Oumou Sangare

Það er skammt viðburða á milli þessa dagana og næsti atburður á dagskrá hjá mér eru tónleikar Oumou Sangare á Nasa næsta fimmtudag.

 

Hér er kynning á Oumou frá Hr. Örlygi. 

 Oumou 2

Oumou er oft kölluð „Söngfugl Wassoulou tónlistarinnar“, en svo nefnist hin suður-Malíska tónlistarstefna sem hún hefur gert að sinni eigin. 

Malí hefur löngum skipað sérstakan sess hjá unnendum heimstónlistar. Það mikla og metnaðarfulla tónlistarlíf sem þar er að finna byggir á ríkri, aldagamalli hefð landsins í bland við alþjóðlegar stefnur og strauma svo úr verður seiðandi blanda sem erfitt er að standast, líkt og þeir sem á hafa hlýtt geta vitnað um. Og í gróskumiklu landslagi Malískrar tónlistar stendur Oumou Sangaré uppúr eins og tindur, enda helsta söngstjarna landsins allt frá því hún gaf út sína fyrstu skífu, Moussolou („Konur“), árið 1990, aðeins 21 ára að aldri. Oumou er oft kölluð „Söngfugl Wassoulou tónlistarinnar“, en svo nefnist hin suður-Malíska tónlistarstefna sem hún hefur gert að sinni eigin. 

Frá upphafi ferils síns hefur Oumou barist ötullega fyrir því að bæta stöðu kvenna í Malí, sem og þeirra sem minna mega sín um allan heim; hafa sumir söngtextar hennar því verið umdeildir í hinu oft-íhaldssama samfélagi Malíbúa. Umfjöllunarefni á borð við kynlífsnautnir kvenna og kröfu þeirra  til sjálfstæðis og menntunar hafa ekki alltaf fallið í ljúfan jarðveg hjá öldungum landsins. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að hún er ein virtasta og vinsælasta söngkona landsins og einn helsti fulltrúi þess að alþjóðavettvangi heimstónlistarinnar, en breiðskífurnar Ko Sira (1993) og Worotan (1996) auk safnskífunnar Oumou (2004) komu allar út hjá hinu virta plötufyrirtæki World Circuit og hlutu einróma lof gagnrýnenda allra þjóða. Hún hefur og farið vel heppnaðar tónleikaferðir um heiminn með listamönnum á borð við Femi Kuti, Baaba Maal og Boukman Ekseryans. Það er Hr. Örlygi sérstök ánægja að standa fyrir komu þessarar frábæru listakonu á Vorblót 2007. 

Oumou Sangaré kemur fram í Nasa við Austurvöll, þann 17. maí. Tónleikar hefjast kl. 20:00

Oumou Sangaré heimasíða: www.worldcircuit.co.uk/#Oumou_Sangare::Biography
Oumou Sangaré á Wikipedia: www.en.wikipedia.org/wiki/Sangare

 

Ég held þetta verði frábærir tónleikar. Ég hef hlustað á diska með Oumou og þeir eru mjög góðir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband