Konono No 1

KononoFöstudagskvöldið 11 mai næstkomandi eru spennandi tónleikar í Hafnarhúsinu. Það er hljómsveit frá Kongó sem heitir Konono No 1. Ég heyrði plötu með þeim í fyrra sem er æðisleg. Hún heitir Congotronics og kom út 2004. Konono spila líka á nýju Bjarkarplötunni sem kemur út á mánudaginn. Tónleikarnir eru á vegum listahátíðar og nánari upplýsingar má sjá á vef listahátíðar www.artfest.is Hér er lýsing á hljómsveitinni af þeirri síðu. Konono N°1 er stórskemmtileg og óvenjuleg hljómsveit frá Kinshasa, höfuðborg Afríkuríkisins Kongó. Konono N°1 hlaut BBC verðlaunin árið 2006 sem bestu nýliðarnir í heimstónlist og spila með Björk á nýjustu plötu hennar, Volta, sem kemur út 7. maí. Konono N°1 hefur verið þekkt víða um heim frá 2005, sérstaklega í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem hljómsveitin hefur ferðast um og komið fram. Hún er engu að síður orðin rúmlega 25 ára gömul. Stofnandi hennar er tónlistarmaðurinn Mawangu Mingiedi, meistari á likembé sem er hefðbundið hljóðfæri þar í landi. Mingiedi er af Bazombo-ættflokknum sem býr við landamærin að Angóla og tónlist hans byggir því að mestu á hefðbundinni tónlist frá heimahéraðs hans. Hann hefur svo bætt við hana og rafmagnað og hefur tónlistin litast mjög af hljóðkerfi hljómsveitarinnar, sem er mjög frumstætt og að mestum hluta búið til úr gömlu dóti sem Vesturlandabúar hafa skilið eftir í landinu. Þessi heimatilbúni tæknibúnaður hefur átt mikinn þátt í að þróa sérstæðan stíl hljómsveitarinnar svo að hún hefur, nánast af slysni, komist í raðir þeirra bestu í tilraunatónlist, framúrstefnurokki og -raftónlist. Í hljómsveitinni eru, auk Mingiedi, 10 manns, þar af þrír sem spila á raflikembé, þrír söngvarar, ásláttarleikarar og dansarar. Raflikembé er heimatilbúið likembé þar sem hljóðnemar úr seglum frá gömlum bílahlutum hafa verið tengdir við hljóðfærið og það magnað upp. Ásláttarleikararnir spila bæði á hefðbundnar trommur frá Kongó og einnig potta og bílahluti og annað það sem nýtilegt þykir sem ásláttarhljóðfæri. Hljómar spennandi :-)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var hrikalega spennt þegar ég heyrði um þessa hljómsveit, er að gera allt sem í mínu valdi stendur til að eignast þessa plötu.

Maja Solla (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.