Götulistamenn

Það er að koma vor og það var ánægjulegt í dag að sjá götulistamenn fyrir utan Bónus á laugavegi. Mér finnst svo gaman að sjá fólk spila á götuhornum og á förnum vegi. Það hefur einhvernveginn aldrei myndast stemming hérna heima á borð við erlendis þar sem þetta þykir sjálfsagt mál og hluti af borgarmenningu. Ég held að við Íslendingar lítum dálítið á götuspilara sem betlara sem er út í hött. Þetta er fólk sem er skemmta okkur og mér finnst sjálfsagt að þeir fái borgað fyrir það.

Ég bjó í New York í nokkra mánuði fyrir mörgum árum síðan og kynnist vel götulistamönnum þar. Minn uppáhaldspöbb var í háskólahverfi nálægt Columbiaháskólanum og það var athvarf fyrir listamenn sem voru margir hverjir voru að læra í háskólanum. Þar kynnist ég mörgum hæfileikaríkum tónlistarmönnum sem lifðu á spilamennsku í neðanjarðarlestum, götum og pöbbum. Það var yfirleitt fastur rúntur hjá flestum, fyrrihlutinn fór yfirleitt í að spila í neðanjarðarlestum og á fjölförnum götum, á kvöldin var oftast spilað á pöbbum og í litlum klúbbum. Það var yfirleitt borgað eitthvað smáræði á pöbbunum en eftir settin var hattur látinn ganga og höfðu flestir mest uppúr því. Flestir sem ég kynnist höfðu fínt uppúr þessu. Enda margir alveg frábærir listamenn.

Hér heima man ég bara eftir JóJó sem gerir þetta að staðaldri og líta flestir á hann sem dálítið skrítinn kall. Listamenn á borð við KK hafa góða reynslu á að spila erlendis sem farandstrúbatorar hefðu sennilega aldrei dottið í hug að gera það hér heima því eins og ég kom að áðan held ég að við lítum alltof mikið á svona spilamennsku sem betl og erum líka mjög nísk á að borga listamönnum fyrir vinnu sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grumpa

JóJó á listamannalun!!

Grumpa, 26.3.2007 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband