Almennings samgöngur ekki í forgangi borgarinnar

Ég hélt satt að segja að ný borgaryfirvöld ætluðu að reyna fá fólk til að minnka notkun einkabílsins og reyna að fá fólk til að ferðast meira með strætó. Hugmyndir um að skólafólk fengi ókeypis í strætó komu fram og ég var að vona að næsta skref væri að reyna bæta lélegt strætókerfi og gera ferðalög með strætó meira aðlaðandi. En nei nei, nú á að skerða þjónustuna enn meira og síðan kannski í haust auka aftur tíðni á "vinsælustu leiðunum". Af hverju gengur borgin ekki bara alla leið og hættir að reka almennings samgöngur fyrst þeir treysta sér ekki til þess? Af hverju er Reykjavík eina stórborgin í heiminum sem á ekki alvöru almennings samgöngur?

Of dýrt segja sjálfstæðismenn. Hversu dýrt er það fyrir borgina að bílaumferð eykst enn meir? Er virkilega enginn sem hægt er að ráða til að reyna finna leiðir til að laga þetta. Eða er kannski enginn áhugi fyrir hendi. Ég er farinn að hallast að því!

Tóm strætóskýli verða alveg jafn tóm þó borgin gefi þeim öllum nöfn.


mbl.is Deilt um fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grumpa

Eins og allir vita eru Sjálfstæðismenn fólk með fínan smekk. Eiga flotta bíla og búa í fínum hverfum og myndu aldrei í lífinu láta sjá sig ferðast í strætó. Og hvað var það fyrsta sem þeir gerðu þegar þeir tóku við? Jú, að hækka fargjöldin!

Grumpa, 24.4.2007 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.