Goran Bregovic

Rosalega erum við Íslendingar heppin að eiga svona æðislegt menningarlíf :-) Ég held við gerum okkur oft ekki grein fyrir því hvað það er fjölbreitt miðað við að við erum 300 þús manna þjóð :-)

Ein af þeim fjölmörgu viðburðum í vor sem mig hlakkar ekkert smá til að sjá eru tónleikar með Goran Bregovic í laugardalshöll þann 19 mai næstkomandi. Ég er einmitt að hlusta á plötuna "Arizona dream" meðan ég skrifa þetta og ég man vel eftir tónleikum með Emir Kusturica í höllinni fyrir nokkrum árum með "The No Smoking band" sem voru æðislegir. Ég dillaði mér í viku á eftir. Bregovic gerði tónlistina við myndina hans "Underground".

Á vef listahátíðar má sjá brot af tónleikum með Bregovic www.listahatid.is

Hann er með stórhljómsveit að þessu sinni og ætlar að flytja lög úr brúðkaupum og jarðarförum. Það kom út plata með því nafni árið 2002 sem var frábær og reikna ég með að hann flytji efni af þeirri plötu. Hér má sjá lista yfir plötur sem hann hefur gefið út.

http://www.google.com/musica?aid=DQi4_26kciO&sa=X&oi=music&ct=result

Tónleikanir verða hápunktur Vorblóts hátíðar sem er á vegum Listahátíðar :-)

Hér má lesar nánar um hljómsveitina á heimasíðu Bregovic

http://www.goranbregovic.co.yu/biography-england.htm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Algerlega frábær tónlistin í Arizona Dream (sem er reyndar ein af mínum uppáhaldsmyndum). Ég ætla að reyna komast á tónleikana hans líka núna á listahátíðinni.

Thelma Ásdísardóttir, 31.3.2007 kl. 13:21

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég mæli með "Skrudduhópferð" á þessa tónleika :-)

Kristján Kristjánsson, 31.3.2007 kl. 13:31

3 Smámynd: Grumpa

Voðalega er ég lítið inni í hámenningardægurtónlistinni! Hef aldrei heyrt í þessum Goran Bregovic og vissi ekki einu sinni að Josh Grobham eða hvað hann heitir, væri til fyrr en hann dúkkar hér upp og fyllir Laugardalshöllina á mettíma. Skilst þó að sá síðarnefndi sé einhver nútíma útgáfa af Julio Iglesias og hef því látið mér nægja að vita bara að hann sé til en ætla að tékka á þessum Goran dude bara núna. Ég elska internetið!

Grumpa, 31.3.2007 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.