Tillitsleysi

Ættingi minn, gömul kona, hefur aldrei getað hugsað sér að nýta sér mataraðstoð sem hefur verið í boði. Henni finnst hún vera að betla og stoltsins vegna hefur hún aldrei gert það þó oft hafi verið hart í búi. Í vikunni ákvað hún að prófa þetta þar sem var óvenju erfitt hjá henni. En það var lífsreynsla sem hún ætlar aldrei að lenda í aftur. Fyrst þurfti hún að hýrast í biðröð í heillangann tíma og leið eins og betlara að eigin sögn. Svo birtist mynd af henni og fleirum á forsíðu DV. Hún grét næstum af skömm.

Fólk er stolt og vill ekki auglýsa neyð sína og það er ótrúlegt virðingarleysi og tillitsleysi sem við sýnum fólki finnst mér. Við stærum okkur af því að búa í velferðarþjóðfélagi en getum ekki gert vel við aldraða og öryrkja og þurfum að láta þeim líða eins og þeir séu baggar á okkar þjóðfélagi. Fjölmiðlar bæta svo á skömmina með því að nota neyð fólks til að selja blöð og taka ekkert tillit til þess að bak við fréttirnar eru fólk sem finnur til.

Síðan rétt fyrir kosningar rjúka stjórnmálamenn til og segjast vilja gera allt fyrir gamalt fólk og öryrkja og eru síðan búin að gleyma loforðum 5 mínútum eftir kosningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tek undir þetta.  Þessum andskotum er ekkert heilagt orðið.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2007 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband