Monsters of rock 1983

Fyrsta tónleikaferðin erlendis er að sjálfsögðu minnisstæð. Við fórum nokkrir vinir með ms Eddu árið 1983 sem var farþegaskip sem ferðaðist frá Reykjavík til Newcastle í Englandi. Það var hreint æfintýraleg ferð. Í för voru m.a. Eiríkur Hauksson, Siggi Sverris og Pétur heitinn Kristjánsson. Ferðlagið með Eddunni var æfintýralegt og þar kynntist ég fólki sem er enn þann dag í dag með mínum bestu vinum.

En skipið kom of seint til Newcastle og það var ljóst að við mundum koma of seint á tónleikana og við misstum af fyrstu tveimur hljómsveitunum sem voru Diamond Head og Dio. Ég var grútspældur að missa af Dio sem var ein af aðalástæðunum fyrir ferðinni. En það gleymdist fljótt. Twisted Sisters voru á sviði þegar við mættum en ég man lítið eftir þeim tónleikum nema ég man að söngvarinn sagði mjög oft f**k :-)

En þegar ZZ Top steig á svið og ég sá mína fyrstu alvöru hljómsveit á sviði gleymdist öll svekkelsi. ZZ Top var á hápunkti ferisins og fluttu öll þekktustu lögin "Sharp dressed man" "Gimme all your loving" og mættu með kaggann sinn á sviðið :-)

Meatloaf kom svo og þótt ég hafi ekki verið mikill aðdáandi skemmti ég mér þrælvel. Fannst ótrúlegt hvernig maðurinn gat hlunkast þetta um allt svið :-)

Svo kom hápunkturinn. Whitesnake mættu og gerðu mig að þungarokkara fyrir lífstíð :-) Sviðið, ljósið, hljóðkerfið, flugeldarnir voru algerlega ný upplifun fyrir mig og þessum tónleikum mun ég aldrei gleyma :-) Ekki skrýtið að maður sé tónleikafíkill eftir svona upplifun og fyrstu tónleikarnir eru að sjálfsögðu í miklum ljóma í minningunni.

Svo fór hluti af hópnum til London og þar var ég svo frægur að sjá Black Sabbath á sviði með Ian Gillan sem stoppaði stutt við í hljómsveitinni. Þeir voru með hið fræga "Stonehenge" svið sem allir þekkja sem hafa séð Spinal Tap kvikmyndina :-) Einnig sjá ég hljómsveitina Marillion sem þó var ekki orðin þekkt á þessum tíma.

Heimferðin með Eddunni var svo skrautleg því það bilaði stöðugleikakerfi skipsins og það var brjálað veður alla ferðina og allir voru hrikalega sjóveikir nema ég :-)


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grumpa

ég fór árið eftir ásamt umþað bil 40-50 öðrum í mjög svo eftirminnilegri hópferð þar sem Eiki Hauks var fararstjóri. Segi það sama og Kiddi, þar kynntist ég fólki sem eru enn meðal minna bestu vina (Kidda, Thelmu, Lindu og Björg). Og ekki var lænöppið af verri endanum, m.a Mötley Crue, Accept, Van Halen (síðasta giggið með David Lee Roth) og svo AC/DC headline. Mig langar á metal festival!!!!

Grumpa, 30.3.2007 kl. 23:17

2 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Ég fór í báðar þessar ferðir og þar kynntumst við Kiddi minn :) Æðislegar ferðir báðar. Ég var heldur ekki sjóveik í öllum veltingnum í Eddunni.

Thelma Ásdísardóttir, 31.3.2007 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband