Hallelújah helgi

Maður fyllist næstum tár í auga með að fylgjast með blogginu í dag. Eins og Simmi benti réttilega á í sínu bloggi. "Gríðarleg gæsahúð" "Gríðaleg stemming" "Magnað andrúmsloft" "Tilkomumikil samkoma". Hallelúja það mætti halda að maður væri að lesa um samkomur hjá Krossinum. Maður sér fyrir sig reykmettað sviðið, áhrifamikla tónlist og fram stíga í ljósashowi hetjurnar miklu sem ætla að stýra okkur almúganum næstu árum. Áhorfendur tárfella og klappa eins og mörgæsir og hreyfa hausinn hægt til hægri og vinstri með aðdáunarsvip í andliti. Ha ha maður fær dálítinn kjánahroll að fylgjast með þessu. Hvernig er annað hægt en að kjósa þessa dásamlega fólk. Verst maður getur bara kosið einn flokk!

En ég sé fram á góða helgi. Þarf að vinna eitthvað í dag en svo verður DVD kvöld hjá Sigga í kvöld. Við horfum væntalega fyrst á einhverja góða tónleika, svo einhverja skemmtilega mynd. Ég vona að eitthvað kraftmikið rokk verði fyrir valinu í kvöld, helst Megadeth eða Motorhead, ég er í þannig skapi í dag :-)

Á morgun er svo Skruddufundur þar sem við í Lesklúbbnum hittumst og ræðum menninguna frá öllum sjónarhornum. Ætli pólítíkin komi ekki líka til tals :-) Gruna það.

Fór á tónleika með Peter Björn & John á Nasa í gærkveldi. Það voru fínir tónleikar, fullt hús og góð stemming. Ég var að selja diska líka og tók í sölu einhverja boli fyrir hljómsveitina líka og fannst mjög fyndið hvað margir íslendingar voru að reyna tala við mig á bjagaðri ensku. Héldu greinilega að ég væri sænski bolanördinn :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála þér og Simmi.  Svo er ekki í lagi að halda landsfund rétt fyrir kosningar en það sparar heilmikið auglýsingafé. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.4.2007 kl. 11:43

2 Smámynd: Jens Guð

  Ég tók eftir því um páskana að Peter,  Björn & John eru mjög vinsælir í Skotlandi.  Plötum þeirra er stillt upp í rekkum yfir heitustu plöturnar.  Að óreyndu - og veit ekki af hverju - hélt ég að vinsældir þeirra hérlendis væru staðbundnar.

  Það er í aðra röndina dapurlegt að fylgjast með þessum landsfundum.  Fundargestir smækka sig niður í hópsál og fara í stellingar trúarlegrar tilbeiðslu.  Þetta er í sjúkt.   

Jens Guð, 14.4.2007 kl. 13:11

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Þeir komu vel út á mörgum listum hjá gagnrýnendum í Bretlandi og eru að springa aðeins út í evrópu. Skilst samt að fáir Svíar viti hverjir þeir eru. Nýja platan þeirra hefur svo selst mjög vel hér heima. Tók eftir því að það voru menntaskólakrakkar í miklum meirihluta á tónleikunum og geri ráð fyrir að tónlistin gangi vel í þann hóp. Mér finnst nýja platan þeirra fín. Grípandi popptónlist með smá 80's nýbylgjupopp áhrifum. Ná að gera þetta pínu ferskt jafnt og grípandi.

Kristján Kristjánsson, 14.4.2007 kl. 13:50

4 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Fínir tónleikar hjá Svíjunum í gærkvöldi. John er greinilega frábær trommuleikari, keyrði bandið áfram og var potturinn og pannan í þessu öllu..

Ingi Björn Sigurðsson, 14.4.2007 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband