Jag heter Metallica Jörgensen

Samkvæmt vefritinu panama.is fengu sænskir foreldrar leyfi til að skíra dóttur sína Metallica. Þó Metallica sé ágæt hljómsveit færi maður nú seint að skíra barnið sitt eftir henni. Stundum finnst mér foreldrar hafi gleymt því hvernig er að alast upp. Barnið á líklegast eftir að líða fyrir þessi sniðugheit foreldranna. Hvað næst? Cannibal Corpse? Slayer? Flaming lips?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grumpa

Skítamórall Jónsson væri t.d frekar ósvalt

Grumpa, 26.3.2007 kl. 01:08

2 Smámynd: Jens Guð

Þjóðfélög sem eru blessunarlega laus við mannanafnanefndir eru betur sett en þau sem eiga allt undir sérvisku ríkisrekinna mannanafnanefnda.  Ásthildur Cesil barðist í mörg ár við að fá Cesil nafnið skráð með C (í stað Sesil).  Eftir margra ára streð fékk hún loks að heita í höfuðið á afa sínum. 

Vissulega fara sumir yfir strikið,  samanber Frank Zappa sem gaf dóttur sinni nafnið Mánapartur.  En krakkar hafa til vara þann rétt að breyta um nafn ef nafnið er íþyngjandi.  Tengdamóðir mín til næstum aldarfjórðungs var ósátt við að heita Þorláksína að millinafni.  Henni þótti það hljóma of líkt nafninu Appelsína.  Ég ráðlagði henni að fara á Hagstofuna og droppa þessu nafni.  Það var ekkert mál. 

Jens Guð, 26.3.2007 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband