Smekkleysa Plötubúð flytur

Smekkleysa plötubúð, Gallerí Humar eða frægð og Elvis opna á nýjum stað á laugardaginn næstkomandi. Þeir hafa verið staðsettir á Klapparstíg undanfarið en flytja uppá laugaveg 28. Þar verður opnað Magasín þar sem saman eru Spúttnikk, Rokk og rósir, Smekkleysa plötubúð, Gallerí Humar eða frægð og Elvis. Plötubúðin verður í plássinu þar sem Ósama bolaverslunin var. Það verður aðstaða fyrir tónleika í magasíninu og væntanlega góð stemming :-)

Mér líst vel á þetta fyrirkomulag að hafa þessar búðir saman og innangengt á milli þeirra. Hver búð hefur að sjálfsögðu sitt svæði en það eykur á fjölbreytnina að hafa þær allar saman. Þetta svæði á laugavegnum er líka að verða ansi skemmtilegt. Flóran af litlum verslunum og stórum, fullt af góðum veitingastöðum og kaffihúsum. Skólavörðustígurinn orðinn æðislegur líka :-)

Miðbærinn rúlar! :-) :-) :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Já svona eiga búðir að vera! Tónlist í bland við allskonar dót... og gott kaffi!! 

Heiða B. Heiðars, 26.4.2007 kl. 13:28

2 Smámynd: Grumpa

þetta er snilldar sístem!

Grumpa, 26.4.2007 kl. 18:15

3 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Þegar ég legg næst á Sörla og fer í bæjarferð kem ég og kíki á breytingarna. Allt sem ýtir undir mannleg samskipti er af hinu góða. Miðbærinn hefur sem betur fer haldið dampi.  

Pálmi Gunnarsson, 26.4.2007 kl. 18:24

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Sammála Heiða og Grumpa. Þetta er skemmtilegt fyrirkomulag og á eftir að auðga vonandi flóruna á laugavegi.

Sammála Pálmi að hluti af laugaveginum hefur haldið dampi og svæðið frá Bónus og niður að lækjartorgi er mjög skemmtilegt. Skólavörðustígurinn er svo líka orðinn hluti af miðbæjarstemmingunni. Litlar sérhæfðar verslanir setja skemmtilegann svip á bæjinn ásamt stærri grónum búðum. Mér finnst svo miklu miklu miklu skemmtilegra og miklu heilsusamlegra að fara í bæjarferð heldur en í kringluna eða smáralind. Það eru flestar gerðir af verslunum þar. Sakna helst góðrar raftækjabúðar :-) :-)

Kristján Kristjánsson, 26.4.2007 kl. 18:57

5 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Ég hef trúlega rekist illa utaní eitthvað  þegar ég var yngri sem gerir það að verkum að ég fer helst ekki í Kringluna eða Smáralind og ástæðan er einföl, ég er skíthræddur við að rata ekki heim.    Eða þannig.

Pálmi Gunnarsson, 26.4.2007 kl. 19:01

6 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég var að vinna í verslun í kringlunni í 2 ár og fékk sennilega ofnæmi fyrir "mollum". Leiðist ægilega að versla í kringu eða smára :-)

Kristján Kristjánsson, 26.4.2007 kl. 19:11

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þetta Smára-Kringlu-dót er loftlaust, leiðinlegt og algjörlega sálarlaust! Stolt af því að villast enn í Kringlunni ef ég neyðist til að fara þangað! 

Heiða B. Heiðars, 26.4.2007 kl. 21:49

8 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Miðbærinn okkar er uppáhaldstaðurinn minn á Íslandi :) Ég hlakka til að kíkja í nýja kjarnann við Laugarveg með þessum spennandi búðum

Thelma Ásdísardóttir, 27.4.2007 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband