtilegt. Flóran af litlum verslunum og stórum, fullt af góðum veitingastöðum og kaffihúsum. Skólavörðustígurinn orðinn æðislegur líka :-)

Miðbærinn rúlar! :-) :-) :-)


Heyr Heyr Vilhjálmur

Ég er einstaklega ánægður með afstöðu Vilhjálms til uppbyggingar á húsunum með upprunanlegu götumynd í huga. Ég verð að segja að ég undrast mjög afstöðu margra sem hafa tjáð sig að það ætti að byggja einhver háhýsi þarna. Ég bara skil ekki af hverju fólk vill ekki láta söguleg hús standa og að borgin hafi karakter sögunnar. Er ekki nóg af nýjum hverfum þar sem háhýsi geta risið?

Vilhjálmur bendir réttilega á að þetta hefur verið gert með góðum árangri við Vonarstræti sem er hárrétt. Haldið þið að það hafi ekki verið fallegt að hafa þar eitt stykki Moggahöll eins og er við Aðalstræti?

Velkomin til reykjavíkur kæru túristar. Hér er elsta hús okkar í miðbænum. Það var byggt 2010 eftir að við náðum að rífa alla þessa kumbalda sem voru að skemma borgina okkar frá síðustu tveim öldum! Æðisleg framtíðarsýn!


mbl.is Reykjavíkurborg vill kaupa hús sem urðu eldi að bráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt sumar

Þá er sumarið komið samkvæmt dagatalinu :-)

Þetta sumar leggst rosalega vel í mig. Margt að gerast á lista og menningarsviðinu. Fullt af áhugaverðum tónleikum framundan. Spennandi kosningar. Svo er lífið bara svo yndislegt. Æðislegir vinir og fjölskylda.

Lífið er gott :-)

Gleðilegt sumar öll sömul :-) :-) :-) :-)


Skruddufundur

Í gærkveldi var haldinn fundur í menningar og lestrarklúbbnum Skruddunum. Fundurinn var frábær eins og alltaf. Við ræddum bók mánaðarins sem var Hroki og hleypidómar eftir Jane Austen. Ég varð að viðurkenna að ég náði ekki að klára bókina fyrir fundinn. Mér fannst hún alls ekki leiðinleg en hún var erfið lesa. Sögumátinn og viðhorfin á þessum tíma eru mér mjög framandi og stundum varð ég bara reiður yfir fordómum sem voru uppi á þessum tíma gagnvart náunganum. Á móti kom að mér fannst þessi hugsunarháttur mjög áhugaverður og gaman að pæla í hugsunargangi fyrir 200 árum. En allavega umræðurnar um bókina voru mjög fjörugar og áhugaverðar og flestir voru ánægðir með valið á viðfangsefninu :-)

Að sjálfsögðu voru önnur mál rædd sem spannaði allt frá Tíbeskum múnkum, Eurovision, SMS kynslóðina, pólítik, trúmál, passíusálmana, Keith Richards, uppeldismál, matargerð, actionary, leikhús og margt margt fleira.

Næsta bók sem var valin var Zorro eftir Isabel Allende og stóð valið á milli hennar og "The Dirt" æfisögu Mötley Crue :-) Sú bók ásamt æfisögu Keith Richards er reyndar skyldulesning fyrir alla áhugamenn og konur um ólifnað poppstjarna. Ótrúleg frásögn.

Næsti fundur verður svo haldinn hjá undirrituðum eftir 4 vikur. Takk fyrir æðislega kvöldstund og Lolla, þetta flan er vanabindandi :-)


Hallelújah helgi

Maður fyllist næstum tár í auga með að fylgjast með blogginu í dag. Eins og Simmi benti réttilega á í sínu bloggi. "Gríðarleg gæsahúð" "Gríðaleg stemming" "Magnað andrúmsloft" "Tilkomumikil samkoma". Hallelúja það mætti halda að maður væri að lesa um samkomur hjá Krossinum. Maður sér fyrir sig reykmettað sviðið, áhrifamikla tónlist og fram stíga í ljósashowi hetjurnar miklu sem ætla að stýra okkur almúganum næstu árum. Áhorfendur tárfella og klappa eins og mörgæsir og hreyfa hausinn hægt til hægri og vinstri með aðdáunarsvip í andliti. Ha ha maður fær dálítinn kjánahroll að fylgjast með þessu. Hvernig er annað hægt en að kjósa þessa dásamlega fólk. Verst maður getur bara kosið einn flokk!

En ég sé fram á góða helgi. Þarf að vinna eitthvað í dag en svo verður DVD kvöld hjá Sigga í kvöld. Við horfum væntalega fyrst á einhverja góða tónleika, svo einhverja skemmtilega mynd. Ég vona að eitthvað kraftmikið rokk verði fyrir valinu í kvöld, helst Megadeth eða Motorhead, ég er í þannig skapi í dag :-)

Á morgun er svo Skruddufundur þar sem við í Lesklúbbnum hittumst og ræðum menninguna frá öllum sjónarhornum. Ætli pólítíkin komi ekki líka til tals :-) Gruna það.

Fór á tónleika með Peter Björn & John á Nasa í gærkveldi. Það voru fínir tónleikar, fullt hús og góð stemming. Ég var að selja diska líka og tók í sölu einhverja boli fyrir hljómsveitina líka og fannst mjög fyndið hvað margir íslendingar voru að reyna tala við mig á bjagaðri ensku. Héldu greinilega að ég væri sænski bolanördinn :-)


Goran Bregovic

Rosalega erum við Íslendingar heppin að eiga svona æðislegt menningarlíf :-) Ég held við gerum okkur oft ekki grein fyrir því hvað það er fjölbreitt miðað við að við erum 300 þús manna þjóð :-)

Ein af þeim fjölmörgu viðburðum í vor sem mig hlakkar ekkert smá til að sjá eru tónleikar með Goran Bregovic í laugardalshöll þann 19 mai næstkomandi. Ég er einmitt að hlusta á plötuna "Arizona dream" meðan ég skrifa þetta og ég man vel eftir tónleikum með Emir Kusturica í höllinni fyrir nokkrum árum með "The No Smoking band" sem voru æðislegir. Ég dillaði mér í viku á eftir. Bregovic gerði tónlistina við myndina hans "Underground".

Á vef listahátíðar má sjá brot af tónleikum með Bregovic www.listahatid.is

Hann er með stórhljómsveit að þessu sinni og ætlar að flytja lög úr brúðkaupum og jarðarförum. Það kom út plata með því nafni árið 2002 sem var frábær og reikna ég með að hann flytji efni af þeirri plötu. Hér má sjá lista yfir plötur sem hann hefur gefið út.

http://www.google.com/musica?aid=DQi4_26kciO&sa=X&oi=music&ct=result

Tónleikanir verða hápunktur Vorblóts hátíðar sem er á vegum Listahátíðar :-)

Hér má lesar nánar um hljómsveitina á heimasíðu Bregovic

http://www.goranbregovic.co.yu/biography-england.htm


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.