Fáráðleg ákvörðun

Ég hef aldrei skilið þessa ákvörðun að hefja hvalveiðar að nýju. Einu rökin sem ég heyri er að við eigum ekki að láta aðra segja okkur fyrir verkum. Hljómar dálítið eins og þjóðremba í mínum eyrum. Það eru engin augljós viðskiftaleg rök fyrir ákvörðunni, engin diplómatískt rök og af umhverfisjónarmiðum hef ég ekki séð sterk rök heldur. Ég hef ekki kynnt mér líffræðileg rök sjávar og áhrif fjölgun hvala í sjónum. Læt fróðari menn tala um það.

 

En það er alveg ljóst og hef ég kynnst því í mínu starfi að þetta hefur mjög neihvæð áhrif út á við og þó það sé ekki komið í ljós núna (það tekur tíma að þau áhrif komi í ljós) á þetta eftir að hafa neihvæð áhrif viðskiftalega séð fyrir okkur. Ímynd Íslands býður hnekki við þetta.

 

 


mbl.is Álíka margir ánægðir og óánægðir með að hvalveiðar skuli hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Við Íslendingar veiðum fiska. Það er staðreynd og við erum ekki að fara að hætta þvi í bráð. Til þess að viðhalda jafnvægi lífs í höfunum í kringum Ísland þá er nauðsynlegt að taka eitthvað af öllum tegundum svo lífríkið raskist ekki ef ein tegund fjölgar mun meira en annari. 

En þú skilur ekki afhverju við erum að byrja á þessu aftur. Það sem ég skil ekki er afhverju hættum við? Bann á hvalveiðum hefur ekkert með útrýmingar hættu á hvölum að gera. Þetta er áróður og gerfivísindi hagsmuna samtaka sem hagnast á því að fá styrki frá misvitru fólki til þess að að stjórnendur þessara samtaka geti lifað eins og kóngar í villum á Ítalíu.

Að segja að hvalir séu í útrýmingar hættu hér á landi vegna þess að stofninn hefur ekki náð sér í suður íshafi (taktu eftir: suður íshaf voru helstu hvalveiði mið Ástrala) er eins og að segja að vegna þess að Kínverjar búsettir hér á landi eru ekki nema 0,1% af íslensku þjóðinni þá séu kínverjar í útrýmingar hættu. Þetta er bara vitleysa.

Ef við veiðum ekki hvalina þá verðum við hreinlega að fara að grisja stofninn með því að skjóta þá úti á hafi og sökkva þeim þar. Offjölgun hvala er staðreynd við Íslandsstrendur.  

Fannar frá Rifi, 21.3.2007 kl. 11:21

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ímynd þjóðarinnar er ein af okkar mestu auðlindum. Við búum í alþjóðlegu umhverfi og verðum að aðlaga okkur að því. Í augnablikinu eru hvalveiðar illa séðar víðast í heiminum. Við höfum verið að byggja upp sterkann ferðamannaiðnað og hvalaskoðun hefur verið að byggjast upp hér. Það er enginn "uppgjöf" í því að veiða ekki hvali heldur skynsemi. Mér finnst að stjórnmálamenn eigi að vega og meta kosti þess og galla að veiða hvali. Er fiskistofninn okkar í það mikilli hættu að það réttllæti þjóðhagslegt tap á veiðum? Ef svo er af hverju getum við ekki réttlætt veiðarnar betur gagnvart alþjóðasamfélaginu (Sem við erum hluti af).

Afleiðingar hvalveiða er engann veginn kominn fram og það á eftir að taka mörg ár að bæta þann skaða sem er skeður að mínu áliti. Svo má vel vera að ég hafi rangt fyrir mér en það er mín staðfesta skoðun að þetta hafi verið mistök að hefja veiðar aftur og einnig gert á kolvitlausann hátt. Þetta er mikið tilfinngamál bæði hérlendis og erlendis og að taka einhliða áhvörðun kemur illa út fyrir okkur.

Markaðmenn erlendis eru þegar farnir að kvarta yfir að margra ára starf er runnið útí sandinn og ég finn það sjálfur að viðskiftavinir okkar erlendis skilja ekki í þessu sem þýðir að við höfum ekki getað fært rök fyrir veiðunum gagnvart alþjóðasamfélaginu. 

Kristján Kristjánsson, 21.3.2007 kl. 12:13

3 identicon

Algjörlega sammála þér Kiddi. Þetta er ekki spurningin um að hætta hvalveiðum af því að hvalir eru svo krúttalegir heldur vegna þess að peningarnir frá ferðamönnum og bisnessköllum út í hinum stóra heimi passa krúttalega vel í peningakassan okkar. Þú selur ekki hvalskoðunnarferðir með blóðugan hvalskutulinn að vopni, Hemingwaykarlar eru útdauðir og feitir amerískir bissnesskarlar eru markhópurinn okkar í dag !

linda (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 17:32

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Einmitt Linda. Ég tók eftir því í dag að sjávarútvegsráðherra sagði að íslendingar væru að láta fjölmiðla og viðskiftajöfra heilaþvo sig í þessu máli. Bíddu nú við af hverju skildu bissnesskallar kvarta? Gæti það verið að veiðarnar séu að skaða viðskiftahagsmuni okkar? Og af hverju kvarta stjónmálamenn alltaf yfir fjölmiðlum þegar umræðan er ekki þeim í hag? Ég hef meiri trú á að fjölmiðlamenn séu í tengingu við raunveruleikann heldur en margir stjórnmálamenn. 

Kristján Kristjánsson, 21.3.2007 kl. 17:55

5 Smámynd: Lufsa

ákvörðun maður, ÁKVÖRÐUN!

Lufsa, 22.3.2007 kl. 09:58

6 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Takk fyrir ábendinguna Lufsa. Roðnaði þegar ég sá villuna

Kristján Kristjánsson, 22.3.2007 kl. 11:33

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er þetta ekkirakalaust á báða bóga. Verðum bara að gefa þeim Vagisil og sjá hvort ekki liðkast um.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.3.2007 kl. 03:45

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lusfa ksmtt nú í fiett ef hún æltar að eðya tmínuam í að Lierðtétra alalr vlilur á Bolgignu.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.3.2007 kl. 03:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.