Heyr Heyr Vilhjálmur

Ég er einstaklega ánægður með afstöðu Vilhjálms til uppbyggingar á húsunum með upprunanlegu götumynd í huga. Ég verð að segja að ég undrast mjög afstöðu margra sem hafa tjáð sig að það ætti að byggja einhver háhýsi þarna. Ég bara skil ekki af hverju fólk vill ekki láta söguleg hús standa og að borgin hafi karakter sögunnar. Er ekki nóg af nýjum hverfum þar sem háhýsi geta risið?

Vilhjálmur bendir réttilega á að þetta hefur verið gert með góðum árangri við Vonarstræti sem er hárrétt. Haldið þið að það hafi ekki verið fallegt að hafa þar eitt stykki Moggahöll eins og er við Aðalstræti?

Velkomin til reykjavíkur kæru túristar. Hér er elsta hús okkar í miðbænum. Það var byggt 2010 eftir að við náðum að rífa alla þessa kumbalda sem voru að skemma borgina okkar frá síðustu tveim öldum! Æðisleg framtíðarsýn!


mbl.is Reykjavíkurborg vill kaupa hús sem urðu eldi að bráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Elsku, besti Miðbær  VIð eigum því fólki mikið að þakka sem barðist fyrir endurbyggingu Torfunnar og Iðnó, vildi ekki háhýsi í Hallargarðinum og fannst fáránlegt að rífa húsið sem hýsti Hattabúð Reykjavíkur í áratugi. Og gerði það að eðlilegasta hlut í heimi að vilja vernda Miðbæinn! Ég er himinlifandi með afstöðu Vilhjálms í þessu máli.

Kolgrima, 21.4.2007 kl. 13:40

2 identicon

Borgin á ekki að koma nálægt svona framkvæmdum.Skil ekki í Villa að detta þessi vitleysa til hugar.Eigendur lóðarinnar eiga að byggja það sem þeir vilja(Innan þess skipulags sem er í gildi) eða selja réttinn til einhvers annars enn borgarinnar

sigurbjörn (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 07:29

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Það ætti að vera hlutverk borgaryfilvalda að vernda götumynd miðborgarinnar. Bæði þessi hús voru friðuð og það hlítur að vera borginni til hagbótar vegna menningarsögu okkar að halda götumyndinni. Auk þess ef það eru byggð háhýsi á þessum stað yrði aldrei sólarglampi á lækjartorgi. Húsin mundi skyggja á sólina. Athafnamenn hafa næg svæði í borginni til að byggja. Eigendur húsanna vita að húsin eru friðuð og ber skylda að endurbyggja þau í upprunanlegu mynd.

Það veitir greinilega ekki af finnst mér að reka öfluga friðunarstefnu í borginni okkar og styrkja þær stofnanir sem hafa það hlutverk að vernda menningarsögu okkar. Það eru það margir sem eru tilbúnir að fórna henni á altari "hagkvæmni" og gróðarhyggju sem að mínu mati er misskilnigur. Ein mesta auðlind okkar eru ferðamenn og þeir vilja sjá fallega borg með sögu. Ekki miðbæ fullann af kringlum og glerhúsum. Ef borgin þarf að kaupa þessi hús til að endurbyggja þau þá er það hið besta mál. Þeir gefa strax til kynna með sínum athöfnum að það er ætlun borgarinnar að vernda þetta svæði og ég er óendanlega ánægður með það. Hvaða leið sem þeir velja er svo hið besta mál.

Kristján Kristjánsson, 22.4.2007 kl. 10:07

4 Smámynd: Kolgrima

Fyrir nú utan það hvað það er gott fyrir þá sem búa í Reykjavík að geta hugsað sér að fara niður í bæ!

Kolgrima, 22.4.2007 kl. 14:02

5 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Einmitt Kolgríma :-) Ég verð alltaf jafnhissa að heyra fólk segja "Ég fer í miðbæjinn á 17 júní og þorláksmessu". Ég er svo mikið miðbæjarbarn að ég næ því ekki :-)

Kristján Kristjánsson, 22.4.2007 kl. 14:38

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er búin að vera svo mikið í miðbænum að ég þarf ekki að fara nema einu sinni í viku! Muhahahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2007 kl. 20:47

7 identicon

Því miður var bara annað húsið friðað - það var ekki búið að ná hinu í gegn í því ferli.  Auk þess voru innviðir ekki friðaðir og bæði húsin hafa gengið í gegnum gríðarlegar breytingar frá því þau voru reist.  Hins vegar held ég að málið vandist aðeins þegar talað er um að varðveita götuímyndina og endurbyggja í upprunalegri mynd.  Götumyndin á þessu svæði hefur nefninlega breyst mjög mikið frá því þessi hús voru byggð og því erfitt að velja hvaða götumynd á nákvæmlega að varðveita.  Sem verðandi fornleifafræðingur hef ég mikinn áhuga á þesslags málum og vil benda á að áður en nokkuð verður aðhafst verður að fara fram fornleifauppgröftur til að kanna hvað hugsanlega gæti leynst undir brunarústunum. 

Guðrún F. 

Guðrún F. (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband