Fyrsta bloggfærsla

Ég áhvað að færa mig yfir á moggabloggið. Mannlífið hér er fjölbreytt og heillandi og mun ég nota bloggið fyrir áhugamálin og eins er tækifæri að taka þátt í æðislegum skoðanaskiftum sem heillar mig mjög.

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

Blessaður kæri vinur.

  Gaman að sjá þig í hópnum.  Ég byrjaði að blogga fyrir mánuði síðan og hef skemmt mér vel.  Fyrstu dagana voru heimsóknir fáar.  Svo hlóðu utan á sig 4 - 5 fleiri heimsóknir nánast reglulega hvern dag.  Ég datt út í nokkra daga þegar ég skrapp til Ísafjarðar.  Þá duttu heimsóknir niður úr 80 í 24.  Eftir það hlóðust þær reglulega upp aftur dag frá degi.  Eru í dag um 200.  Með sama áframhaldi er stutt í 300 - 400 daglegar heimsóknir.  

  Það sem mér þykir svo gaman við þennan bloggheim er að ég hef rekist á marga gamla kunningja.  Gömul skólasystkini,  gamla félaga úr blaðamennskunni og aðra kunningja.  Það er gaman að fylgjast með daglegum bloggfærslum þeirra og endurnýja kynni sem hafa rofnað allt aftur til 35 ára.

  Þar fyrir utan hef ég náð í gegnum bloggið einu skrautskriftarnámskeiði (sem kannski hleður utan á sig) og umfjöllun í Vikunni um færeysku tónlistarhátíðina AME sem verður á Nasa 31. mars.

  Þannig að þeim tíma sem varið er í bloggið veitir ekki aðeins ánægju heldur skilar sér líka í viðskiptalegu tilliti.  Þessi vettvangur býður líka upp á útrás fyrir öfga skoðanir mínar á músík.  Á þeim vettvangi er gott að njóta liðsinnis alvöru rokkara.  Það verður gaman að hafa þitt blogg inni í daglegum rúnti um bloggheima.  

Jens Guð, 10.3.2007 kl. 00:34

2 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Velkomin.
Ég er nú ekki eins dugleg að skrifa og Jens og langt í frá að fá jafnmikið af heimsóknum.  En þar sem ég bý á hjaranum, þá er fólkið sem ég hitti hér stundum það eina sem ég "hitti" vikum saman.
Jens flott hjá þér með skrautskriftarnámskeiðið.  Mig hefur alltaf langað að koma að læra hjá þér, en ekki komist þegar þú hefur verið hér fyrir vestan.

Kristján ég mun kíkja í kaffi af og til.
Kveðja

Birna Mjöll Atladóttir, 11.3.2007 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.