Voltadagur

VoltaÞað var rosalega gaman í vinnunni í dag. Volta platan með Björk kom til landsins og við vorum að undirbúa útgáfudaginn á mánudaginn og stemmingin var æðisleg. Platan var á blasti allann daginn og mikill erill :-) Það er góð stemming hjá fólki fyrir plötunni finnst mér. Hún er að fá fína dóma víðast erlendis. Ég er viss um að hún á eftir að teljast til merkilegri tónverka poppsögunnar. Útsetningarnar á plötunni eru æfintýralegar. Lagasmíðarnar með því betra sem Björk hefur gert. Ég ætla samt ekki að tíunda of mikið um plötuna en er spenntur að heyra viðbrögð bloggvina minna og annarra um plötuna. Þó hún sé vissulega mun aðgengilegri en síðustu verk Bjarkar þá þarf hún samt góða hlustun.

 

Ég hlakka svo til helgarinnar. Tveir góðir dagar framundan. Samblanda af afslöppun og heimsóknum er á dagskránni og nokkrar góðar myndir á leið í DVD tækið auk þess sem ég var að fá fullt af góðum diskum. Segji frá því nánar í næstu bloggum :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

En þú heppinn að vinna svona skemmtilegt starf!! Ég verð að ná mér í diskinn sem fyrst og hlusta vel á Björk. Líst eitthvað svo vel á "ævintýralegar útsetningar" Gangi bara vel og eigðu frábæra afslappaða helgi vinur.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 22:01

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Takk sömuleiðis Katrín :-)

Kristján Kristjánsson, 4.5.2007 kl. 22:14

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Takk Jens :-)

Kristján Kristjánsson, 5.5.2007 kl. 08:42

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hún er ÆÐISLEG!!! Töluvert "auðveldari" en fyrri plötur Bjarkar. Og hún er svo FALLEG eitthvað! Tekur mann með sér í ferðalag... oh!! Ég elska hana!! 

Heiða B. Heiðars, 5.5.2007 kl. 12:51

5 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Innilega sammála Heiða. "Tekur mann með sér í ferðalag". Æðisleg lýsing :-) Fyrri dúettinn með Anthony er himneskur. Hef sjaldan heyrt jafn fallegann samhljóm með tveimur röddum :-)

Kristján Kristjánsson, 5.5.2007 kl. 12:55

6 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Ég hlakka til að hlusta á Volta á morgun (þú mátt ekki gleyma honum Kiddi :)

Thelma Ásdísardóttir, 5.5.2007 kl. 17:52

7 identicon

Það sem ég hef heyrt af plötunni er ferskt og flott!  Yndislegt að heyra þig tala um plötur (diska) eins og þetta sé persóna með eigið líf ... kannski eitthvað til í því :)

Linda Ásdísardóttir (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 22:03

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég get ekki beðið eftir að hún verði mín, mín, mín.  Hef heyrt eitt lag og það var frábært.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2007 kl. 22:29

9 identicon

Þetta er þrælgóð plata og ekki var ég nú mikill aðdáandi Bjarkar til að byrja með. Þessi plata fer auðveldlega á toppinn yfir plötur ársins af því sem komið er.

Egill Harðar (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 12:40

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Kiddi já!!! Dúettinn með Anthony er upplifun!! Maðurinn syngur eins og engill!!!

Heiða B. Heiðars, 6.5.2007 kl. 13:19

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Man þegar ég sá Björk einu sinni á tónleikum á Melavellinum. Hún var þá söngkona Tappa tíkarrass minnir mig og aðeins 14 ára. Þá varð mér að orði..."þessi stelpa á eftir að verða HEIMSFRÆG hún er svo rosalega spes og flink". Segiði svo að ég sé ekki skyggn!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.5.2007 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband