Skruddukvöld

Við héldum fund í lesklúbbnum Skruddunum síðasta sunnudag. Þetta var æðislegur fundur þar sem við fórum fyrst yfir bókina Hrafninn eftir Vilborgu Davísdóttir. Mér fannst þetta mjög góð bók. Lýsingarnar hjá Vilborgu á lifnaðarhættum Inúíta var mögnuð og fannst mér sérstaklega heillandi forlagatrúin sem hún lýsti svo vel. Einnig var hægt að tengja fordóma sem voru uppi á 15 öld vel við fordóma sem fyrirfinnast enn þann dag í dag og einkennist eins og flestir fordómar, af fáfræði og þekkingarleysi. 

 

Mig hlakkar til að lesa meira eftir Vilborgu.

 

En svo var áhveðið að næsta bók verður Hroki og Hleypidómar eftir Jane Austin sem sumum fannst skrítið val en gefur upp skemmtilega breydd hjá félögum finnst mér. Ég hef aldrei lesið neitt eftir Jane Austin en séð margar kvikmyndir gerðar eftir sögum hennar, þannig það verður fróðlegt að kynnast henni Smile

 

Ég var svo himinlifandi að verða útnefndur kokkur klúbbsins og mun sinna því starfi með mikilli ánægju Smile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.