10 Bestu Thrash Metal Hljómsveitinar

Sá flokkur þurgarokksins sem flokkast undir "Thrash Metal" hef ég alltaf verið hrifinn af. Þessi tónlist byrjaði að þróast uppúr 1980 og náði toppi í loks þess áratugar. Classic Rock blaðið góða valdi á dögunum 10 bestu sveitirnar og bestu plöturnar með þeim sveitum. 

 

Annihilator10. sæti

Annihilator

Plata sem mælt er með 

Alice In Hell (1989)

 

 

 

 

 

Sabbat

 

 

9. sæti

Sabbat

Plata sem mælt er með

Dreamweaver: Reflections Of Our Yesterdays (1989)

 

Exodus

 

8. sæti

Exodus

Plata sem mælt er með

Bonded By Blood (1985)

 

 

 

 

 

Anthrax

 

 

7. sæti

Anthrax

Plata sem mælt er með

Among The Living (1987)

 

 

Slayer

 

 

6. sæti

Slayer

Plata sem mælt er með

Reign In Blood (1986)

 

 

 

Celtic Frost

 

 5.sæti

Celtic Frost

Plata sem mælt er með

Into The Pandemonium (1987)

 

 



Sacred Reich4. sæti

Sacred Reich

Plata sem mælt er með

Ignorance (1987)

 

 

 

 

 

Testament

 

 

3. sæti

Testament

Plata sem mælt er með

The Legacy (1987)

 

 

 

Megadeth

 

2. sæti

Megadeth

Plata sem mælt er með

Rust In  Peace (1990)

 

 

 

Metallica

 

1. sæti

Metallica

Plata sem mælt er með

Master Of puppets (1986)

 

 

 

Rokk og roll Devil

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Metallica er talið vera Trash þá var svo sem fyrirséð að fátt kæmi í veg fyrir veru þeirra á toppi listans, en venjulega er Metallica flokkað undir SpeedMetal. Það sem kemur mér á óvart er hinsvegar að sjá Slayer (annað SpeedMetal band) einungis í sjötta sæti með Reign in Blood. Þessi plata er yfirleitt mun ofar á listum sem þessum, enda tímamótaverk í Metalsögunni. Svo er Megadeth þarna sem er líka SpeedMetal þannig að þetta er greinilega svona Trash/Speed Metal listi.

Annað kemur mér á óvart. Ég hélt að Anthrax yrðu ofar. Þeir eru í raun langvinsælasta hljómsveitin sem tilheyrði þessu púra Trash metali.

Annars verð ég aldrei sáttur við Trashlista ef að Nuclear Assault og Over Kill eru ekki á honum. Þess utan er þetta ágætis listi.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 09:24

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég á bara Metallica plötuna þekki hinar ekki.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 18:32

3 identicon

Ég gleymdi að nefna Kreator! Það er óskiljanlegt að þjóðverjanir geðþekku skuli ekki fá sæti á listanum. T.d. mun betra og merkara band en Celtic Frost.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 18:55

4 identicon

Sammála þessu en hefði viljað sjá Death á þessum lista

Res (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 20:13

5 identicon

Kreator betri enn Celtic Frost ?

Er ekki í lagi ? Kreator góðir en ekki betri enn Celtic Frost.  isssssssssss

Dewd (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 21:10

6 Smámynd: Jens Guð

  Ég geri ekki ágreining um þennan lista.  Tek þó undir með Aðalsteini að ég hefði viljað sjá Anthrax ofar á honum og Nuclear Assault á honum.  Hinsvegar eru skilin á milli trash og speed oft óljós.  Speed er í mörgum tilfellum trash.  Metallica er einmitt dæmi um það.  Á köflum vel að merkja. 

Jens Guð, 12.9.2007 kl. 01:31

7 Smámynd: Haukur Viðar

Koma svo drengir.......thrash, ekki trash

Sáttur með Rust In Peace þarna

Hefði viljað sjá Ride the Lightning þarna frekar en MOP, sem er þó frábær.

Among the Living er klassaplata.

Reign in Blood er hardcore-pönk og ekkert annað og ég þreytist aldrei á að viðra þá skoðun mína. 

Haukur Viðar, 12.9.2007 kl. 01:39

8 identicon

Já þetta var slysaleg stafsetningarvilla. Óþolandi.

Ég hugsa að Death yrðu aldrei flokkaðir undir annað en Death-metal. Sú sena spratt upp úr thrash-metalinu. Ef death-metal böndin væru talin með væri formsatriði að Death mundu ná topp 5. Eina death-metal bandið sem ég hef haft mætur á.

Annars er svo sem ekkert að marka mig í þessu málefni þar sem ég er alltof heitur þegar kemur að þessu enda mín uppáhaldstónlistarstefna.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 14:53

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kiddi!

Þetta er skemmtilegt, á eða hef átt flestar ef ekki allar þessar plötur, en lét Bubba nokkrum eftir (gaf honum eða seldi) hygg ég eina eða fleiri af þeim! (þú veist hvaða snilling ég er að tala um!) Allar nema Megadeth, átti ég upphaflega eða einungis bara á gamla góða LP forminu!Og án þess ég blandi mér neitt í þetta tal um "þettafrekarenhitt" þá skipti Kreator nú um stíl fyrir nokkrum árum, allhressilega yfir í tja hvað skal segja, "progmetal" held ég bara, svo þeir teljast kannski ekki gjaldgengir eftir allt saman!?

Magnús Geir Guðmundsson, 13.9.2007 kl. 00:10

10 identicon

Kreator voru í ruglinu á tíunda áratugnum eins og margar aðrar sveitir sem vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið í grunge senan tröllreið öllu.

Thrashmetalhausar ættu þó að vera ánægðir að heyra að Kreator hafa séð að sér og gefið út tvær brilljant thrashmetalplötur á undanförnum árum. Sú nýrri, "Enemy of god" er með bestu thrashmetalplötum sem gefnar hafa verið út eftir að thrashæðið dó út í kringum 1990. Brilljant plata. Hin "Violent revolution" er einnig mjög góð. Þetta eru því einungis dillur í Classic rock að hafa þetta band ekki með.

Nú, svo var nú Metallica að spila eitthvað allt annað en thrash/speed í þessari load vitleysu sinni.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 09:36

11 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Já ég held að Classic Rock sé að tala um hljómsveitir sem þeir telja hafa mótað þessa senu. Uppúr 90 breyttust margar þessar hljómsveitir og Metallica mundi ekki teljast til Thrash metal í dag Ég er ágætlega sáttur við þennann lista þó maður vilji nú alltaf sjá sumar plötur ofarn o.fr. 

Ég er sammála með "Enemy of god" plötuna. Hún er þrælfín. Þarf að tékka á "Violent revolution" hún hefur farið fram hjá mér.

 Maggi: Fyrst þú varst að losa þig við plöturnar er Bubbi snillingur örugglega rétti maðurinn til að erfa þær Ég þarf að reyna kíkja norður fljótlega og heimsækja félagana. Það er orðið of langt síðan að maður kom norður.

Kristján Kristjánsson, 13.9.2007 kl. 11:53

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm Bubbinn var vel að þeim komin, en það eru mörg ár frá því hann fékk m.a. LP útgáfuna af t.d. Inti The Pandemonium með Celtic Frost!

Já, þið megið ekki láta "Mafíuna" leggjast endanlega útaf þótt sú ítalska hafi gefið sig í seinni tíð haha!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.9.2007 kl. 16:25

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Lognast út af er víst betra að segja!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.9.2007 kl. 16:27

14 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég er mikill Slayer aðdáandi og hef séð þá þrisvar á tónleikum og þeir hafa alltaf verið frábærir. Ég er líka sammála að síðustu plötur hafa verið alveg brill með þeim og þeir verða bara betri og betri!

Kristján Kristjánsson, 17.9.2007 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.