Til hamingju með daginn við öll :-)

Í dag er frídagur kenndur við verkalýðinn sem að sjálfsögðu er dagur okkar allra. Það er þá siður að mæta í kröfugöngu og krefjast betri lífskjara. En staðreyndin er samt sú að flestir nota daginn í faðmi fjölskyldu og vina :-) Það er þó aðeins að aukast aftur áhuginn fyrir kröfugöngum. Fyrir örfáum árum þóttu þær ekki "inni" fannst mér.Gæti það verið að ójöfnuður sé að aukast? Kannski?

Mér finnst samt andrúmsloftið í þjóðfélaginu vera á þann veg að flestir vilja aukinn jöfnuð og meiri félagslega þjónustu en eru hræddir við að missa spón úr sínum aski. Sjálfstæðismenn hafa verið duglegir við að segja að allt fari til fjandans ef vinstri menn komast að og vinstri menn segja að ójöfnuðurinn eigi eftir að aukast ef stjórnin heldur. Ég hef aðeins verið að spá í landslagið miðað við skoðannakannanir (Sem eru allt of margar og ólíkar "by the way") Mér finnst einhvernveginn allt í járnum. Stjórnin gæti haldið en þá væntanlega með litlum meirihluta og varla vænlegt að fara í stjórn með vængbrotnum Framsóknarflokki ef svo fer sem skoðannakannanir sýna. Enda á Framsókn að fara í frí þeirra sjálfs vegna. Reyna að byggja upp flokkinn á ný.

Stjórnarandstaðan gæti náð naumum meirihluta en vegna ótrúlega framkomu Frjálslyndra í málum innflytjenda og fleiri málum gæti það orðið veik stjórn. Steingrímur J gengur út frá því að Frjálslyndir eru ásamt Samfylkingu fyrsti kostur á nýrri stjórn. Ég sem félagshyggjumaður get ekki sætt mig við það. Frjálslyndir hafa komið fram sem hægri öfgaflokkur með þjóðernisrembu og útlendingahatri (þó þeir reyni að telja okkur trú um annað) í forgrunni. Þessi ótrúlega "umhyggja" fyrir útlendingum er ekki trúverðug og hefur fyrir mér gert Frjálslynda óstjórnhæfa. Ég á erfitt með að kjósa VG ef það yrði til að Frjálslyndir kæmust í stjórn.

Ég þekki marga góða sem ætla samt að kjósa Frjálslynda og virði það að sjálfsögðu en fyrir mér eru þeir algerlega úti. Framsókn er úti að sjálfsögðu. Hjarta mitt segjir að ég get ekki kosið Sjálfstæðisflokk. Ég segji eins og Egill Harðar bloggvinur minn, maður gæti alveg eins farið að hlusta á FM, gerast hnakki og haldið með KR :-)

Þá er það spurning með VG Samfó og Íslandshreyfinguna. Ég á marga vini í framboði hjá VG og gæti komist í klípu ef ég kýs þá ekki :-) En það er margt sem hræðir mig frá þeim. Mér finnst kraftur í yngri frambjóðendum flokksins og mér finnst styrkur þeirra liggja þar. Ég hef oftast kosið Samfó en hef fundist þeir ekki nógu markvissir í sínum stefnumálum. Það er aðeins að lagast núna á síðustu metrum. En sjálfsumgleði þeirra á undan hruni þeirra í skoðannakönnunum fór ægilega í mig ásamt þeirri óþolandi áráttu að vera hvorki með eða á móti í mörgum mikilvægum málum. Íslandhreyfingin sýnist mér vera andvæna fædd og virðist ekki ætla að ná flugi.

Ég hef sterkann grun um að eftir kosningar fari Sjálfstæðisflokkurinn í stjórn með annaðhvort Samfó eða VG. Aðrir möguleikar verði einfaldlega of veikir fyrir meirihlutastjórn. Næsta kjörtímabil verður ábyggilega erfitt fyrir hvaða stjórn sem er. Það verður niðursveifla. Þá er mjög mikilvægt að félagslegir þættir verði bættir og það verði ekki reynt að "redda" málum með enn meiri stóriðju. Þess vegna finnst mér að félagshyggjuöflin þurfa að hafa áhrif á næsta kjörtímabili. Það er bara einhvernveginn svo flókin staða á öllu núna finnst mér.

En jæja :-) ætlaði nú ekki að fara svona djúpt í stjórnmálapælingar :-) Eigið öll góðann dag. Ég ætla í bæjinn í dag og fylgjast með mannlífinu :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband