Dýr landskynning?

line_up_londonFinnst stjórnmálamönnum 15 milljónir dýr landskynning? Það er áætlað að um 2 milljarðar horfi á tónleikana. Hve miklum tekjum hefði þetta getað skilað á ferðamönnum sem kæmu til landsins vegna tónleikanna. Mér finnst þetta ekki gott mál. Vonandi verða ný stjórnvöld skilingsríkari á að við lifum í alþjóðlegu umhverfi og ættum að nota öll góð tækifæri til að kynna ísland á jákvæðann hátt. Var þetta kannski út af því að þetta er umhverfisátakstengt verkefni? Maður hlítur að spyja sig?

 

Myndin sem er hér til hliðar er frá Live Earth tónleikunum í London. 


mbl.is Hætt við Live Earthtónleika í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég varð svo svekkt þegar ég las þetta, að ég átti ekki til orð.

Þetta er ég líka hrædd um að muni verða til þess að við munum aldrei fá svona boð aftur, það eru ansi fljótar að berast fréttir innan þessa tónleikahaldara um allt hvað það eru miklir fýlupúkar við stjórn á Íslandi.

Maja Solla (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 08:28

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ætti þá ekki að styrkja alla aðra viðburði 
sama um hvaða málefni um er að ræða bara ef það hugsanlega fær áhorf.
Afhverju var þá verið að vísa klámráðstefnunni burt hefðum við ekki bara átt að styrkja hana? Annars hlýtur fólk  að geta borgað þetta sjálft ef svon mikill áhugi er fyrir þessu.

Grímur Kjartansson, 9.5.2007 kl. 09:38

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Er það bara ég eða eru tónleikar til styrktar umhverfisvernd ekki jákvæðari landskynning heldur en klámráðstefna? Höfum við ekki dómgreind til að áætla hvað svona atburðir sem 2 milljarðar manna horfi á geri gagn í krónum talið fyrir okkur? Setur þú til jafns tónleika í Nasa sem 500 Íslendingar sjá og tónleikar sem eru sjónvarpaðir til 2 milljarða? 

Kristján Kristjánsson, 9.5.2007 kl. 10:31

4 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Það er afar vanhugsað að bera saman klám og tónleika þó það væri ekki nema bara fyrir það að klám er ólöglegt. Ég er sammála þér Kiddi og fleirum að mér fundust það mikil vonbrigði að Live Earth var vísað frá með áhugaleysi stjórnvalda. Get ekki annað en velt því fyrir mér hvort það sama hefði gerst ef önnur stjórn (umhverfisvænni) hefði setið við völd???? Kona bara spyr sig.

Thelma Ásdísardóttir, 10.5.2007 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband