Færsluflokkur: Matur og drykkur
Engisprettur og Græna ljósið
20.4.2008 | 19:44
Skellti mér í Þjóðleikhúsið í vikunni og sá leikritið Engisprettur. Það er eftir Serbeskann höfund, Biljana Srbljanovic, fyrsta leikrit sem ég sé eftir Serba held ég. Í stuttu máli var þetta stórfínt leikrit. Allir leikarar stóðu sig með prýði, sérstaklega Sólveig Arnarsdóttir. Uppsetningin var alveg frábær. Sviðsetningin einstaklega vel heppnuð. Mæli með þessari sýningu.
Keypti svo kort á kvikmyndahátíð Græna ljóssins og hef séð fjórar sýningar. Þar stendur uppúr stórgóð heimildarmynd um Darfur. Loksins náði maður að sjá atburði heildrænt og skilja betur fáráðleikann bakvið þennan harmleik.
Verð að vera duglegur í næstu viku því ég á átta myndir eftir
Skellti mér á kvikmyndatónleika með sinfóníunni á laugardag og það var skemmtilegt. Gaman að sjá öðruvísi tónleika með þeim. Star Wars kom alveg sérstaklega vel út
Fór síðan út að borða með elskunni minni á La Primavera á laugardagskvöldið. Ég mæli mjög með þeim stað. Úrvalsmatur og frábær þjónusta. Var að borða þarna í fyrsta skifti en kem alveg örugglega aftur
Gleðilegt ár...
31.12.2007 | 14:01
.....kæru bloggvinir. Takk fyrir æðislega skemmtilegt bloggár og sjáumst hress eftir áramót.
Í kvöld fylgist maður væntanlega með árinu fjúka burt í góðra vina hópi