Úrslit Músíktilrauna

Jæja þá eru þrælskemmtilegum Músíktilraunum lokið í ár og úrslitin ljós.

1.sæti Shogun
2.sæti >3 Svanhvít
3.særi Gordon Riots

Keppnin í ár var fjölbreytt og óvenjulegt er að Þung Metalhljómsveit sigri og eflaust verða skiftar skoðanir á því.

En fyrstu 2 sætin voru nokkuð afgerandi bæði hjá sal og dómnefnd þannig að þó það hafi verið tæpt með fyrstu 2 sætin sem höfðu getað raðast á hvorn sinn háttinn (minnir mig á álverið) voru úrslitin mjög skýr.

3-8 sætið voru svo mjög jöfn og athyglisvert hvað atkvæðagreiðslan var ólík bæði hjá dómnefnd og sal sem sýnir mikla fjölbreytni og jafna keppni.

Það eru alltaf einhverjir ósáttir og margir ruku út eftir að úrslitin voru kynnt, það gerist oftast því miður og leiðinlegast finnst mér þegar fólk er að hreyta í manni skammir fyrir að velja svona "fárráðlega" hljómsveit. Þetta er bara hávaði hreytti ein kona í mig í gær. En málið er auðvitað að það er verið að velja bestu hljómsveitina burtséð frá músíktegund eða gerð og Shogun er vel að þeim titli kominn. Þeir voru geysilega þéttir og hugmyndaríkir. Voru að gera fullt af nýjum hlutum sem maður hefur ekki heyrt áður og þeir hlutir gengu vel upp. Þeir voru með flotta sviðsframkomu og eiga góðann séns að gera góða hluti.

Erlendir gestir frá erlendum plötufyrirtækjum sem ég talaði við eftir keppni voru sammála þessu og hrósuðu okkur enn og aftur hvað við egum frjótt og spennandi tónlistarlíf. Við verðum að hlúa að þessum hlutum og gefa ungu tónlistarfólki tækifæri til að æfa og koma fram með sína tónlist. Þar liggur geysilegur auður okkar :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

Ég fylgdist með úrslitunum í beinni útsendingu hjá rás 2.  Sat í bílnum fyrir utan Nasa og óttaðist að missa af Brandi Enni sem hóf AME þetta kvöld.  Var rosalega ánægður og sáttur við sigur Shogun. Þetta er dúndur hljómsveit.  Og virkilega gaman að svona hörð rokksveit hafi sigrað í ár.  Ég er ekki með á lyklaborði mínu fyrsta táknið í nafni 3 Svanhvíti.  Sú hljómsveit er sömuleiðis vel að öðru sætinu komin.  Ég er hlynntur því að íslenskar hljómsveitir syngi á íslensku fyrir Íslendinga.  Og heiti íslensku nafni.  Ég hlakka virkilega til að heyra meira frá 3 Svanhvíti.  Ég hefði verið jafn sáttur að þau hefðu náð sigursætinu.  Er samt meira fyrir harða rokkið.  Og er sæll og glaður með úrslitin. 

Jens Guð, 2.4.2007 kl. 01:27

2 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Ég fylgdist líka með á þessu kvöldi, er ein af aðstandendum vinningssveitarinnar.  Mér fannst koma fram margar góðar hljómsveitir þetta kvöld.  Sem móðir eins í sveit Shoguns fór ég að sviðinu til að taka myndir af mínum mönnum.  Er ekki vön því að fara á svona tónleika með syni mínum, heldur hef ég elt hann í íþróttum frá því hann var 3-4 ára.  Þeir eru tveir sem hafa þekktst frá 5 ára aldri og spilað í frábæru handboltaliði í Fjölnir, sem því miður hefur ekki haldið það út að hafa flokk fyrir aldur þessarra stráka.  Nú eru þeir komnir í þetta harða rokk, sem ég skil ekki, þekki þetta ekki, en þegar ég tók myndirnar, hugsaði ég, er hjúkrunarfræðingur, það væri ekki gott fyrir hjartasjúklinga að vera nálægt þessum drunum, eða þó þeir hrykkju kanski ósjálfrátt í gang aftur við trukkin. 

Þessir tveir strákar sem hafa spilað með Fjölnir í handbolta og unnið marga titla þar í yngri flokkunum eru nú eftir helgina sigurvegarar í allt öðru en ég átti von á.  Þeir sjálfir trúðu því ekki að þeir færu í fyrsta sæti, voru á leiðinni út, þegar þeir heyrðu nafn sveitarinnar og trúðu ekki sínum eigin eyrum.  Gamla hambolta liðið mætti til að hlusta á þá, og voru þeir ekki hissa á því að þeir ynnu.  En það er víst eins gott að vera í góðu líkamlegu formi, því þeir svitnuðu ærlega þarna á sviðinu.

Þetta er svona hugleiðing frá móður sem fylgdist með músiktilraunum þetta árið.

Áslaug Sigurjónsdóttir, 2.4.2007 kl. 15:40

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Takk fyrir innleggið Áslaug. Gaman að heyra upplifunina frá þessarri hlið

Kristján Kristjánsson, 2.4.2007 kl. 17:33

4 identicon

Eg er enþá ósáttur með að Eyjaböndin komust ekki áfram

Logi (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 19:44

5 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Já ég hefði viljað sjá Primera í úrslitum

Kristján Kristjánsson, 3.4.2007 kl. 19:58

6 identicon

Það var lagið félagi Varst þú eini dómarinn með viti ?

Logi (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 02:36

7 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Nei nei Logi. Við erum öll eldklár Primera var mjög nálægt að komast áfram og vonandi taka þau aftur þátt að ári

Kristján Kristjánsson, 4.4.2007 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband