Skrýtið Músíktilraunakvöld

Í kvöld var 4 kvöld Músíktilrauna og það varð skrýtin uppákoma þar. Þegar 3 hljómsveitir af 10 höfðu spilað var keppnin stöðvuð af brunaeftirlitinu vegna þess að í öðrum sal í húsinu átti að fara fram "Gettu betur" keppnin og þá var of margt í húsinu. Þetta kom flatt uppá starfsmenn ÍTR en þeir leystu þetta á farsælann hátt með því að fá rútur á staðinn og ferjuðu öllum gestum í Hitt Húsið á meðan á "Gettu betur" stóð. Það varð rúmlega klukkutíma hlé og síðan hélt keppnin áfram. Furðuleg uppákoma en starfsfólk ÍTR fá hrós fyrir snögg viðbrögð.

En keppnin var frábær og það fóru 3 hljómsveitir áfram. Það voru The Custom, Shogun og Hip Razical.

Síðasta undankvöldið verður annað kvöld og úrslitin svo annann laugardag í Listasafninu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara ein spurning: Af hverju var Gettu betur samkoman ekki færð????  Voru þið ekki komin í húsið á undan?  Vottar fyrir einhverri stéttarskiptingu og menntahrok þarna?  Baaaara spyr!

linda (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 21:32

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Alveg kórrétt hjá þér Linda.

Kristján Kristjánsson, 23.3.2007 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband