Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Páskafrí

Jæja þá er komið langþráð páskafrí :-)

Er á leiðinni í dag í sumarbústað með vinum og vandamönnum rétt hjá Gullfoss og Geysi :-) Það verður afslöppun, gönguferðir, samverustundir með fólki sem mér þykir vænt um :-) Æðislegt.

Á mánudagskvöld eru það svo Bjarkartónleikarnir og ég er spenntur að sjá þá. Mér finnst frábært að Jónas Sen sé kominn í hljómsveitina hjá Björk. Hann á eftir að taka sig vel út á flyglinum :-)

Svo eftir páska verður spennandi að fylgjast með pólítíkinni fram að kosningum. Það getur allt gerst greinilega miðað við skoðannakannanir. Annars finnst mér að þessir blessuðu pólítíkusar ættu að hætta að tvístíga alltaf. Það er eins og þeir séu alltaf svo hræddir við að hafa ekki allar dyr opnar fyrir stjórnarsamstarf. Maður veit aldrei hvar þeir enda eftir kosningar. Ætla VG í samstarf við sjálfstæðisflokk? Ætla Samfó í samstarf við sjálfstæðismenn? Getur ISG unnið undir Steingrími í stjórn? Ætla vinstri flokkarnir að starfa með Frjálslyndum eftir innflytjendaútspil þeirra?

Maður fær aldrei nein svör því oftast vilja flokkar bara komast í stjórn og þá vilja stundum málefnin fjúka. Þetta er séríslenskt fyrirbrigði.


Spakmæli

Þar sem nokkrir sem ég þekki eiga stórafmæli á næstunni datt mér í hug spakmæli sem ég held að hafi örugglega komið frá Mark Twain.

 

Age is mind over matter.

If you don't mind it doesn't matter

 

SmileSmileSmile

 


Skruddurnar

Við stofnuðum nokkrir vinir lesklúbbinn "Skruddurnar" fyrir stuttu. Tilgangurinn er að sjálfsögðu að hittast í góðum félagsskap og ræða bókmenntir og önnur andans mál. Fyrsta bókin sem tekin var fyrir er "Hrafninn" eftir Vilborgu Davíðsdóttir og fannst mér það vel valið.

Lög klúbbsins voru samþykkt neðantalin.

1. Stefnt er að því að halda fund á fjögurra sunnudaga fresti að kvöldi dags.
2. Á hverjum fundi skal ákveðið hver heldur næsta fund og hvaða bók skal lesin.
3. Allir lesa sömu bókina.
4. Sá/sú sem heldur fundinn, fær að velja bókina sem verður tekin fyrir næst. Ef meirihluti mættra félagsmanna mótmælir viðkomandi bók harðlega skal eitthvað annað merkisrit tekið.
5. Eins skal fundagerðarbókin fylgja á alla fundina og vera til taks ef fundarmenn fyllast mikilli ritþörf. Eftir hvern fund skal færa í bókina samantekt úr þeirri visku sem hnaut af vörum félagsmanna og kvenna.
6. Umræður skulu fara málefnalega fram og nálgast skal viðfangsefnin með jákvæðum huga.
7. Handalögmál og andlegt ofbeldi er bannað, jafnvel þó að skoðanir séu mjög skiptar.
8. Notkun áfengis og vímuefna skal stillt í hóf.
9. Börn og grænir göróttir kokteilar eru bannaðar á þessar samkomur.
10. Félagsmenn og konur skulu virða þessar reglur eða að öðrum kosti þurfa að lesa allt Thor Vilhjálmsson safnið og verða síðan að taka próf úr því efni sem hinir félagsmenn búa til.

Næsti fundur verður á sunnudag og spennandi að heyra viskuna sem félagar eiga eftir að ausa úr brunni sínum :-)


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband