Færsluflokkur: Bloggar

Tónleikadónar

Ég skemmti mér svo vel á Jethro Tull tónleikunum í gær að ég var ekki að láta nokkra hluti pirra mig. En núna eftir á finnst mér vert að geta hvað sumt fólk getur verið ótillitsamt og hreinlega dónalegt á svona samkomum.

Fyrst fyrir utan háskólabíó þá keyrðum við að bílastæði sem var að losna. Þetta var eina lausa stæðið í þessari röð. Ætluðum svo að bakka í stæðið eftir að við hleyptum bíl framhjá sem var að fara. Erum byrjuð að bakka þegar jeppi treður sér framhjá og í stæðið! Maður hefur lesið um að erlendis hafa menn verið lamdir eða verra í umferðinni fyrir svona dónaskap og ég skil það mjög vel. En ég var í svo góðu skapi að ég lét nægja að vorkenna svona mönnum sem vita ekki hvað kurteisi og tilitssemi er. Þetta kemur einhverntímann í hausinn á þeim því ég trúi að menn uppskeri sem þeir sái.

Svo á tónleikunum sjálfum. Fyrir utan þann ótrúlega ósið að mæta of seint á sitjandi tónleika og troða sér í sætin eftir að hljómsveitin er byrjuð, þá er alveg óskiljanlegt að á 3 bekk sat maður fyrir miðju og þurfti að troða sér framhjá öllum í miðju lagi til að fara fram til að ná sér í vínglas! Þetta voru rúmlega tveggja tíma tónleikar með hléi! Kommon ef menn geta ekki setið á sér í klukkutíma án þess að bæta í glasið sitt þá eiga menn að sitja heima!

Takk aftur Performer og Tull fyrir æðislega tónleika :-)


Ég skemmti mér...

...rosalega vel á þessum tónleikum. Í fyrsta lagi vill ég þakka sveitinni og tónleikahöldurum fyrir að halda svona tónleika í háskólabíó. Það er mikil upplifun að horfa á svona snillinga í nærmynd :-)

Ian Anderson var í fantastuði, reytti af sér brandarana og spilaði guðdómlega á flautuna. Röddin var ekki alveg í besta standi en að öðru leyti var hann óaðfinnanlegur. Hann meir að segja stendur á einni löpp ennþá :-)

Hann þreyttist ekki á að gera grín af aldri sínum og tónleikagesta og þegar hann hafði spilað fyrstu 2 lögin sem voru frá 1968 tilkynnti hann tónleikagestum að hann ætlaði að færa sig nær nútímanum og flutti lag frá 1969 :-)

Útsetningin á Aqualung var frekar skrítin og ég viðurkenni að hafa frekar vilja heyra útgáfu nær upprunanlegu útgáfunni en hann bætti það upp með frábærum útgáfum af t.d. Thick as a brick, Bouree, Living in the past, Budapest, Jack in the green o.fl o.fl o.fl.

Takk fyrir góða skemmtun :-)


mbl.is Jethro Tull skemmti sér og öðrum í Háskólabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun!

 Heiða bloggvinkona mín er byrjuð á nýrri herferð til að vekja athygli á nauðgunarlyfinu  Flunitrazepam

 

Flunitrazepam er sama lyf og Rohypnol, engu breytt nema nafninu, og hefur verið þekkt sem nauðgunarlyf í mörg ár. 

 

Í vor sendi ég áskorun til landlæknisembættisins ásamt fjölda annara moggabloggara og það hafði þau áhrif að þeir svöruðu Heiðu og ætluðu að kíkja á málið. Þar sem Heiða skrifar miklu betur um þetta mál heldur en ég gæti gert ætla ég að linka á hennar skrif og hvet alla til að skoða þetta mál.

 

 

SAMANTEKT 

 

Netfang lyfjastofununnar er

 

lyfjastofnun@lyfjastofnun.is

Það er ljóst í hennar skrifum að hún hefur kynnt sér málið mjög vel og það eru lyf sem gætu komið í staðinn fyrir þetta lyf.

 

Endilega kynnið ykkur málið og bloggið um þetta á ykkar síðum. Ef nógu margir láta heyra í sér gerist eitthvað. Annars ekki. 

 

 

 

 

 


Þetta fer í bókina....

...."vitlausar hugmyndir sem stjónmálamenn framkvæma". Þvílíkt bull hefur varla heyrst, hvað þá verið framkvæmt. Hvaða gagn á þetta eftir að gera? Nú drekka rónarnir volgann bjór í staðinn fyrir kaldann. Öll vandamál miðbæjarins eru leyst hér með. Hamingja LoL

 

Sendi Villa kveðju með lagi með Angus og co.

 

 

 


mbl.is Kælirinn fjarlægður úr vínbúðinni í Austurstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arnold Layne

Þetta var þá helgi til að leggjast í pest.

 

Missti af menningarnótt og Skruddufundi í kvöld :-(

 

Svekkjandi en þýðir ekkert að væla. Horfi bara á nafnana Gilmour og Bowie!

 

 


Samkvæmt kaffiprófinu

 

 

 

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Espresso!
30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?

Í umferðinni

 

Þessa sögu fékk ég í pósti frá vinnufélaga mínum í morgun. Fannst hún svo frábær að ég verð að birta hana Smile

 

Þegar ég var á leiðinni upp Ártúnsbrekkuna í morgun leit ég til hliðar
og þar var kona á splunkunýjum BMW. Hún var á svona 120 km hraða með
andlitið upp í baksýnisspeglinum og var á fullu að sminka sig með
meikup-græjurnar í sitt hvorri hendi og annan olbogan á stýrinu.
Ég leit fram á veginn eitt augnablik og næst þegar ég leit á hana var
bíllinn hennar á leiðinni yfir á mína akrein og samt hélt hún áfram að
mála sig eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Mér brá svo mikið að ég missti ferðarakvélina mína á roastbeefsamlokuna
sem ég hélt á í vinstri hendinni. Í panikkinu við að afstýra árekstri við
konuhelvítið og ná stjórn á bílnum, sem ég stýrði með hnjánum, datt
gemsinn minn úr hálsgrófinni og ofan í kaffibollann sem ég var með á
milli fótanna. Það varð til þess að brennheitt kaffið sullaðist á Orminn
Langa og tvíburana tvo. Ég rak upp öskur og missti við það sígarettuna
úr munninum og brenndi hún stórt gat á sparijakkan og ég missti af
mikilvægu símtali! Hvað er að þessum helv. kellingum?

 


Hef grun um....

...að lagið komi betur út með Presley sóló en með dótturinni.

 

 

 

 

 

En Presley mun alltaf lifa!


mbl.is Lisa Marie Presley syngur með föður sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strætóraunir (Enn og aftur)

Ég er alveg sannfærður að ein aðalástæðan fyrir lélegu gengi Strætó eru bílstjórarnir. Það virðast allt of margir bitrir menn með mikilmenskubrjálæðiskomplexa ráðast í þetta starf. Ekki allir vissulega en ansi margir finnst mér. Mönnum finnst þeir hafa eitthvað "vald" yfir greyjunum sem "neyðast" til að ferðast með strætó. Farþegar eru þriðja flokks lýður. Hve oft mætir maður fýlusvip og hnussi þegar maður býður góðann dag. 

 

Einn slíkur fékk að sýna "vald" sitt í morgun þegar ég sýndi græna kortið mitt í morgun og það var útrunnið. Klaufaskapur vissulega en lítið mál að redda því á næsta sölustað hefði maður haldið. En nei, bílstjórinn þreif af mér kortið og hreytti í mig reiðilega að kortið væri útrunnið. Mér brá og skammaðist mín vissulega yfir klaufaskapnum en öll erum við mannleg væntanlega og ég spurði bílstjórann hvort ég mætti ekki kaupa nýtt kort á hlemmi þangað sem ég var að fara. En nei nei, þú mátt sitja með niðrí mjódd og kaupa kort þar. Allt í lagi ég næ þér áfram niðrí bæ spurði ég en nei hann ætlaði EKKI að bíða eftir mér. Enda hvað hafa svona ræflar eins og ég að gera með útrunnið kort! Ég stökk út í mjódd og náði með herkjum vagninum sem komst ekki í burtu áður en ég kláraði.

 Ég hef væntanlega bjargað deginum hjá bílstjóranum. Hann náði aldelis að sýna mér hver er "bossinn".

 

En í alvöru talað er svona "þjónusta" út í hött. Smá kurteisi og tilitsemi við farþega kostar ekki neitt og mundi örugglega hvetja fleiri til að nota strætó en mér sýnist ansi langt í það því miður.

 

 

 


525 dagar

Þangað til við losnum við versta forseta allra tíma.

 

 




Neil Young vill losna við hann fyrr. <


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband